Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2012, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 16.11.2012, Qupperneq 44
16. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR28 BAKÞANKAR Magnús Þorlákur Lúðvíksson Til leigu um 840 m2 verslunar- og lagerhúsnæði á góðum stað við Skeifuna. Húsnæðið skiptist í 321,6 m² verlsun og 518 m² lager. Góðir sýningargluggar sem snúa út að götu eru í verslun. Lagerrýmið er með góðri lofthæð. Auðvelt er að opna á milli lagers og verslunar og ná fram heildstæðu verslunarrými. Næg bílastæði. Laust fljótlega. Allar nánari upplýsingar veitir Helgi Már Karlsson löggiltur fasteigna- sali í s. 534 1024/897 7086 eða hmk@atvinnueignir.is Fákafeni 9, 108 Reykjavík Skeifan 11, 108 Reykjavík Fréttablaðið efnir til verðlaunasamkeppni um bestu frumsömdu jólasöguna. Verðlaunasagan birtist í Fréttablaðinu á aðfanga- dag, myndskreytt af Halldóri Baldurssyni teiknara. Samkeppnin er öllum opin. Einu skilyrðin eru þau að sagan fjalli um jólin eða fangi anda jólanna með einum eða öðrum hætti. Lengdarmörk eru 1.000 til 1.300 orð en að öðru leyti eru efnistök frjáls. Sögur skal senda á net- fangið jolasaga@frettabladid.is. Skilafrestur er til 5. desember. Í fyrstu verðlaun eru Intel Pentium-fartölva frá Toshiba. Verðlaun fyrir annað og þriðja sæti eru spjald- tölvur af gerðinni United. Sigurlaunin eru frá Tölvulistanum. Jólasagan þín 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. góna, 6. ólæti, 8. ískur, 9. fálm, 11. samtenging, 12. rými, 14. kjöt, 16. sjó, 17. mánuður, 18. heyskapar- amboð, 20. átt, 21. sjúkdómur. LÓÐRÉTT 1. atorka, 3. tvíhljóði, 4. fjölmiðlar, 5. beita, 7. raddbönd, 10. blekking, 13. er, 15. ávöxtur, 16. dæling, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. gapa, 6. at, 8. urg, 9. pat, 11. en, 12. pláss, 14. flesk, 16. sæ, 17. maí, 18. orf, 20. nv, 21. gigt. LÓÐRÉTT: 1. kapp, 3. au, 4. pressan, 5. agn, 7. talfæri, 10. tál, 13. sem, 15. kíví, 16. sog, 19. fg. Ökuskírteini takk! Here you go! Þú varst fyndnari í gamla daga! Já, ég hef heyrt það áður! Ég held að ég sé að ná því hvernig kúplingin virkar. Það mun koma sér vel þegar þú keyrir mig til hnykk- læknisins. Við fengum skjaldbökubúr! Ha? Og möl, og síu, og litla eyju með pálmatré... Heyrðu! Veistu hvað vantar í þetta skjaldbökubúr? Nei, Solla! Hvað? Og ég sem hélt að það væri ofleikur á Disney- stöðinni... Foreldrar mínir fóru til nágranna- kattarins og allt sem ég fékk var þessi aumi stutt- ermabolur. Dýrin í Hálsaskógi Thorbjörns Egner eru bráðskemmtilegt barnaleikrit. Þá er boðskapur þess – öll dýrin í skógin- um eiga að vera vinir – sem sniðinn handa markhópnum. Öllu verri er boðskapurinn þó sem einhvers konar leiðarstef í þjóð- málaumræðu eins og sumir virðast halda hér á landi. Stundum láta álitsgjafar nefni- lega eins og það séu engar átakalínur í íslensku þjóðfélagi. Það er barnaleg skoð- un, öllum ætti að vera ljóst að mannlífið hér á landi er fjölbreytt og hagsmunir ólíkra hópa mismunandi. Öllum. EIN skýr átakalína er til að mynda á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Það er aug- ljóst að fæstir höfuðborgarbúar hafa nokkra hugmynd um verðmætin sem búa í hinum dreifðu byggðum landsins. Kaffi- húsaspekingarnir í póstnúmeri 101 hafa enda hvorki migið í saltan sjó né mokað flór. Svo ekki sé talað um landsbyggðar pakkið sem vill bora göng í öll fjöll og trúir því að það sé bara hagkvæmt að niðurgreiða landbúnað um fleiri milljarða á ári! Hagsmunir þessara hópa rekast á og það er afneitun að láta eins og fleira sameini þá en sundri. JAFNVEL skýrari átakalína er milli kyn- slóða á Íslandi. Við höfum drakúla-kyn- slóðina sem stal sparifé foreldra sinna og lifði hátt á kostnað afkomendanna sem nú sitja í skuldasúpu. Kynslóð sem berst nú með kjafti og klóm gegn sanngjörnum hug- myndum um afskriftir stökkbreyttra lána. Var við öðru að búast? Við höfum einnig sjálfhverfu kynslóðina sem hefur sett fram þá freklegu kröfu að aðrir landsmenn borgi skuldirnar frá eyðslufylleríi hrunsáranna. Loks höfum við klámkynslóðina, sem ég tilheyri, sem virðist ætla að kasta fyrir róða öllum þeim gildum sem hingað til hafa verið talin góð og gild. Það er réttara að tala um stríð milli kynslóðanna en átök. LOKS er þjóðin klofin í herðar niður eftir aðdáun á erlendum knattspyrnuliðum. Ætlast einhver til þess að United- og Liver- pool-menn lifi bara í sátt og samlyndi? ÞAÐ búa fleiri en ein þjóð í þessu landi. Enda kannski ekki skrítið, hér búa 320.000 manns. Það er mikill fjöldi og ein faldlega eðlilegt að í svo stórum hópi myndist átaka- línur. Það er ekki eins og saga, menning, tunga, gildi, einkenni og handboltalið þjóð- arinnar nægi til að bera klæði á vopnin. Þar fyrir utan eru átök ekki endilega af hinu slæma. Eins og Hegel benti á geta átök einmitt leitt af sér samstöðu. Þess vegna eigum við ekki að syrgja þá staðreynd að á Íslandi geisar stríð. Við eigum þvert á móti að taka til vopna og berjast fyrir eigin hagsmunum! Átakalínur þjóðfélagsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.