Fréttablaðið - 16.11.2012, Qupperneq 10
16. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR10
ALÞINGI „Ég vil að það sé skoðað. Ég
er ekki tilbúin að segja já við því,
en það er algjörlega útséð að leiðin
sem hefur verið farin hingað til
hefur ekki virkað,“ segir Margrét
Tryggvadóttir, þingflokksfor maður
Hreyfingarinnar, spurð hvort hún
vilji láta lög-
leiða fíkniefni á
Íslandi.
Margrét sagði
á Alþingi í gær
að forvirkar
rannsóknar-
heimildir væru
ekki lausnin í
stríðinu gegn
fíkniefnum, sem
væri hvort eð er
tapað. Það þyrfti að „afglæpavæða“
fíkniefnaheiminn til að ná árangri,
eins og gert hefur verið víða er-
lendis, og vitnaði hún í skýrslu
alþjóðlegrar nefndar um stefnur í
eiturlyfjamálum.
Margrét segist ekki vera fíkni-
efnaneytandi og ekki mæla með
neyslu, en kallar eftir því að lög-
gjöfin verði endurskoðuð og fíkni-
efnamálum komið inn í heilbrigðis-
kerfið í stað þess að lögreglan sinni
þeim. „Hvað ættu Hells Angels til
dæmis að gera ef við tökum af þeim
fíkniefnamarkaðinn?“
Þór Saari, flokksbróðir Mar-
grétar, segir umræðuna á þinginu
hafa verið algjörlega einhliða og
snúist um blátt bann við fíkni-
efnum. Hann segir enga lausn
felast í beinni lögleiðingu, en nauð-
synlegt sé þó að endurskoða lögin.
„Ég er sjálfur fyrrverandi alki
og þekki þennan heim. Ég veit að
það er engin lausn að opna hér
búðir sem selja hass og heróín,“
segir hann. „Þetta verður alltaf
vandamál, hvort sem þetta er lög-
legt eða ekki, en það er kannski
hægt að gera lífið bærilegra.“
Róbert Marshall, þingmaður og
stjórnarmaður SÁÁ, er sammála
því að endurskoða þurfi refsilög-
gjöfina um fíkniefnaneytendur, þá
sér í lagi er varðar ungt fólk sem
er að flytja efni á milli landa til að
fjármagna sína neyslu.
„Ég er ekki á þeirri skoðun að það
eigi að heimila fíkniefni á nokkurn
hátt. En í mínum huga er hins vegar
lítill munur á áfengi og öðrum fíkni-
efnum,“ segir Róbert. - sv
HEILBRIGÐISMÁL Biðlistar eftir
hjúkrunarrýmum á höfuðborgar-
svæðinu hafa lengst undanfarið,
en biðtíminn er styttri en víða
annars staðar á landinu. Bið listar
eftir hjúkrunarrýmum á landinu
hafa styst, þrátt fyrir að rým-
unum hafi fækkað um rúmlega
hundrað síðustu þrjú ár.
244 einstaklingar biðu eftir
hjúkrunarrými á landinu öllu í
lok október, að því er fram kom
í svari Guðbjarts Hannessonar
velferðarráðherra við fyrirspurn
frá Sigmundi Erni Rúnarssyni
um biðlista eftir hjúkrunar-
rýmum. Í tölum sem landlæknis-
embættið lét Fréttablaðið hafa í
byrjun september kom fram að
267 manns hefðu verið á biðlista
eftir hjúkrunarrými í lok ágúst.
Á sama tíma í fyrra beið 281 ein-
staklingur eftir rými.
Til viðbótar við þá sem bíða
eftir plássi eru 76 manns í annað-
hvort hjúkrunarrými eða dvalar-
rými en vilja flytjast annað.
„Þótt biðlistinn sé lengstur á
höfuðborgarsvæðinu er biðtíminn
styttri en í ýmsum öðrum heil-
brigðisumdæmum. Stafar það af
því að íbúar hjúkrunarheimila á
höfuðborgarsvæðinu eru veikari
þegar þeir koma inn á hjúkrunar-
heimilin og umönnunarþyngd
þeirra er yfirleitt mun meiri en
annars staðar á landinu. Dvalar-
tími þeirra er því styttri,“ segir í
svari Guðbjarts.
Greint var frá því fyrr í vikunni
að um fimmtíu manns á Land-
spítalanum hefðu lokið meðferð
þar en biðu eftir hjúkrunarrými.
Fram til ársins 2008 var þetta
stöðugt vandamál, en síðustu árin
hefur fjöldinn verið í kringum 20
til 25 manns. Samkvæmt heim-
ildum Frétta blaðsins eru ein-
hver hjúkrunarrými laus á höfuð-
borgarsvæðinu en fólk vill ekki
flytjast í þau sökum aðstæðna á
hjúkrunarheimilunum.
Uppbygging um 850 rýma er
ýmist nýbúin, komin af stað eða
fyrirhuguð á landinu. Mikill
fjöldi þessara rýma snýr að því
að fækka fjölbýlum og bæta
að búnað, í samræmi við við-
mið velferðarráðuneytisins um
aðbúnað í hjúkrunarrýmum.
„Enn sem komið er hefur fjölg-
un hjúkrunar rýma þó ekki verið
eins og til stóð þar sem efnahags-
erfiðleikar ríkis sjóðs leiddu til
þess að fækka varð hjúkrunar-
rýmum,“ segir í svari Guðbjarts,
en heildar fjöldi hjúkrunarrýma
hefur frá árinu 2009 farið úr
2.575 í 2.472. thorunn@frettabladid.is
12
4,9
13
3,8
24
2,6
24
2,4
28
4,5
15
7,9
128
3,5
28
4,5
Einstaklingar á biðlista
Meðalbiðtími í mánuðum
Biðtími eftir hjúkrunarrými lengstur fyrir austan
Hjúkrunarrýmum fækkað
um 103 en biðlisti styttist
Hjúkrunarrýmum á landinu hefur fækkað úr 2.575 árið 2009 í 2.472 í ár. 244 einstaklingar bíða eftir hjúkr-
unarrými, þar af 128 á höfuðborgarsvæðinu. Meðalbiðtími tæpir fjórir mánuðir, en getur verið mun lengri.
DANMÖRK Alls eru 285 mannslát í
Danmörku í fyrra rakin til eitur-
lyfjaneyslu og hafa aldrei verið
fleiri. Þetta kemur fram í árlegri
skýrslu heilbrigðisyfirvalda um
eiturlyfjaneyslu í landinu sem
kynnt var í vikunni.
Í frétt Politiken segir frá niður-
stöðum skýrslunnar, en síðustu
ár hefur andlátum sem tengjast
eiturlyfjum, hvort sem er vegna
ofneyslu, sjálfsmorða, slysa,
of beldis eða sjúkdóma, fjölgað
nokkuð þar í landi.
Undir lok níunda áratugarins
létust um 130 til 140 á ári, en árin
2009 og 2010 var fjöldinn í kring-
um 275.
Astrid Krag heilbrigðisráðherra
segir mikilvægt að kryfja ástandið
til mergjar til að stemma stigu við
þessari slæmu þróun, þar sem
„hvert dauðsfall er einu of mikið“.
Í nýlegri löggjöf er sveitar-
félögum heimilað að koma upp
aðstöðu fyrir fíkla þar sem þeir
geta sprautað sig undir eftirliti
og er vonast til þess að það komi
til með að fækka dauðsföllum, en
tveir af hverjum þremur létust
vegna ofneyslu.
Ljósu punktarnir í skýrslunni
eru þó þeir að meðalaldur þeirra
sem látast hefur hækkað nokkuð
og er nú um 40 ár. Þá hefur hlutfall
ungs fólks sem hefur prófað hörð
eiturlyf, til dæmis kókaín, heróín
og e-töflur, lækkað um helming á
fáum árum. - þj
Sláandi niðurstöður í nýrri úttekt heilbrigðisyfirvalda í Danmörku vekja óhug:
Aldrei fleiri Danir látist vegna eiturlyfja
BANVÆNT Aldrei hafa fleiri Danir látist
vegna eiturlyfjaneyslu á einu ári en
einmitt í fyrra. Ný skýrsla sýnir að 285
létust. NORDICPHOTOS/GETTY
Þingmenn Hreyfingarinnar vilja „afglæpavæða“ fíkniefnaneyslu í landinu:
Vilja endurskoðun á fíkniefnalöggjöfinni
„Hið alþjóðlega stríð gegn fíkniefnum er tapað, með hræðilegum afleið-
ingum fyrir einstaklinga og samfélög um allan heim.“
Þetta eru upphafsorð skýrslu alþjóðlegrar nefndar um stefnu í eiturlyfja-
málum, sem Kofi Annan, fyrrum aðalritari SÞ, er einn höfunda að. Þar sem
fíkniefnaneysla eykst áfram, þrátt fyrir tilraunir til að sporna við því, er lagt
til að einstaklingar sem nota fíkniefni án þess að skaða aðra verði afglæpa-
væddir, fræðsla almennings verði aukin og ýtt undir tilraunir er varða
lögleiðingu fíkniefna með heilsu og öryggi samfélagsþegna að leiðarljósi.
Stríðið gegn fíkniefnum tapað
MARGRÉT
TRYGGVADÓTTIR
Fjöldi fíkniefnaneytenda skv. SÞ
Ópíum / Heróín
1998 .......................12.9 milljónir
2008 ......................17.35 milljónir
Fjölgun ..................34,5%
Kókaín
1998 .......................13.4 milljónir
2008 ......................17 milljónir
Fjölgun ..................27%
Kannabis
1998 .......................147.4 milljónir
2008 ......................160 milljónir
Fjölgun ..................8,5%
með Smutty Smiff
föstudagskvöld
kl. 22
Glymskrattinn
MENNING Svavar Gestsson afhenti
í gær Þjóðskjalasafni Íslands
einkaskjalasafn sitt til varð-
veislu. Eiríkur G. Guðmundsson,
settur þjóðskjalavörður, veitti
safninu viðtöku.
Svavar sat á þingi frá 1978 til
1999, lengst af fyrir Alþýðubanda-
lagið en síðustu mánuðina í þing-
flokki Samfylkingarinnar. Hann
var viðskiptaráðherra 1978 til
1979, félags- og tryggingarmála-
ráðherra 1980 til 1983 og mennta-
málaráðherra 1988 til 1991. Hann
var formaður Alþýðubandalagsins
1980 til 1987 og formaður þing-
flokks Alþýðubandalagsins og
óháðra 1995 til 1999. - kóp
Skjölin í Þjóðskjalasafn:
Svavar afhendir
einkaskjöl sín
GÖGNIN AFHENT Viðamikið einkaskjala-
safn Svavars er nú í vörslu Þjóðskjala-
safns. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STÓRTÆKUR PLASTFLÖSKUSAFNARI
Í borginni Allahabad á Indlandi mátti
sjá þennan mann hjóla með fyrir-
ferðarmikla plastflöskubagga á aftan-
ívagni. NORDICPHOTOS/AFP
mannslát í Dan-
mörku í fyrra eru
rakin til eiturlyfjanotkunar
samkvæmt nýrri skýrslu heil-
brigðisyfirvalda þar í landi.
285