Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2012, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 16.11.2012, Qupperneq 18
18 16. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR Aukið öryggi sjúklinga er gjarnan notað sem rök- stuðningur fyrir kröfum um aukið fjármagn í heilbrigðis- þjónustuna. Vissulega er ástæða til að heiðra vísindafólk og starfsfólk sem leggur hart að sér til að gera mannverunni lífið bærilegra og skapa okkur tækifæri til að sigrast á annars óvægu hlutskipti lífsins. En öllu þessu ágæta fólki getur orðið á í starfi. Þá er mikilvægast að vera tilbúinn að læra af því, hafa hugrekki til að horfast í augu við mistökin og gera nauð- synlegar breytingar til að forð- ast endurtekningar. Það má ekki stinga hausnum í sandinn og halda áfram eins og ekkert sé. Það eitt veldur enn meiri þján- ingu og tjóni. Mér finnst rétt að rifja upp að allar líkur eru á að rúmlega 200 einstaklingar látist árlega vegna svonefndra læknamistaka og þau munu halda áfram að gerast þótt ný tæki verði keypt og nýr spítali byggður. Ég mun taka tvö alvarleg og raunveruleg dæmi hér á eftir um úrelta og óeðlilega úrvinnslu læknamistaka. Hætturnar leyn- ast nefnilega í daglegum störf- um, samskiptum, skráðum og óskráðum verkferlum. Hús og tæki gera ekki mistök. Traust- ið á eigin þekkingu og reynslu hefur blindað og blásið upp marga starfsmenn heilbrigðis- þjónustunnar svo þeir eru bæði blindir og heyrnarlausir þegar eitthvað út af ber. Skilgreint lærdómaferli mis- taka mundi klárlega gera heil- brigðisþjónustuna betri en hún er og gerir æðsta draum okkar, þolenda mistaka, að veruleika. Fyrir utan að ná heilsu á ný eigum við einn draum: „Ég vil bara að þau læri af þessu og allt verði gert til að þetta endurtaki sig ekki“. Verandi sjálf hjúkrunar- fræðingur veit ég líka að æðsti draumur starfsmanns sem veld- ur mistökum er: „Ég vil ekki lenda í þessu aftur, ég vil að skjólstæðingar mínir séu örugg- ir.“ Hann vill vera áfram stoltur af starfi sínu. Flestir einsetja sér að gera sitt besta og gæta þess að valda engum tjóni. Það mistekst stundum engu að síður. Til þess að auka umferðaröryggi var stofnuð óháð nefnd sem hefur það hlutverk að draga fram lærdóm af umferðarslysum og allt hennar starf er opinbert eins og sjá má á vef nefndar- innar www.rnu.is. Sams konar nefndir starfa vegna sjóslysa og flugslysa. Meira að segja atvik hjá lögreglunni eru rannsök- uð af óháðum aðila. Þegar slys verða inni á sjúkrahúsi gerist ekkert. Ekkert kerfi fer í gang til að tryggja lærdóm af slysum þar. Málin eru þögguð niður og þeir sem ábyrgð bera geta skýlt sér á bak við persónuverndar- lög. Rannsókn Landlæknis- embættisins á kærum er ekki rannsókn. Hún fer fram með bréfaskriftum milli kollega, lýtur nær eingöngu að læknis- meðferð og erfitt er að sjá að sú „rannsókn“ sé óháð og hlutlaus. Lærdómur er aldrei dreginn fram í dagsljósið né er krafist úrbóta, því síður er þolandanum bætt tjónið. Tökum nú dæmin. Fyrir nokkrum dögum féll dómur í Hæstarétti í máli drengs á Akureyri sem hlaut alvarlegan skaða við lækna- mistök. Landlæknir og læknar sjúkrahússins (FSA) höfnuðu því að mistök hefðu verið gerð. Dómurinn rannsakaði málið og komst að annarri niðurstöðu en landlæknir. Gríðarlegir fjár- munir almennings hafa nú farið í að reyna að réttlæta ranga nið- urstöðu landlæknis sem í raun rannsakaði aldrei málið. Í febrúar 2001 leitaði ég á bráðamóttöku barna við Hring- braut með yngri son minn Jóel, 14 mánaða gamlan. Sú heim- sókn endaði með andláti hans tveimur dögum síðar. Harða lífsbaráttan í kjölfarið skildi ekki eftir orku til að kanna grunsemdir mínar um mis- tök fyrr en í ágúst 2010. Nú er ár liðið síðan mistökin voru viðurkennd af landlækni. Þá neyddust stjórnendur LSH til að biðjast afsökunar. Hversu sann- færandi er slík afsökunarbeiðni þegar engin merki um yfirbót fylgir? Hvað finnst þér? „Við höfum vonandi lært mikið“ var svar stjórnenda. Áskorun til þín Kannski eigum við að hætta að tala um „læknamistök“ því það er ekki rétt að tengja svona alvarlega hluti við eina starfs- stétt. Við gætum t.d. farið að tala um þjónustumistök í stað- inn. Þetta er ekki einkamál eða vandamál sem læknar einir geta leyst. Klárlega þarf að koma þessum málum upp á yfirborðið líkt og gert er með umferðar- slys, sjóslys og flugslys. Ég vil leggja mitt af mörkum til að sjá breytingar á þessu úrelta og óréttláta kerfi og ef þú hefur áhuga á taka þátt í því máttu senda mér línu á netfangið aud- bjorgreynis@gmail.com. Við finnum leið í sameiningu til að láta drauminn rætast. Skaðleg heilbrigðisþjónusta Jóhanna Sigurðardóttir hættir stjórnmálastörfum við lok kjör- tímabilsins. Ferill hennar er merki- legur og glæsilegur. Þegar frá líður held ég að menn staldri ekki síst við endurreisnina úr hruninu. Við það erfiða forystuverk hefur Jóhanna haft skýra sýn – sýn jafnaðarstefn- unnar. Strax var ljóst að velferðarþjón- ustunni yrði hlíft eins og hægt var við niðurskurði – öfugt við hörm- ungar í ýmsum löndum sem lentu í fjármagnskreppu um leið og Ísland. Til að verja þá sem verst voru staddir, en líka atvinnulífinu í hag. Velferðarþjónusta og gott mennta- kerfi er ekki lúxus sem menn geta því aðeins leyft sér að það veiðist vel og markaðir séu hagstæðir. Vel- ferð og menntir eru lífsgæði – en líka forsenda þess að atvinnufyrir- tækin njóti heilbrigðra og hæfra starfsmanna. Það yrði að halda á floti sem flestum fyrirtækjum, til þess að tryggja samfellu í atvinnulífinu og forðast himinhrópandi atvinnu- leysi – þar komu meðal annars ráð frá sænskum jafnaðarmönnum, og ekki síður frá Finnum sem á sínum tíma völdu vonda leið gjald- þrotahrinu og fjöldaatvinnuleys- is. Atvinnuleysið varð yfir 50% í norðurhéruðum landsins með til- heyrandi eymd og drunga. Jóhanna og hennar fólk lögðu líka áherslu á að hreinsa til í stjórn- sýslunni og koma böndum á fjár- málakerfið eftir átján ára græðgi- svæðingu hægriaflanna. Undir forystu Jóhönnu gáfu stjórnmála- menn sérkjörnum fulltrúum þjóð- arinnar svigrúm til að móta nýja stjórnarskrá, sem um daginn sigldi þöndum seglum gegnum þjóðarat- kvæðagreiðslu. Verk að vinna Það hefur ekki allt tekist. Þar ber meðal annars að nefna að þrátt fyrir að hér hafi verið gert meira en nokkurs staðar annars staðar í okkar samtíma til að aðstoða fólk í skuldavanda er víða mikill vandi – einkum hjá lánsveðshópnum og öðrum sem tóku verðtryggð lán rétt fyrir hrun. Þar er verk að vinna. Og víðar er verk að vinna – með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Við þurfum að byggja upp velferðar- þjónustuna að nýju – og virða þar meðal annars rétt fólks á „þriðja æviskeiðinu“. Raunar í húsnæðismálunum yfir- höfuð. Eftir sameiginlegt skipbrot okkar í húsnæðisskuldunum – þótt einstaklingarnir hafi sloppið misvel eru í öllum fjölskyldum dæmi um vanda, jafnvel neyð – er kominn tími til að líta upp úr séreignarþrá- kelkni og líta til annarra þjóða, svo sem jafnaðarsamfélaganna á Norð- urlöndum, eftir fyrirmyndum við að koma þaki yfir höfuð nýjum kyn- slóðum. Margt bendir til þess að nú sé að ljúka stóriðjuöldinni í íslenskri atvinnusögu, rétt eins og skútuöldin rann sitt skeið. Lítið er orðið eftir af virkjanlegri vatnsorku og reynsla liðinna ára sýnir að á jarðvarmann er ekki að stóla. Sovésk einblíning á orkuöflun og stóriðju sem bjargráð er ekki vænleg til árangurs á 21. öld. Nú þarf að sinna öðrum grein- um í undirstöðunni: Velrekinni og markvissri ferðaþjónustu, þekk- ingargreinunum, nýsköpun í iðnaði, sjávarútvegi og landbúnaði. Græna hagkerfið er að koma – ef við kunn- um að greiða því leið. Til þess að ná árangri verðum við að temja okkur aga í hagstjórn, og við þurfum að losna við sífelldar sveiflur og óróa. Til þess þurfum við nána samvinnu við grannþjóð- ir okkar, sem við höfum umgengist í blíðu og stríðu í þúsund ár. Slíkt samstarf hentar vel stoltri og sjálf- ráða þjóð með góðan menningar- arf og langa sköpunarhefð. Evrópa endar hér, sagði Hannes Pétursson nokkurn veginn í góðu kvæði. Ég segi: Evrópa byrjar hér. Evrópa, græn framtíð, betri vel- ferðarþjónusta, almennileg hús- næðisstefna, stjórnfesta hjá ríki og sveitarfélögum, markaðurinn not- aður sem þjónn en ekki hafður sem húsbóndi. Þessi eru nokkur erindi jafnaðarmanna á næstu árum – með fordæmi Jóhönnu Sigurðardóttur í farteskinu. Undir merkjum Jóhönnu Í umræðu undanfarið um málefni hælisleitenda og fórnarlömb man- sals hafa verið dregnir fram ýmsir vankantar á þeim reglum sem nú gilda um málaflokkinn. Þeir sem til þekkja eru almennt sammála um að íslensk stjórnvöld þurfi að koma betur til móts við þá sem hingað leita hælis undan stríðsátökum og ofsóknum eða hafa jafnvel verið seldir hingað mansali. Í sumar kom út skýrsla nefndar á vegum innanríkisráðuneytisins sem fjallaði um málefni útlendinga utan EES. Rauði krossinn á Íslandi og Mannréttindaskrifstofa Íslands fagna almennt tillögum nefndarinn- ar sem taka að verulegu leyti tillit til ábendinga og athugasemda sem félögin hafa haldið á lofti. Mannréttindaskrifstofan og Rauði krossinn vilja sérstaklega vekja athygli á mikilvægi þess að innleidd verði í lög ákvæði sem miða að því að hraða málsmeð- ferð hælisumsókna og bæta hana. Afgreiðsla umsókna um hæli ætti að jafnaði ekki að taka lengri tíma en þrjá mánuði. Þá þyrfti að vera í lögum ákvæði um hámarksaf- greiðslutíma umsókna enda hefur langur afgreiðslutími hælisum- sókna almennt afar slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu hælis- leitenda. Brýnt er að komið verði á fót sjálfstæðum og óhlutdrægum úrskurðaraðila sem fari sjálfstætt yfir synjanir Útlendingastofnunar en ýmsar alþjóðastofnanir á sviði mannréttinda hafa borið brigður á núverandi fyrirkomulag þar sem innanríkisráðuneytið fer yfir nei- kvæðar ákvarðanir undirstofnunar sinnar. Önnur hugsanleg leið væri að hægt væri að kæra neikvæðar ákvarðanir Útlendingastofnunar beint til dómstóla. Þá er mikilvægt að nýtt ákvæði í útlendingalögum taki sérstaklega til þeirra hælis- leitenda sem eru í mjög viðkvæmri stöðu og að réttindi barna verði styrkt verulega með nýjum máls- meðferðarreglum. Einnig er afar mikilvægt að tryggja frekar í lögum réttaröryggi útlendinga utan EES-svæðisins á Íslandi og fjölskyldna þeirra, s.s. hvað varð- ar jöfnun réttindasöfnunar meðal dvalarleyfisflokka og heildstætt mat á högum útlendings sem sækir um dvalarleyfi á grundvelli sér- stakra tengsla við landið. Rauði krossinn og Mannrétt- indaskrifstofan telja sérstaklega mikilvæga tillögu sem sett er fram í skýrslunni um að lögfest verði sú meginregla að flóttamönnum og hælisleitendum sé ekki refsað fyrir að framvísa fölsuðum skil- ríkjum við komuna til Íslands. Það er afar íþyngjandi fyrir flóttamann að hefja nýtt líf í landinu með fjár- sekt og dóm á bakinu og stangast í ofanálag mögulega á við alþjóðleg- ar skuldbindingar íslenska ríkisins. Almennt eru tillögur nefndar- innar, og þær sem hér hafa verið tíundaðar, til þess fallnar að styrkja mannréttindi ásamt því að auka réttaröryggi og velferð einstaklinga sem hér óska hælis eða eru staddir á landinu. Rauði krossinn og Mann- réttindaskrifstofan binda því vonir við að frumvarp til breytinga eða nýrra laga um útlendinga verði lagt fram á Alþingi á næstu vikum. Mikilvægt að hælis- leitendum sé ekki refsað Nú er það að ganga eftir sem sjómenn óttuðust í vor, þ.e. að krafa ætti eftir að koma fram um að laun þeirra yrðu lækkuð. Þetta ætti þó ekki að koma neinum á óvart. Í sérfræðiáliti, sem ríkis- stjórnin kallaði sjálf eftir, sagði m.a.: „Umfangsmikil skattlagn- ing rentu mun LÆKKA laun sjó- manna.“ Svo mörg voru þau orð um áhrif frumvarps um stórhækkuð veiðigjöld á laun sjómanna. Steingrímur J. hefur lofað því fjálglega að sjómenn muni ekki þurfa að taka á sig veiðigjöld- in. Þetta er sami Steingrímur og tók sjómannaafsláttinn af þeim með loðnum yfirlýsingum um að kannski, ef til vill, hugsanlega, einhvern tíma þegar kæmi betri tíð væri mögulegt að þeir nytu afslátt- arins aftur. Það verður hins vegar ekki á meðan þessi ríkisstjórn er við völd. Málið er að enginn tekur lengur mark á orðum Steingríms því allir vita orðið fyrir hvað J-ið í millinafninu hans stendur. Rætinn málflutningur Fáar starfsstéttir hafa mátt sitja undir jafn rætnum málflutn- ingi af hálfu stjórnvalda og sjó- menn. Þegar er farið að svíða undan veiðigjöldunum – eins og fréttir að undanförnu vitna best um – og nú hafa útgerðarmenn verið þvingaðir í hlutverk böð- ulsins gagnvart sjómönnum. Um leið hvítþvo stjórnvöld hendur sínar af því að ráðast að kjörum sjómanna og skella skuldinni á útgerðarmenn. Allir, sem hafa kynnt sér áhrif stórhækkaðra veiðigjalda, vita að þau munu leiða til þess að útgerð- um og skipum fækkar og að sjó- mönnum fækkar um leið. Skatt- lagningunni verður ekki mætt nema með hagræðingu og niður- skurði útgjalda. Þar gilda sömu lögmál og hjá almenningi eftir fall bankanna, hver er sjálfum sér næstur. Lýðskruminu engin takmörk sett? Á sama tíma og ráðist er að kjörum þeirra sem hafa gert sjómennsku að starfsvettvangi sínum stæra stjórnvöld sig af því að hafa veitt hundruðum hobbýkarla atvinnu við strandveiðar í nokkra daga í mánuði yfir hásumarið. Finnst stjórnvöldum það þess virði að fórna rótgrónum útgerðarfyrir- tækjum og störfum atvinnusjó- manna á altari tækifærismennsk- unnar? Eru lýðskruminu engin takmörk sett? Launalækkun er í boði ríkisstjórnar Heilbrigðismál Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur Sjávarútvegsmál Páll Steingrímsson sjómaður Efnahagsmál Mörður Árnason alþingismaður Mannréttindi Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands Skilgreint lærdómaferli mistaka mundi klárlega gera heilbrigðisþjónustuna betri en hún er og gerir æðsta draum okkar, þolenda mistaka, að veruleika. Fyrir utan að ná heilsu á ný eigum við einn draum: Ég vil bara að þau læri af þessu og allt verði gert til að þetta endurtaki sig ekki. Rauði krossinn og Mannrétt- indaskrifstofan binda því vonir við að frumvarp til breytinga eða nýrra laga um útlendinga verði lagt fram á Alþingi á næstu vikum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.