Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2012, Qupperneq 71

Fréttablaðið - 06.09.2012, Qupperneq 71
FIMMTUDAGUR 6. september 2012 55 Opið laugard. kl. 10-14 Alexander Skarsgård er á föstu með sænsku leikkonunni Aliciu Vikander. Star Magazine flutti fyrst fréttir af sambandi parsins. Skarsgård og Vikander hafa verið í föstu sambandi í sex mán- uði en hafa þekkt hvort annað í nokkur ár. „Alexander segir hana vera sinn besta vin og að hann gæti vel hugsað sér að giftast Ali- ciu í framtíðinni. Samband þeirra er orðið alvarlegt,“ hafði tímarit- ið eftir innanbúðarmanni. Vikander er 24 ára gömul og gat sér gott orð í sænsku sjón- varpsþáttunum Andra Avenyn. Hún er fædd og uppalin í Gauta- borg og er dóttir leikkonunnar Maria Fahl Vikander. Nú síðast fór hún með hlutverk Kitty í kvikmyndinni Önnu Kareninu, Keira Knightley fer með titilhlut- verkið og Jude Law leikur Alexei Karenin. Á föstu með Skarsgård Brad Pitt hefur látið útbúa skot- völl fyrir tilvonandi eiginkonu sína Angelinu Jolie sem fyrir- fram brúðargjöf. Pitt ku hafa pungað út hátt í 250 milljónum íslenskra króna fyrir skotvöll og vopn en völlurinn stendur í garði sumarhúss leikaraparsins í Frakklandi. Samkvæmt frétt The Sun er Jolie í skýjunum með gjöfina en leikkonan er sérstaklega hrifin af skotfimi. Gifting parsins er á næsta leiti þó að mikil leynd hvíli yfir hvar og hvenær athöfn- in sjálf fari fram. Pitt er undir pressu að standa sig í frumlegu gjafavali fyrir tilvonandi brúður sína því þegar Jolie giftist leikar- anum Billy-Bob Thornton skipt- ust þau á blóði. Skotvöllur í brúðargjöf ÁNÆGÐ MEÐ GJÖFINA Brad Pitt lét útbúa skotvöll sem fyrirfram brúðargjöf fyrir Angelinu Jolie. NORDICPHOTOS/GETTY Tónleikar ★★★★ ★ Dirty Beaches og Singapore Sling Harpa Kaldalón 4. september Stopover er ný tónleikaröð sem var hrundið af stað í Hörpu í vor, en að henni standa m.a. Kimi, Kex Hostel og Flugleiðir. Eins og nafnið bendir til gengur Stopover út á að fá hljómsveitir sem eru á leiðinni yfir Atlantshafið til þess að koma við í Reykjavík og spila á tónleik- um. Aðrir tónleikarnir í Stopover- röðinni fóru fram í Kaldalónssaln- um í Hörpu á þriðjudagskvöldið þegar kanadíska hljómsveitin Dirty Beaches spilaði þar ásamt Íslend- ingunum í Singapore Sling. Það var nánast fullur salur þegar Henrik Björnsson og félagar í Singapore Sling hófu leik. Nýjasta útgáfan af Sling er án trommuleik- ara, en auk Henriks er annar gítar- leikari, bassaleikari og tvær stelp- ur sem spila á hristur í sveitinni. Singapore Sling er alltaf jafn svöl að sjá á sviðinu (Henrik með sól- gleraugun og reykvélin á fullu) og tónlistin er sem fyrr töff rokk undir áhrifum frá Velvet Underground, Stooges og Jesus & Mary Chain. Hljómsveitin spilaði bæði lög af nýjustu plötunni sinni, Never For- ever, og eldra efni. Þetta er sígild tónlist og kom vel út á tónleikun- um þó að hljómsveitin hafi stundum verið þéttari og kraftmeiri. Singa- pore Sling endaði á fínni útgáfu af meistaraverkinu Life Is Killing My Rock‘n‘Roll og svo tók kanadíska sveitin við. Dirty Beaches er í raun verkefni eins manns, Alex Zhang Hungtai, en með honum í Hörpu spiluðu tveir hljóðfæraleikarar. Bæði söngstíll Alex og tónlistin sjálf eru undir miklum áhrifum frá New York-sveitinni Suicide og söngvara hennar Alan Vega. Þetta er svöl og oft á tíðum mjög skemmtileg sam- suða af rokki, hörðum raftöktum og hljóðgerflasýru. Hljómsveitin tók nokkur lög af plötunni frábæru frá því í fyrra, Badlands og endaði svo með löngu hávaðaverki. Eftir upp- klapp kom Alex aftur inn á sviðið og fékk tónleikagesti til að klappa takt fyrir sig svo hann gæti sungið eitt lag til viðbótar. Á heildina litið voru þetta fínir tónleikar. Stopover-hugmyndin er góð og óskandi að margar fleiri hljómsveitir verði gripnar á leið- inni yfir Atlantshafið. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Kanadíska sveitin Dirty Beaches bauð upp á góða blöndu af rokki og raftöktum í Hörpu á þriðjudagskvöldið. Rokk, raftaktar og hávaði í Hörpu DIRTY BEACHES Dirty Beaches er hugar- fóstur Alex Zhang Hungtai. Með honum í Hörpu spiluðu tveir hljóðfæraleikarar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.