Fréttablaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 4
16. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR4 GENGIÐ 15.11.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 227,9352 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,93 129,55 204,41 205,41 164,45 165,37 22,047 22,177 22,346 22,478 19,026 19,138 1,5883 1,5975 196,48 197,66 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is STJÓRNSÝSLA Séra Sigurði Helga Guðmundssyni, þáverandi framkvæmdastjóra hjúkrunarheim- ilisins Eirar, var óheimilt að greiða tengdasyni sínum lögmannskostnað með því að láta Eir kaupa sólarlandaferð fyrir hann og fjölskyldu hans á 200 þúsund krónur. Þetta er niðurstaða Ríkisendurskoðunar, sem leggur til að séra Sigurði verði gefinn kostur á að ljúka málinu með því að endurgreiða 200 þúsund krónurnar. „Verði hann ekki við þeirri málaleitan verði á hinn bóginn nauðsynlegt að íhuga næstu skref í málinu og mun Ríkisendurskoðun reiðubúin til þess að láta í ljós álit á þeim möguleikum, sem þá yrðu í stöðunni,“ segir í svarbréfi sem Ríkis- endurskoðun sendi til núverandi framkvæmda- stjóra Eirar, Sigurðar Rúnars Sigurjónssonar, í fyrradag. Sigurður Rúnar hafði farið þess á leit við embættið að það tæki til skoðunar greiðslu til Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar, tengdasonar séra Sigurðar, í formi ferðar til Alicante á Spáni. Séra Sigurður segir í svarbréfi sínu að þáver- andi stjórnarformanni Eirar, Vilhjálmi Þ. Vil- hjálmssyni, hafi verið „vel kunnugt“ um að hann hefði leitað lögfræðiaðstoðar fyrir Eir á þessum tíma. „Sá er þjónustuna veitti var tregur til að rukka fyrir veitta þjónustu, sem var í sumum tilvikum veruleg, og leið mér ekki vel með það. Ég ákvað því að veita honum umbun fyrir að- stoðina með ávísun á farseðil, en hefði eins vel getað verið greitt með peningum. Tel ég reyndar fullvíst að ef annar háttur hefði verið hafður á hefði kostnaður Eirar vegna þessa numið mun hærri fjárhæðum.“ Í svari Ríkisendurskoðunar til Eirar er hins vegar farið hörðum orðum um þessa ráðstöfun Sigurðar. „Engin haldbær gögn eða upplýsingar liggja þannig fyrir um í hverju meint lögfræði- þjónusta, sem umrætt gjafabréf er sagt hafa verið endurgjald fyrir, hafi verið fólgin,“ segir ríkisendurskoðandi. Lögmaðurinn hafi hvorki gefið út neinn reikning vegna „hinnar meintu vinnu“ né vísað til samkomulags við hann. „Af sömu sökum hefur ekki verið gefinn út verktaka- eða launamiði vegna útgjalda þessara, svo sem lögskylt er ef um þjónustukaup af þessu tagi er að ræða. Loks er þess að geta að umræddur lögmaður, sem fyrrverandi forstjóri umbunaði með framangreindum hætti, mun vera tengdasonur hans.“ Ríkisendurskoðandi telur því að líta verði svo á að greiðslan hafi verið óheimill örlætisgerningur „með vísan til lögformlegrar stöðu Hjúkrunarheimilisins Eirar sem sjálfseignarstofnunar er starfar samkvæmt staðfestri skipulags- skrá, skipulagsskrárinnar sem slíkrar, umboðs fyrrverandi forstjóra til að skuldbinda sjálfseignarstofnunina, trún- aðarskyldu hans gagnvart henni og tengsla fyrrverandi forstjóra við umræddan lög- mann svo og með hliðsjón af meginreglum laga um bókhald og laga um árs- reikninga, sem og laga um tekjuskatt og laga um virðisaukaskatt.“ stigur@frettabladid.is Fram kemur í bréfi Ríkisendur- skoðunar að Alicante-ferð tengdasonar Sigurðar hafi verið greidd úr „þróunarsjóði“ sem hafi haldið utan um afslátt af innkaupum á sjúkrableyjum. Í svarbréfi frá séra Sigurði segir að með tilkomu þess sjóðs hafi komið „möguleikar til að standa undir kostnaði sem rekstrarsjóður réði ekki við. Þar má til dæmis nefna að þegar formaður og varaformaður fóru í kynn- isferð til Hollands var það greitt úr Þróunarsjóði.“ Á þeim tíma voru Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson og Magnús L. Sveinsson for- maður og varaformaður stjórnar Eirar. Fóru til Hollands fyrir bleyjusjóðinn ESKIFJÖRÐUR Kólígerlar hafa fund- ist í neysluvatni á Eskifirði og eru íbúar í bænum beðnir um að sjóða allt neysluvatn. Tekið var sýni úr vatnsbóli bæjarins í fyrradag og bárust niðurstöð- urnar í gær. Búið er tilkynna öllum íbúum bæjarins þetta bréfleiðis. Vatnsból Eskfirðinga saman- stendur af nokkrum lindum í fjallinu við bæinn en þær eru viðkvæmar fyrir leysingum. Nú er verið að tengja varavatns- ból, sem er inni í dal, við krana bæjarins og verður þeirri aðgerð líklega lokið á næstu dögum. Kólígerlar á Eskifirði: Þurfa að sjóða neysluvatnið VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 10° 4° 8° 7° 12° 8° 8° 23° 11° 20° 10° 23° 5° 9° 17° 7° Á MORGUN Strekkingur eða allhvasst norðan- og vestanlands annars hægari. SUNNUDAGUR Strekkingur víða með ströndum annars hægari. -2 -3 -3 -4 -40 0 -1 -2 -2 0 1 2 1 -1 00 -2 0 -6 -2 7 11 15 10 7 5 6 9 18 10 15 5 13 KÓLNAR Það kólnar á land- inu næstu daga og má búast við tals- verðri snjókomu norðanlands. Með snjókomunni verður nokkuð hvasst og því fylgir skafrenningur. Víða má búast við hálku að minnsta kosti fram yfi r helgi. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur snúið sýknudómi Héraðsdóms Reykja- víkur í meiðyrðamáli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gegn Svavari Hall- dórssyni, fréttamanni á RÚV. Hæstiréttur sakfellir Svavar og gerir honum að greiða Jóni Ásgeiri 300 þúsund krónur í miskabætur. Málið snerist um sjónvarpsfrétt sem Svavar flutti 6. des ember 2010. Hún fjallaði um svokallað Pace- mál, þegar félagið Fons, í eigu Pálma Haraldssonar, lánaði Pace Associates í Panama þrjá milljarða króna vorið 2007. Í fréttinni sagði að yfirvöld leituðu fjárins og hefðu undir höndum gögn sem bentu til þess að það hefði ratað, eftir króka- leiðum, aftur til Íslands og í vasa Pálma, Jóns Ásgeirs og Hannesar Smárasonar. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að ummælin í fréttinni verði ekki skilin á annan veg en að með þeim sé Svavar að bera Jóni Ásgeiri refsiverða háttsemi á brýn. Hann hafi hins vegar engin gögn lagt fram sem styðji ummælin og ekki sýnt fram á að hann hafi leitað eftir upplýsingum frá Jóni Ásgeiri um efni hennar. Fyrir nánast réttu ári var Svavar dæmdur fyrir meiðyrði í garð Pálma Haraldssonar. Þau ummæli snertu annað mál. - sh Hæstiréttur snýr dómi í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gegn fréttamanni RÚV: Svavar dæmdur sekur um meiðyrði TVÍDÆMDUR Svavar Halldórsson var viðstaddur dómsuppkvaðninguna í Hæstarétti í gær. MYND/SIGURJÓN ÓLASON BRETLAND, AP Nýjustu hagtölur frá Evrópusambandinu sýna að samdráttur upp á 0,1 prósent varð á evrusvæðinu á milli annars og þriðja ársfjórðungs þessa árs. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2009 sem samdráttur mælist á svæðinu, en vegna langvarandi skuldavanda margra evruríkj- anna, með miklu atvinnuleysi og ströngum aðhaldsaðgerðum, er búist við því að þessi kreppa muni dýpka fram á næsta ár. - gb Eftir þriggja ára hægan vöxt: Aftur kreppa á evrusvæðinu SIGURÐUR HELGI GUÐMUNDSSON MÓTMÆLI Í MADRID Sjálfsvíg varð til þess að stjórnin skipti um stefnu. NORDICPHOTOS/AFP SPÁNN, AP Spænska stjórnin hefur ákveðið að næstu tvö árin verði einstaklingar ekki bornir út úr húsum sínum vegna vanskila, upp- fylli þeir viss skilyrði. Stjórnin breytti um stefnu í þessu máli tæpri viku eftir að kona, sem sá fram á útburð úr íbúð sinni vegna vanskila, svipti sig lífi. Stjórnin er hins vegar gagn- rýnd fyrir að taka ekki á málum þeirra, sem gefa húsnæði sitt upp á bátinn en geta áfram verið stór- skuldug, jafnvel til æviloka. - gb Skuldugum hjálpað á Spáni: Engir útburðir næstu tvö árin Sigurður á svig við ótal reglur Ríkisendurskoðandi vill gefa fyrrverandi forstjóra Eirar færi á að endurgreiða 200 þúsund króna sólar- landaferð sem hann gaf tengdasyni sínum úr bleyjusjóði hjúkrunarheimilisins fyrir meint lögmannsstörf. Engin haldbær gögn eða upp- lýsingar liggja þannig fyrir um í hverju meint lögfræðiþjónusta […] hafi verið fólgin. ÚR SVARI RÍKISENDURSKOÐUNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.