Fréttablaðið - 06.09.2012, Síða 71
FIMMTUDAGUR 6. september 2012 55
Opið laugard. kl. 10-14
Alexander Skarsgård er á föstu
með sænsku leikkonunni Aliciu
Vikander. Star Magazine flutti
fyrst fréttir af sambandi parsins.
Skarsgård og Vikander hafa
verið í föstu sambandi í sex mán-
uði en hafa þekkt hvort annað í
nokkur ár. „Alexander segir hana
vera sinn besta vin og að hann
gæti vel hugsað sér að giftast Ali-
ciu í framtíðinni. Samband þeirra
er orðið alvarlegt,“ hafði tímarit-
ið eftir innanbúðarmanni.
Vikander er 24 ára gömul og
gat sér gott orð í sænsku sjón-
varpsþáttunum Andra Avenyn.
Hún er fædd og uppalin í Gauta-
borg og er dóttir leikkonunnar
Maria Fahl Vikander. Nú síðast
fór hún með hlutverk Kitty í
kvikmyndinni Önnu Kareninu,
Keira Knightley fer með titilhlut-
verkið og Jude Law leikur Alexei
Karenin.
Á föstu með
Skarsgård
Brad Pitt hefur látið útbúa skot-
völl fyrir tilvonandi eiginkonu
sína Angelinu Jolie sem fyrir-
fram brúðargjöf. Pitt ku hafa
pungað út hátt í 250 milljónum
íslenskra króna fyrir skotvöll
og vopn en völlurinn stendur í
garði sumarhúss leikaraparsins í
Frakklandi.
Samkvæmt frétt The Sun er
Jolie í skýjunum með gjöfina en
leikkonan er sérstaklega hrifin
af skotfimi. Gifting parsins er
á næsta leiti þó að mikil leynd
hvíli yfir hvar og hvenær athöfn-
in sjálf fari fram. Pitt er undir
pressu að standa sig í frumlegu
gjafavali fyrir tilvonandi brúður
sína því þegar Jolie giftist leikar-
anum Billy-Bob Thornton skipt-
ust þau á blóði.
Skotvöllur
í brúðargjöf
ÁNÆGÐ MEÐ GJÖFINA Brad Pitt lét
útbúa skotvöll sem fyrirfram brúðargjöf
fyrir Angelinu Jolie. NORDICPHOTOS/GETTY
Tónleikar ★★★★ ★
Dirty Beaches og Singapore
Sling
Harpa Kaldalón
4. september
Stopover er ný tónleikaröð sem
var hrundið af stað í Hörpu í vor,
en að henni standa m.a. Kimi, Kex
Hostel og Flugleiðir. Eins og nafnið
bendir til gengur Stopover út á að
fá hljómsveitir sem eru á leiðinni
yfir Atlantshafið til þess að koma
við í Reykjavík og spila á tónleik-
um. Aðrir tónleikarnir í Stopover-
röðinni fóru fram í Kaldalónssaln-
um í Hörpu á þriðjudagskvöldið
þegar kanadíska hljómsveitin Dirty
Beaches spilaði þar ásamt Íslend-
ingunum í Singapore Sling.
Það var nánast fullur salur þegar
Henrik Björnsson og félagar í
Singapore Sling hófu leik. Nýjasta
útgáfan af Sling er án trommuleik-
ara, en auk Henriks er annar gítar-
leikari, bassaleikari og tvær stelp-
ur sem spila á hristur í sveitinni.
Singapore Sling er alltaf jafn svöl
að sjá á sviðinu (Henrik með sól-
gleraugun og reykvélin á fullu) og
tónlistin er sem fyrr töff rokk undir
áhrifum frá Velvet Underground,
Stooges og Jesus & Mary Chain.
Hljómsveitin spilaði bæði lög af
nýjustu plötunni sinni, Never For-
ever, og eldra efni. Þetta er sígild
tónlist og kom vel út á tónleikun-
um þó að hljómsveitin hafi stundum
verið þéttari og kraftmeiri. Singa-
pore Sling endaði á fínni útgáfu af
meistaraverkinu Life Is Killing My
Rock‘n‘Roll og svo tók kanadíska
sveitin við.
Dirty Beaches er í raun verkefni
eins manns, Alex Zhang Hungtai,
en með honum í Hörpu spiluðu
tveir hljóðfæraleikarar. Bæði
söngstíll Alex og tónlistin sjálf eru
undir miklum áhrifum frá New
York-sveitinni Suicide og söngvara
hennar Alan Vega. Þetta er svöl og
oft á tíðum mjög skemmtileg sam-
suða af rokki, hörðum raftöktum og
hljóðgerflasýru. Hljómsveitin tók
nokkur lög af plötunni frábæru frá
því í fyrra, Badlands og endaði svo
með löngu hávaðaverki. Eftir upp-
klapp kom Alex aftur inn á sviðið
og fékk tónleikagesti til að klappa
takt fyrir sig svo hann gæti sungið
eitt lag til viðbótar.
Á heildina litið voru þetta fínir
tónleikar. Stopover-hugmyndin er
góð og óskandi að margar fleiri
hljómsveitir verði gripnar á leið-
inni yfir Atlantshafið. Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Kanadíska sveitin Dirty
Beaches bauð upp á góða blöndu
af rokki og raftöktum í Hörpu á
þriðjudagskvöldið.
Rokk, raftaktar og hávaði í Hörpu
DIRTY BEACHES Dirty Beaches er hugar-
fóstur Alex Zhang Hungtai. Með honum
í Hörpu spiluðu tveir hljóðfæraleikarar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM