Fréttablaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 18
3. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA PÁLSDÓTTIR lést á Dvalarheimilinu Grund 24. desember síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Neskirkju í dag, fimmtudaginn 3. janúar kl. 13.00. Einar Þór Guðmundsson Sigríður Hellen Sveinsdóttir Allan Møller Hjördís Erla Sveinsdóttir Alexander Eyjólfsson Páll Baldvin Sveinsson Anna Lísa Þorbergsd. Geir Grétar Sveinsson barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir minn og frændi okkar, TRYGGVI SIGURÐSSON Fagurhólsmýri, verður jarðsunginn frá Hofskirkju í Öræfum laugardaginn 5. janúar kl. 14.00. Nanna Sigurðardóttir Sigríður, Helga og Halldóra Oddsdætur og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA GÍSLADÓTTIR Skúlagötu 40b, Reykjavík, lést að Droplaugarstöðum 1. janúar 2013. Ólafur Guðjónsson Gísli Ólafsson Elísabeth Solveig Pétursdóttir Viðar Ólafsson Birna Björnsdóttir Þórunn Ólafsdóttir Sveinn Ingi Ólafsson Gyða Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra móðir og tengdamóðir, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Lagarási 12, Egilsstöðum, lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands þann 22. desember síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 5. janúar næstkomandi kl. 11.00. Fyrir hönd vandamanna, Gyða Vigfúsdóttir og Sigurjón Bjarnason. Ástkær pabbi okkar, sonur, bróðir, afi, tengdafaðir og vinur, SIGURÐUR ÞORSTEINN BIRGISSON Neskaupstað, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum 26. desember. Við söknum þín. Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju fimmtudaginn 3. janúar klukkan 14.00. Tore, Steinar og Elín Sigurðarbörn Guðríður Elísa Jóhannsdóttir og Birgir Sigurðsson Karl Jóhann Birgisson María Guðjónsdóttir Helena Lind Birgisdóttir Vilhelm Daði Kristjánsson Pétur Hafsteinn Birgisson Sigurborg Kjartansdóttir Trym Birgisson Inger Helene Korbi Berit Jenssen Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STURLA JÓNSSON Tungusíðu 14, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 18. desember. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 4. janúar kl. 13.30. Anna Soffía Þorsteinsdóttir Drífa Björk Sturludóttir Steingrímur Benediktsson Atli Þór Sturluson Júlíanna Þöll og Benedikt Sturla Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, HELGA HÁKONARDÓTTIR Hólsvegi 17, sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 20. desember, verður jarðsungin 4. janúar klukkan 11.00 frá Fossvogskirkju. Bergþór Magnússon Magnús Eðvarð Guðleifsson Guðbjörg Guðmundsdóttir Bergþór Helgi Bergþórsson Gyða Sigurbjörg Steinarsdóttir Bergsteinn Bergþórsson Vilborg Helga Bergþórsdóttir Katrín Ósk Magnúsdóttir Brynjar Þór Magnússon Elísabet Jenný Bergþórsdóttir Kristófer Þorri Magnússon Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN GUÐMUNDSSON Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimlinu Sóltúni aðfaranótt 30. desember. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 3. janúar, kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Ragnheiður Hjálmtýsdóttir Hjálmar Þór Kristjánsson Lydía Rafnsdóttir Guðmundur Kristjánsson Sigurrós Kristjánsdóttir Ingvar J. Baldursson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN LILJA BERGÞÓRSDÓTTIR Suðurbraut 2, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítala laugardaginn 22. desember 2012. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, föstudaginn 4. janúar 2013, kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnardeildina Hraunprýði. Marel Eðvaldsson Gréta Húnfjörð Sigurðardóttir Örn Marelsson Ingibjörg Marelsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Minningarathöfn um SIGMAR BENT HAUKSSON verður í Hallgrímskirkju föstudaginn 4. janúar og hefst klukkan 15.00. Jarðsett verður í Staðardal í Steingrímsfirði 5. janúar. Haukur Bent Sigmarsson Anna Jónsdóttir Guðjón Bent Sigmarsson Malin Sköldstrand Guðrún Björk Hauksdóttir Rúnar Bachmann Jón Víðir Hauksson Brynhildur Barðadóttir Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, dóttir og systir, INGUNN JÓNSDÓTTIR Þinghólsbraut 20, Kópavogi, frá Sólvangi í Fnjóskadal, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 4. janúar klukkan 13.00. Magnús Skúlason Hlynur Magnússon Skúli Magnússon Guðrún Katrín Oddsdóttir Ásdís Stefánsdóttir og systkini. Elsku mamma, tengdamamma og amma okkar, GUÐRÚN G. JOHNSON Efstaleiti 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi 31. desember. Útför hennar verður auglýst síðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. Elskulegi eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HANNES KRISTMUNDSSON garðyrkjubóndi Borgarheiði 13h, Hveragerði lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 25. desember. Hann verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 5. janúar kl. 14.00. Sigurbjörg Gísladóttir Kristmundur Stefán Hannesson Sigurður Elí Hannesson Helena Sif Ericson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, GUÐRÚN SAMÚELSDÓTTIR Borgarbraut 52, Borgarnesi, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 29. desember. Hún verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 5. janúar kl. 15.00. Halldór Sigurðsson Guðmundur Skúli Halldórsson Samúel Halldórsson Guðbjörg Halldórsdóttir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, varði doktors- ritgerð sína í uppeldis- og menntunar- fræðum við Háskóla Íslands 14. des- ember. Ritgerð Kolbrúnar nefnist Care, learning and leisure. The organisational identity of after-school centres for six to nine year old children in Reykjavík, eða Umhyggja, nám og tómstundir: Hlutverk og staða frístundaheimila fyrir sex til níu ára börn í Reykjavík. Helstu niðurstöður rannsóknar- innar voru þrískiptar: (a) Staða frí- stundaheimila innan kerfisins var veik, meðal annars þar sem engin sérstök lög gilda um starfsemina. (b) Fag vitund frístundaleiðbeinenda var almennt óljós. Meirihluti starfsmanna hafði ekki sérhæfða menntun og réði sig til skamms tíma. Hins vegar báru verkefnastjórar frístundaheimilanna megin ábyrgð á starfinu. (c) Frístunda- heimilin sköpuðu börnum tækifæri til leiks og félagslegrar þátttöku í fjöl- breyttu starfi eftir að skóla lauk. Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir fædd- ist 22. maí 1971 í Leuven í Belgíu. Foreldrar hennar eru Auður Birgis- dóttir og Páll Skúlason, prófessor í heimspeki. Hún lauk BA-prófi í heimspeki haustið 1996 frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í uppeldis- og menntunarfræði vorið 2001 frá sama skóla. Hún hefur starfað við kennslu við Menntavísindasvið HÍ samhliða doktors námi. Kolbrún er gift Róberti H. Haralds- syni, prófessor við Háskóla Íslands, og börn þeirra eru Ragnhildur, Kolbrún Brynja og Páll Kári. Að auki á Kolbrún tvær dætur, Sunnu Ösp og Sóleyju Auði. Varði doktorsritgerð um frístundaheimili Kolbrún Þ. Pálsdóttir varði doktorsritgerð sína í uppeldis- og menntunarfræðum. VARÐI DOKTORSRITGERÐ Kolbrún Þ. Pálsdóttir varði doktorsritgerð sína í hátíðasal Háskóla Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.