Fréttablaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 6
3. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
39
fengu ríkisborgara-
rétt með lögum
sem sett voru fyrir
jólafrí en alls sóttu
73
einstaklingar sóttu
um ríkisborgararétt
til Alþingis á
haustþingi.
Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn
föstudaginn 11. janúar 2013, kl. 14:00
í húsnæði félagsins í Mosfellsbæ.
Dagskrá
1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein
samþykkta félagsins.
2. Heimild aðalfundar til handa félagsstjórn til kaupa
á eigin hlutabréfum.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á skrifstofunni
í Mosfellsbæ viku fyrir aðalfund hluthöfum til sýnis.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á skrifstofu
félagsins að Völuteig 6 í Mosfellsbæ, á fundardag.
Mosfellsbæ 2. janúar 2013.
Stjórn ÍSTEX hf.
INDLAND, AP Sex indverskir ríkisþingmenn
hafa verið ákærðir fyrir nauðganir. Tveir
þingmenn á landsþinginu til viðbótar sæta
ákærum fyrir árásir á konur, sem þó fela ekki
í sér nauðgun.
Indverskur dómstóll tekur í dag afstöðu til
þess hvort þessir þingmenn missa þinghelgina.
Þá er lögreglan á Indlandi að ljúka undir-
búningi ákæru á hendur sex mönnum, sem
grunaðir eru um hópnauðgun og morð í stræt-
isvagni í höfuðborginni Nýju-Delí fyrir hálf-
um mánuði.
Þrjátíu vitni að árásinni hafa fundist sem
kölluð verða fyrir dómara.
Málið vakti hörð viðbrögð á Indlandi og
háværar kröfur hafa í framhaldinu komið
fram um að löggjöf verði hert og lögregla taki
fastar á kynferðisbrotamálum. Jafnframt hafa
komið fram kröfur um að róttækar breytingar
verði á viðhorfi til kvenna á Indlandi.
Nokkur þúsund konur komu saman í gær
við minnismerki um Mahatma Gandhi í höfuð-
borginni, þar sem þær héldu þögul mótmæli.
- gb
Átta indverskir stjórnmálamenn gætu misst þinghelgi vegna árása þeirra á konur:
Sex þingmenn ákærðir fyrir nauðganir
ÞÖGUL MÓTMÆLI Í NÝJU-DELÍ Þúsundir kvenna
komu saman til að minnast fórnarlambs hópnauðg-
unarinnar.
NORDICPHOTOS/AFP
FÓLK Alþingi veitti 39 einstakling-
um íslenskan ríkisborgararétt með
lögum sem sett voru fyrir jólafrí.
Alls hafa 242 frá 60 löndum fengið
ríkisborgararétt í gegnum lög frá
Alþingi á þessu kjörtímabili. Alþing-
ismaður fagnar nýjum borgurum, en
segir þó ástæðu til þess að taka lög
um ríkisborgararétt til endurskoð-
unar.
Alls sóttu 73 einstaklingar um
ríkisborgararétt til Alþingis á haust-
þingi, en eins og fyrr sagði fengu 39
sitt í gegn að þessu sinni. Hópurinn
kemur víða að þar sem einstakling-
arnir eru fæddir í nítján löndum, þar
af einn á Íslandi, sem fær ríkisborg-
ararétt á ný.
Stærsti hópurinn, þrettán manns,
er þó fæddur í Kólumbíu og kom
hingað til lands sem flóttamenn á
árunum 2005 og 2007.
Næst koma einstaklingar frá
Bandaríkjunum, Filippseyjum,
Serbíu og Póllandi, en frá árinu 2009
hafa líka fjórtán manns sem fædd-
ust á Íslandi fengið ríkisborgararétt.
Flestir þeirra hafa að öllum líkind-
um haft réttinn fyrr á ævinni en svo
misst hann af einhverjum orsökum.
Lög um íslenskan ríkisborgararétt
fela í sér ýmis skilyrði sem umsækj-
andi þarf að uppfylla, meðal ann-
ars um lágmarkslengd búsetu hér á
landi. Almennt er miðað við sjö ár, en
því til styttingar kemur meðal ann-
ars hvort viðkomandi sé frá Norð-
urlöndunum, sé giftur íslenskum
ríkisborgara eða eigi íslenskan ríkis-
borgara að öðru foreldri.
Uppfylli einstaklingur ekki
þessi skilyrði er hægt að snúa sér
til Alþingis þar sem undirnefnd
allsherjar- og menntamálanefnd-
ar tekur málið til umfjöllunar og
veitir undanþágur eftir atvikum,
vegna mannúðar raka, persónulegra
aðstæðna eða sanngirnissjónarmiða.
Þessi háttur hefur tíðkast um ára-
tugaskeið, en hefur þó verið umdeild-
ur. Skúli Helgason alþingismaður,
sem leiddi vinnu undirnefndarinnar,
segir fulla ástæðu til þess að endur-
skoða lög um íslenskan ríkisborgara-
rétt í heild sinni.
„Sjálfum finnst mér þetta fyrir-
komulag, að Alþingi veiti undanþág-
ur sem þessar, vera sérkennilegt.
Lög um íslenskan ríkisborgara-
rétt eru orðin sextíu ára gömul og
þó þeim hafi verið breytt í gegn-
um tíðina finnst mér kominn tími á
heildar endurskoðun. Ég teldi eðli-
legt að þau yrðu skoðuð í samhengi
við þau skilyrði sem þarf að uppfylla
til að hljóta hér dvalar- og búsetu-
leyfi. Eftir lagfæringar á lögunum
verði það einungis í undantekningar-
tilfellum sem menn fái undanþágur
frá Alþingi.“
Skúli óskar nýju Íslendingunum
velfarnaðar og hvetur þá sem ekki
komust að í þetta sinn til að reyna
aftur síðar.
thorgils@frettabladid.is
Alþingi hefur veitt
242 ríkisborgararétt
Tvisvar á ári veitir Alþingi einstaklingum undanþágu til ríkisborgararéttar. 39
fengu sitt í gegn fyrir jólafrí, en alls hafa 242 fengið ríkisborgararétt með þeim
hætti á þessu kjörtímabili. Alþingismaður vill breyta þessu fyrirkomulagi.
Fjölmennasti hópur þeirra sem hafa fengið ríkisborgararétt í gegnum
lög frá Alþingi á þessu kjörtímabili er fæddur í Kólumbíu, alls 28 ein-
staklingar, og kom hingað til lands sem flóttamenn á árunum 2005
og 2007. Alls komu 60 kólumbískir flóttamenn til landsins á árunum
2005 til 2010.
Skúli segir þennan hóp hafa komið sér vel fyrir hér á landi og
óskar þeim velfarnaðar.
„Þeim hefur gengið vel og þau hafa staðið sig vel í okkar samfé-
lagi. Þau fengu góð meðmæli og margt sem mælti með því að þau
yrðu boðin velkomin með þessum hætti.“
Kólumbíumönnum hefur gengið vel
LÖGREGLUMÁL Gæsluvarðhald
yfir þremur mönnum sem grun-
aðir eru um að eiga aðild að fjölda
innbrota og þjófnaða úr versl-
unum á höfuðborgarsvæðinu
og á Akureyri rennur út í dag.
Málið er enn í rannsókn hjá lög-
reglunni sem mun taka ákvörð-
un um framlengingu á varðhald-
inu í dag. Mennirnir hafa setið í
gæsluvarðhaldi frá 20. desember.
Mennirnir voru handteknir á
Vesturlandsvegi að kvöldi 17. des-
ember síðastliðins en þeir voru á
leið til borgarinnar frá Akureyri.
Nokkrum klukkutímum áður
hafði verið tilkynnt um innbrot
í tvö hús á Akureyri og bankað
upp á í að minnsta kosti tveimur
húsum til viðbótar.
Þrír meintir þjófar í haldi:
Gæsluvarðhald
rennur út í dag
LÖGREGLUFRÉTTIR
Rifust yfir tölvuleik
Lögregla var kölluð til í liðinni viku
vegna mikilla láta frá íbúð á Akranesi
og var talið að þar væri um heimilis-
erjur að ræða. Svo reyndist ekki vera
heldur höfðu húsráðandi og vinur hans
verið að rífast yfir tölvuleik sem þeir
voru að spila.
STJÓRNSÝSLA
Ráðin forstöðumaður
Minjastofnunar Íslands
Mennta- og menningarmálaráðherra
hefur skipað Kristínu Huld Sigurðar-
dóttur forstöðumann Minjastofnunar
Íslands til fimm ára. Frá því segir á vef
ráðuneytisins. Kristín Huld hefur gegnt
starfi forstöðumanns Fornleifaverndar
ríkisins frá upphafi stofnunarinnar árið
2001 og er með doktorspróf í forn-
leifafræði.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Sveiflaði hníf og golfkylfu
Lögregla handtók í fyrrakvöld mann
sem hafði veist að kærustu sinni í
Hraunbæ í Reykjavík, veitt henni
áverka og hótað henni með golfkylfu
og hníf.
Slasaðist þegar feiti slettist
Starfsmaður hótels í austurborginni
var fluttur á slysadeild á mánudags-
kvöld eftir að djúpsteikingarfeiti slettist
á hann. Hann hafði misst gashylki úr
rjómasprautu í pottinn og tókst ekki
að tæma feitina úr pottinum áður en
hylkið sprakk.
Fíkniefnasali handtekinn
Tæplega tvítugur karlmaður var hand-
tekinn á Suðurnesjum í fyrrakvöld
vegna gruns um sölu fíkniefna og að
hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Tals-
vert af dópi fannst á heimili mannsins.
NÝIR ÍSLENDINGAR KOMA VÍÐA AÐ
Norður-
Ameríka
19
Mið- & Suður-
Ameríka
48
ESB/EES
27 Asía/Eyjaálfa
57
Afríka
21
Ísland
14
Evrópa utan ESB
56
Kó
lu
m
bí
a
Ba
nd
ar
ík
in
Fi
lip
ps
ey
ja
r
Se
rb
ía
Pó
lla
nd
Ís
la
nd
Rú
ss
la
nd
Kó
só
vó
Ta
íla
nd
Ví
et
na
m
Íra
n
Ú
kr
aí
na
➜ Flestir koma
frá Kólumbíu
Á þessu kjörtímabili, frá hausti 2009, hefur
Alþingi veitt 242 einstaklingum frá 60 löndum
ríkisborgararétt með lögum.
GRAFÍK/KLARA
28
16 16
15 15
14
12
11
9 9
8
7
Lög um íslenskan
ríkisborgara rétt eru orðin
sextíu ára gömul og þó þeim
hafi verið breytt í gegnum
tíðina finnst mér kominn tími
á heildar endurskoðun.
Skúli Helgason
alþingismaður
GRÆNLAND Heimastjórnin í
Grænlandi hefur ákveðið að leyfa
veiðar á 221 hval á þessu ári, þar
af 190 hrefnum, nítján langreyð-
um, tíu hnúfubökum og tveimur
norðhvölum. Þetta er tíu hvölum
meira en á síðasta ári og gengur
gegn ákvörðun Alþjóðahvalveiði-
ráðsins frá því í sumar. Frá þessu
segir í dönskum miðlum.
Meirihluti ráðsins hafnaði til-
lögu Grænlands um kvótaaukn-
ingu, meðal annars þar sem
hvalkjöt er selt í verslunum og
veitingahúsum þar í landi, og því
ekki lengur um að ræða veiðar til
sjálfsþurftar. Ekki náðist sam-
komulag og Grænlendingar hafa
því ákvarðað kvótann einhliða.
- þj
Hunsa hvalveiðiráðið:
Grænlendingar
veiða 221 hval
1. Hver er nýr forsætisráðherra Japan?
2. Hvað voru margir Íslendingar
sæmdir fálkaorðunni á nýársdag?
3. Hvaðan er fyrsta barn ársins sem
fæddist um hálf sex aðfaranótt nýárs-
dags?
SVÖR:
1. Shinzo Abe 2. Tíu 3. Frá Hvolsvelli.
VEISTU SVARIÐ?