Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.01.2013, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 03.01.2013, Qupperneq 36
3. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 28 DANS ★★★ ★★ Já, elskan Höfundur: Steinunn Ketilsdóttir. Flytjendur: Árni Pétur Guðjónsson, Aðalheiður Halldórsdóttir, Berglind Pétursdóttir, Hannes Þór Egilsson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Magnús Guðmundsson og Snædís Lilja Ingadóttir. KASSINN, ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Í verkinu Já, elskan eftir Steinunni Ketils- dóttur eru samskipti innan fjölskyldna krufin til mergjar, eða eins og segir í kynn- ingarefni: „Hvað heldur fjölskyldum saman? Hvað sundrar þeim? Hvernig aðlögum við okkur í samskiptum við ástvini – og hver eru þolmörk okkar?“ Í verkinu fylgjast áhorf- endur með fjölskyldu þar sem skiptast á skin og skúrir hvað samskipti varðar. Reynt er að halda fágaðri mynd út á við og samstöðu innan hópsins en óleyst mál skjóta upp koll- inum og valda streitu og spennu á milli ein- staklinga. Steinunni tekst að skapa sannfærandi persónur og senur sem áhorfendur þekkja. Það truflaði þó persónusköpunina hversu aldursbil flytjendanna var lítið, með einni undantekningu. Í fjölskyldum má finna bæði unga sem aldna en í dansheiminum finnast einungis ungir einstaklingar því einhverra hluta vegna fara dansarar ekki upp á svið eftir fertugt þó svo að færni í og vald yfir hreyfingum hverfi ekki með aldrinum held- ur aðeins getan til ofurtækni. Uppbygging og framvinda verksins var góð og spennandi var að sjá hvað kæmi næst. Danssmíðin var haganlega gerð en verkið bjó yfir fallegum sjónrænum mynd- um á sama tíma og það vakti upp tilfinn- ingar hjá áhorfandanum. Sena þar sem Aðalheiður Halldórsdóttir reyndi að ná til Árna Péturs Guðjónssonar en tókst aldrei almennilega var sérstaklega sterk. Þar tókst að virkja alla dansarana í mjög vel kóreó- graferuðu atriði þar sem athyglispunkturinn var greinilega á einum stað en margt annað var um að vera sem skapaði dýpt og fyllingu. Öll umgjörð sýningarinnar var flott, bún- ingar og ekki síst leikmynd pössuðu vel við þemað og tónlist og lýsing féllu vel að því sem var að gerast á sviðinu. Allt kynningar- efni sýningarinnar var líka til mikillar fyrir myndar og plakatið með því flottasta. Frammistaða flytjendanna var með ágæt- um en það hefði mátt reyna meira á þá. Hóp- atriðin þar sem dansararnir héldust í hendur og sköpuðu eins konar fléttu voru heldur ekki hnökralaus. Árni Pétur sýndi styrk í karaktersköpun en vantaði þessa nákvæmni í hreyfingum sem einkennir þjálfaða dans- ara. Tjáningarríkar hreyfingar Aðalheiðar komu sögu hennar vel til skila auk þess sem hún söng eins og engill. Lovísa Ósk Gunn- arsdóttir var góð og Snædís Lilja Ingadótt- ir átti góða spretti. Það sama má segja um Berglindi Pétursdóttir en hún hvarf líka inni á milli, sem hafði þó einnig að gera með kar- akterinn hennar. Lokadúett Hannesar Þórs Egilssonar og Snædísar Lilju var mjög fal- legur og gaf hreyfingu í verkið. Hannes og Magnús Guðmundsson fengu lítið andrými sem einstaklingar en styrktu heildina vel. Endirinn var veiki hlekkurinn í verkinu. Allar senur verksins höfðu fengið góðan tíma til að byggjast upp og lifa nema hann og því datt botninn úr annars góðu verki þegar ljósin slokknuðu og áhorfendur sátu óvissir í myrkrinu undir lokatónum hljóðmyndarinn- ar. Sesselja G. Magnúsdóttir NIÐURSTAÐA: Já, elskan er skýrt og flott verk en það hefði mátt reyna meira á flytjendurna til að ná aukinni dýpt og styrk. Samstaða og sundrung TÓNLEIKAR ★★★ ★★ Jólaóratóría Bachs, fyrri hluti Alþjóðlega barokksveitin í Haag ásamt Mótettukór Hallgrímskirkju og einsöngvurum. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. ELDBORGARSALUR HÖRPU, 29. DESEMBER Barokktónlistin er aldrei vinsælli en um jólin. Hún er hátíðleg en samt lifandi og það hæfir þessum árs- tíma einstaklega vel. Gróflega séð er barokktónlistin sú sem var samin í Evrópu á tímabilinu 1600 til 1750. Hljóðfærin sem þá var leikið á eru ekki alveg þau sömu og í dag. Þver- flauta var jú þverflauta en hún var úr tré, ekki málmi. Fiðlustrengirn- ir voru úr girni, trompetarnir ekki með takka og þar fram eftir götun- um. Hljómur barokkhljómsveitar er því talsvert frábrugðinn þeim sem nútíma sinfóníuhljómsveit gefur frá sér. Hann er léttari og gegnsærri. Það er sjarmi yfir honum sem nútímalegri hljómsveit nær ekki að framkalla. Alþjóðlega barokksveitin í Haag hefur oft leikið í Hallgrímskirkju með prýðilegum árangri. Meðlimir hennar spila á eftirlíkingar gamalla hljóðfæra. Hörður Áskelsson hefur þá (ég held undantekningarlaust) stjórnað sveitinni. Hann þekkir auð- vitað hljómburðinn í kirkjunni út í ystu æsar. Hann veit hvað virkar og hvað ekki. Að þessu sinni var barokksveitin í Eldborginni í Hörpu. Á efnisskránni var fyrri hluti Jólaóratóríu Bachs. Síðari hlutinn var fluttur daginn eftir. Mótettukór Hallgrímskirkju söng með hljómsveitinni, auk nokkr- urra einsöngvara. Það var eitthvað skrýtið við sambandið á milli ólíkra hljóðfærahópa og á milli kórsins og hljómsveitarinnar í heild. Jafnvæg- ið vantaði. Hinn mildi hljómur bar- okk-tréblásturshljóðfæranna var nokkuð ógreinilegur þar sem ég sat. Það var fremst á neðstu svölum. Strengjaleikurinn var hins vegar skýr en hann drekkti tréblásurun- um. Útkoman var fremur einhæf og litlaus. Hér hefðu nútímahljóðfæri komið betur út. Barokktrompetarnir hljóm- uðu ekki heldur vel. Af ákveðnum tækniástæðum er ekki hægt að ætl- ast til að hljómurinn úr þeim sé jafn tær og nákvæmur og úr nútíma- trompet. En fyrr má nú rota en dauðrota. Feilnóturnar voru óþægi- lega áberandi og skemmdu heildar- áhrifin. Á móti kom að kórinn söng fal- lega, af tæknilegu öryggi og af við- eigandi tilfinningu. Kórhljómurinn var mun þéttari og flottari en það sem heyrðist frá hljómsveitinni. Munurinn var reyndar allt of mik- ill. Sambandið þar á milli var ekki sannfærandi. Einsöngvararnir stóðu sig samt ágætlega. Tenórinn Benedikt Krist- jánsson er vaxandi söngvari, með fagra rödd sem passar vel svona tónlist. Hann var hins vegar dálít- ið hæverskur, það hefði mátt vera meira skap í túlkuninni. Kontraten- órinn Daniel Cabena var góður, sér- staklega á efra raddsviðinu. Sömu- leiðis var bassinn Stephan MacLeod tilkomumikill, og skær söngur Her- dísar Önnu Jónasdóttur var hríf- andi. En almennt talað voru þetta fremur langdregnir tónleikar; ég saknaði þess að vera ekki í Hall- grímskirkju. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Margt gott en líka margt síðra, og heildarhljómurinn var einkennilegur. Góður kór, síðri hljómsveit MÓTETTUKÓRINN Barokktrompetarnir komu ekki nógu vel út að mati gagnrýnanda en kórinn söng fallega og af tæknilegu öryggi. JÁ, ELSKAN Danssmíðin var haganlega gerð en verkið bjó yfir fallegum sjón- rænum myndum á sama tíma og það vakti upp tilfinningar hjá áhorfandanum, segir í dómi. MYND/MARINÓ THORLACIUS *S am kv æ m t p re nt m ið la kö nn un C ap ac en t G al lu p jú lí- se pt . 2 01 1 FRÉTTABLAÐINU Það er hvergi betri staður fyrir fjölpóst en inni í Frétta- blaðinu því það tryggir að auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað. Meira en 80% íbúa höfuðborgarsvæðisins lesa Fréttablaðið daglega. Kannaðu dreifileiðir í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi orn@365.is Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! HAFÐU ÞAÐ NOTALEGT Í MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Það er hvergi betri staður fyrir fjölpóst en in i í Frétta- blaðinu því það tryggir auglýsi gaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.