Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.01.2013, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 03.01.2013, Qupperneq 34
3. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 26 BAKÞANKAR Björns Þórs Sigbjörnssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA MYNDASÖGUR LÁRÉTT 2. berjast, 6. íþróttafélag, 8. efni, 9. farvegur, 11. tveir eins, 12. kappsemi, 14. teygjudýr, 16. pípa, 17. að, 18. fálm, 20. mun, 21. handa. LÓÐRÉTT 1. listi, 3. tveir eins, 4. asfalt, 5. drulla, 7. röndóttur, 10. er, 13. ílát, 15. síll, 16. þjálfa, 19. 2000. LAUSN LÁRÉTT: 2. etja, 6. kr, 8. tau, 9. rás, 11. rr, 12. ákefð, 14. amaba, 16. æð, 17. til, 18. fum, 20. ku, 21. arma. LÓÐRÉTT: 1. skrá, 3. tt, 4. jarðbik, 5. aur, 7. rákaður, 10. sem, 13. fat, 15. alur, 16. æfa, 19. mm. PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Sérðu eitthvað spennandi á listanum? Jáááá....númer sjö er dálítið freistandi! Ztart me up! Smá geirvörtustuð, ha? Framúrskar- andi val! Ókei, stingdu í samband! Númer sjö er ansi vinsælt, en það þorir nú enginn að taka það tvisvar! Palli, gætirðu... Ekki núna, ég er upptekinn. Mamma er með þetta stranga augnaráð sem hún nær nánast full- komlega. Þau gerast ekki mikið strangari. Þú getur kennt sjálfum þér um, ég var alltaf að seg ja þér að klóra þér ekki. Finnst þér að ég ætti að fara í klippingu? Hvað er að hárinu eins og það er? Það er ekkert að því. Ég vil bara vita hvort þér finnist að ég eigi að breyta um klippingu. Ég veit ekki! Hvað finnst þér? Mér finnst að þú eigir að seg ja já, til að ég geti kennt þér um ef mér mislíkar klippingin. Gleðilegt ár. Þessa góðu kveðju fær maður hvar sem maður kemur þessa dagana og sendir hana auðvitað á móti. Allir óska öllum gleðilegs árs. EN hvað býr að baki? Eða öllu heldur; býr eitthvað að baki? Er þetta eitthvað sem við segjum af því að okkur finnst það tilheyra og af því að allir aðrir segja þetta eða meinum við eitthvað með þess- um tveimur sakleysislegu orðum? Felst í þeim að við vonum heitt og innilega að árið verði gleðilegt fyrir viðkomandi; að þeir njóti hamingju og velgengni? Ja, hlýtur það ekki að vera? HLJÓTI svo að vera, teljum við þá að sú hamingja og sú vel- gengni sem við óskum að fólk njóti sé algjörlega undir því sjálfu komið? Finnst okkur máski að hún eigi að koma af himnum ofan? Eða ætlum við að leggja eitthvað af mörkum svo aðrir njóti raun- verulega hamingju og vel- gengni? Ja, nú kann málið að vandast. SJÁLFSAGT væri einfaldast ef hver og einn gæti verið sjálfum sér nægur í þessum efnum. Verið sinnar gæfu smiður. En þannig er það ekki. Og lukku- pottarnir eru ekki við hvert fótmál. Þess vegna verður hugur að fylgja máli þegar við óskum fólki gleðilegs árs. Ef við virkilega meinum það sem við segj- um þá verðum við að leggja okkur fram um að árið verði öðrum gleðilegt. Þetta á auðvitað líka við um hina hversdags- legu kveðju: Góðan dag. Hún getur ekki bara falið í sér ósk eða von. Við verðum að koma fram og hegða okkur með þeim hætti að dagurinn geti orðið sem bestur fyrir viðkomandi. ÞEGAR á reynir er samkennd Íslend- inga mikil. Það sanna dæmin. En það ætti ekki að þurfa slys til eða virki- lega erfiðar aðstæður svo að við rétt- um öðrum hjálparhönd eða sýnum af okkur mennsku. Af litlu tilefni eða öngvu getum við lagt hvert öðru lið með ýmsum, og oft einföldum, hætti og þann- ig stuðlað að betri líðan annarra og þar með betra samfélagi. Stundum þarf bara bros. GLEÐILEGT ÁR. Vangaveltur um áramót

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.