Fréttablaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 34
8 • LÍFIÐ 16. NÓVEMBER 2012
nýlega í Vogahverfið, sem er mjög
miðsvæðis og það er alltaf líf hérna
hjá okkur. Vinir okkar kíkja í heim-
sókn með börnin sín og það þykir
mér algert æði. Þá skellir maður í
pönnsur og spjallar um pólitík, listir
eða bara daginn og veginn við vin-
ina á meðan krakkarnir leika sér. Ef
ég vil algera afslöppun þá veit ég
ekkert betra en að fara í gott nudd.
En áhugamálin eru mörg. Mér þykir
yndislegt að ferðast, hvort sem er
hér innanlands eða erlendis. Ég
gæti alveg búið heilt sumar uppi á
íslensku fjalli en ég gæti líka verið
heilt sumar á lúxushóteli í París.
Hvort tveggja er yndislegt. Tónlistin
er eðlilega stórt áhugamál hjá mér
og eins og ég nefndi áðan, matar-
gerð.
Systrasamkomulagið náið
Þú kemur úr stórri fjölskyldu.
Systur þínar og þú, eruð þið dug-
legar að syngja saman og vera
saman og eruð þið dug legar
að hjálpast að með börnin? Við
systurnar höfum alla tíð verið mjög
nánar. Það eru forréttindi að eiga
tvær systur. Það var bara fínt að
alast upp í systrahópi. Ég myndi
segja hvorki erfitt né létt. Við áttum
okkar rifrildi eins og öll systkini en
við áttum miklu fleiri ánægjustundir.
Við höfum stundum sungið saman
og þykir okkur það öllum mjög
skemmtilegt. Nú síðast í sumar
vorum við með tónleika á æsku-
slóðum okkar í Hlégarði í Mos-
fellsbæ. Það var troðfullt hús og við
skemmtum okkur konunglega! Við
reynum að hittast sem oftast en það
gengur því miður ekkert allt of vel
því Dísella býr í New York þar sem
hún er að sinna óperu söngnum.
Hún er að vinna hjá Metropolitan
óperunni svo maður getur nú ekki
annað en verið ánægður með það.
Það er þó ansi kostnaðarsamt að
fara á milli svo við getum ekki hist
eins oft og okkur langar. Við Ingi-
björg heimsóttum hana um dag-
inn og lentum í fellibylnum Sandy.
Sem betur fer hélst rafmagnið og
flóðið náði ekki að íbúðinni hennar
Dísellu. Við áttum því dásamlegar
stundir í nokkra daga, borgin sem
aldrei sefur fékk sér smá lúr og við
nutum þess að vera bara saman.
Ekkert stress og engin læti. Bara
samvera. Það var ljúft.
Þrátt fyrir að vera mjög upp teknar
reynum við að hjálpast að með
börnin okkar. Í það minnsta höld-
um við góðu sambandi, borðum oft
saman og hringjum í Dísellu og Bjart
Lárus, strákinn hennar á Skype.
Mikilvægt að horfa
á jákvæðu hliðarnar
Svona að lokum. Hvaða gildi
ætlar þú að kenna börnunum
þínum eftir það sem þú hefur lært
í gegnum tíðina?
Mér þykir afar mikilvægt að kenna
börnunum mínum að fara sínar eigin
leiðir og að þora að vera þau sjálf.
Það er númer eitt, tvö og þrjú. Ég
legg líka ríka áherslu á að þau virði
heiðarleika og góðvild gagnvart
náunganum. Svo finnst mér líka
mjög mikilvægt að kenna þeim að
horfa á jákvæðar hliðar lífsins, njóta
þess að vera til, eins og mamma
mín hefur alltaf kennt mér. Þurfum
við ekki öll að muna það?
Hér erum við mæðgur á ferðalagi um
Ísland.
Ég hef alltaf haft unun af íslenskri
tónlist. Sér í lagi gömlum dægur-
perlum. Ég hef unun af fallegum ís-
lenskum ljóðum og söngtextum.
Ætli það sé ekki uppeldið, ég veit
það ekki.
Framhald af síðu 7
Allt sem þú þarft...
Pr
en
tm
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t G
al
lu
p.
18
-4
9
ár
a
á
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
nu
. M
eð
al
le
st
ur
á
tö
lu
bl
að
, j
an
.-j
ún
í 2
01
2.
Auglýsing í
Fréttablaðinu
nær til yfir
92%
lesenda
blaðanna
Lesa bæði
Fréttablaðið og
Morgunblaðið
Lesa bara
Morgunblaðið
Lesa bara
Fréttablaðið
64% 8%
28%
Yfirburðir
Fréttablaðsins
staðfestir!
Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins
með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og
síðasta könnun Capacent Gallup sýnir ótvírætt.