Fréttablaðið - 03.01.2013, Side 39
FIMMTUDAGUR 3. janúar 2013 | MENNING | 31
Leikarinn Bradley Cooper ku
hafa farið niður á hnén yfir
hátíðirnar og beðið kærustu
sinnar, leikkonunnar Zoe Sald-
ana. Parið fann ástina á nýjan
leik fyrir nokkrum mánuðum
síðan eftir stutt gaman í byrjun
síðasta árs.
Samkvæmt heimildum blaðs-
ins Enquirer er Cooper mikið í
mun að láta Saldana ekki sleppa
í þetta sinn og er því loksins til-
búinn að festa ráð sitt.
Kærustuparið hittist fyrst við
tökur á rómantísku dramamynd-
inni The Words. Þau voru saman
í um þrjá mánuði áður en upp úr
slitnaði, meðal annars vegna
sambandsfælni Cooper. Hann
á að baki sambönd við leikkon-
urnar Renée Zellweger, Jennifer
Lopez og Jennifer Aniston.
Parið mun hafa sagt vinum
sínum að búa sig undir vorbrúð-
kaup á nýju ári í heimabæ Coo-
pers, Fíladelfíu.
Brúðkaup á nýju ári?
Leikararnir Bradley Cooper og Zoe Saldana hafa fundið ástina á ný.
ÁSTIN BLÓMSTRAR Bradley Cooper
og Zoe Saldana eru ekki bara byrjuð
saman á ný heldur ku leikarinn hafa
farið niður á hnén yfir hátíðarnar.
NORDICPHOTOS/GETTY
Leikkonan Anne Hathaway segist
ekki vera eins svöl og Rihanna.
Þetta kemur fram í viðtali við
bresku útgáfu Harper’s Bazaar.
„Ég er ekki Rihanna, ég er ekki
svöl. Þegar fólk kemur að máli
við mig úti á götu biður það oftast
um faðmlag í stað ljósmyndar. Ég
er talin vera góða stelpan, ímynd
sem ég samsamaði mig aldrei. Ég
er eins og vanillubragð, mjög við-
kunnanleg en ekki sérlega áhuga-
verð. Ég er ekki hörkutól og ekki
kynþokkafull,“ sagði leikkonan,
sem hefur hlotið mikið lof fyrir
leik sinn í söngvamyndinni Les
Miserables.
Ekki svöl eins
og Rihanna
EKKI ÁHUGAVERÐ Anne Hathaway
segir fólk ekki telja hana áhugaverða
persónu. NORDICPHOTOS/GETTY
Poppstjarnan Britney Spears
vinnur nú að nýrri hljómplötu
samkvæmt Twitter-síðu hennar.
Þar tjáði hún aðdáendum að hún
væri að vinna í næstu plötu sinni,
einbeita sér að tónlistinni og að
hún væri í samstarfi við nýja
upptökustjóra sem veittu henni
innblástur.
Væntanlega platan verður átt-
unda breiðskífa Britney en síðast
gaf hún út plötuna Femme Fatale
árið 2011. Hún fór beint í fyrsta
sæti Billboard-listans. Með því
komst Britney í þriðja sæti þeirra
kvenkyns listamanna sem hafa
átt flestar plötur í fyrsta sæti
vinsældalistans.
Britney vinnur
að nýrri plötu
BRITNEY Poppgoðið Britney Spears
einbeitir sér nú að tónlistinni.
NORDICPHOTOS/GETTY
Leikkonan Claire Danes fæddi
son á dögunum, en þetta er fyrsta
barn hennar. Sonurinn kom
nokkuð fyrir tímann, en ekki var
búist við honum fyrr en á nýju
ári. Danes og eiginmaður hennar,
Hugh Dancy, eru í skýjunum með
soninn, sem hefur fengið nafnið
Cyrus Michael Christopher.
Danes hefur farið á kostum og
rakað til sín verðlaunum fyrir
hlutverk sitt í spennuþáttunum
Homeland, en hún og Dancy
gerðu óléttuna opinbera í sumar.
Danes mun ekki taka sér langt
fæðingarorlof, þar sem tökur á
þriðju Homeland-seríunni hefjast
á nýju ári.
Orðin móðir
NÝBÖKUÐ MÓÐIR Leikkonan Claire
Danes eignaðist son í vikunni.
NORDICPHOTOS/GETTY