Fréttablaðið - 03.01.2013, Qupperneq 42
Næstu þrír á eftir Guðjóni Val Sigurðssyni á hundrað marka listanum
eru allir örvhentir, skytturnar Kristján og Ólafur auk hornamannsins
Valdimars. Þeir sem á eftir koma eru hins vegar allir rétthentir. Róbert,
Snorri Steinn og Aron eru þeir einu sem enn spila með landsliðinu.
FLEST HUNDRAÐ MARKA ÁR
MEÐ ÍSLENSKA LANDSLIÐINU Í HANDBOLTA
1 ÁR 1 ÁR 1 ÁR 1 ÁR
5 ÁR
3 ÁR
2 ÁR 2 ÁR 2 ÁR 2 ÁR
1 ÁR
HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðs-
son átti frábært ár með íslenska
handboltalandsliðinu en lands-
liðsfyrirliðinn var aðeins þrem-
ur mörkum frá því að jafna eigið
markamet og bara fjórum mörkum
frá því að brjóta 200 marka múr-
inn. Guðjón Valur setti nýtt lands-
liðsmet með því að brjóta hundrað
marka múrinn í sjöunda sinn. Guð-
jón Valur átti gamla metið með
Ólafi Stefánssyni en báðir brutu
þeir hundrað marka múrinn í sjötta
sinn árið 2008. Það hefur verið
hægt að treysta á framlög vinstri
hornamannsins hjá íslenska lands-
liðinu og það er má að segja að nýja
metið hans sýni það svart á hvítu.
7 mörk að meðaltali í leik
Guðjón Valur spilaði 28 landsleiki
á árinu 2012 og skoraði í þeim 196
mörk eða 7 mörk að meðaltali í
leik. Guðjón Valur skoraði 81 marki
meira en næsti maður sem var
Aron Pálmarsson með 115 mörk.
Guðjón Valur braut hundrað
marka múrinn í fyrsta sinn árið
2003 og skoraði síðan yfir hundr-
að mörk sex ár í röð eða til ársins
2008. Íslenska liðið spilaði færri
leiki næstu ár á eftir og Guðjón var
17 mörkum frá því að ná hundr-
aðasta markinu í fyrra.
Guðjón Valur átti marga flotta
landsleiki á nýliðnu ári. Guðjón
Valur skoraði tíu mörk eða fleiri
í fimm leikjum og í 19 leikjanna
skoraði hann sjö mörk eða fleiri.
Hann skoraði mest 13 mörk í einum
leik en það var í sigri á Pólverjum
í fyrsta leik ársins. Guðjón byrjaði
árið á því að skora 24 mörk í tveim-
ur fyrstu leikjunum og endaði það
síðan á því að skora sjö mörk eða
meira í sex síðustu landsleikjunum.
199 mörk árið 2008
Guðjón Valur á sjálfur markamet-
ið á einu tímabili en hann skoraði
199 landsliðsmörk í 35 leikjum
árið 2008. Þá líkt og nú voru tvö
stórmót á árinu en Guðjón skoraði
samtals 85 mörk í 12 leikjum á
EM í Serbíu og Ólympíuleikunum
í London. Árið 2008 var Guðjón
með 77 mörk í 14 leikjum á EM
í Noregi og Ólympíuleikunum í
Peking.
Guðjón Valur er orðinn 33 ára
gamall og aðeins einn eldri lands-
liðsmaður (Ólafur Stefánsson 34
ára 2007 og 35 ára 2008) hefur náð
því að komast yfir hundrað marka
múrinn. Guðjón Valur stakk sér í
ár upp fyrir Valdimar Grímsson
sem var 32 ára
gamall þegar hann
skoraði 107 mörk með landsliðinu
árið 1997.
1400 mörk fyrir landsliðið
Guðjón Valur er alls búinn að
skora 1.400 mörk með íslenska
landsliðinu og er nú 171 marki
á eftir Ólafi Stefánssyni sem á
markametið. Það má búast við
því að Guðjón Valur geri atlögu
að metinu á næstu árum nú
þegar lítur út fyrir að Ólafur
sé búinn að spila sinn síðasta
landsleik. ooj@frettabladid.is
SPORT 3. janúar 2013 FIMMTUDAGUR
FYRIRLIÐINN Guðjón Valur
leiðir íslenska landsliðið á
Heimsmeistaramótinu á
Spáni sem hefst 11. janúar.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
YFIR HUNDRAÐ MÖRK
Í SJÖUNDA SINN
Guðjón Valur Sigurðsson setti nýtt landsliðsmet á árinu 2012 þegar hann skoraði
196 mörk fyrir íslenska landsliðið og bætti þar með met sitt og Ólafs Stefánssonar.
Guðjón Valur skoraði 85 marka sinna á tveimur stórmótum íslenska landsliðsins.
FLEST LANDSLIÐSMÖRK
Á ÁRINU 2012
Guðjón Valur Sigurðsson 196
Aron Pálmarsson 115
Alexander Petersson 83
Róbert Gunnarsson 82
Ásgeir Örn Hallgrímsson 67
Arnór Atlason 67
Ólafur Stefánsson 65
Snorri Steinn Guðjónsson 61
Þórir Ólafsson 52
Vignir Svavarsson 42
Aron Pálmarsson bætti 28 ára gamalt met
Kristjáns Arasonar á síðasta ári þegar hann
varð yngsti landsliðsmaður Íslands til að
skora yfir hundrað mörk á einu landsliðs-
ári. Aron sló metið og komst yfir hundrað
marka múrinn í fyrsta sinn á ferlinum
með frábærri ellefu marka frammistöðu
í sigri á Hvít-Rússum í undankeppni EM
2014 í lok október. Aron skoraði alls 115
mörk á árinu í 26 landsleikjum sem gera
4,4 mörk að meðaltali í leik.
➜ Aron sá yngsti yfir hundrað mörkin
FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn
Kolbeinn Sigþórsson mun fara
með liði sínu Ajax í æfingaferð til
Brasilíu á sunnudaginn. Kolbeinn
hefur verið frá keppni síðan í ágúst
vegna axlarmeiðsla en tíðindin
benda til þess að hann sé allur að
koma til.
Liðsmenn Ajax verða í viku í Ríó
og mæta meðal annars Vasco da
Gama í æfingaleik. Næsti leikur Ajax
í hollensku deildinni er í Amsterdam
20. janúar gegn Feyenoord. - ktd
Kolbeinn á leið
til Brasilíu
Guðjón
Valur
Sigurðsson
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2012
2001
2002
2003
2004
2007
2008
1984
1986
1987
1988
1989
1992
1995
1997
1987
1988
1987
1988
2005
2008
2007
2008
1972 1984 1990 2008 2012
7 ÁR Ólafur
Stefánsson
Kristján
Arason
Valdimar
Grímsson
Alfreð
Gíslason
Þorgils
Óttar
Mathie sen
Róbert
Gunnars-
son
Snorri
Steinn
Guðjónsson
Geir Hall-
steins son
Atli
Hilmars-
son
Júlíus
Jónasson
Logi
Geirsson
Aron
Pálmars-
son
6 ÁR
FÓTBOLTI Liverpool vann sinn
annan sigur í röð og lyfti sér upp
í áttunda sæti ensku úrvalsdeild-
arinnar með 3-0 sigri á Sunder-
land. Luis Suarez skoraði tvö
mörk annan leikinn í röð og er
nú næstmarkahæstur í deildinni
með fimmtán mörk.
Arkitektinn að báðum mörk-
um Suarez var Steven Gerrard
sem nú hefur lagt upp átta mörk í
deildinni. Daniel Sturridge, sem gekk
í raðir Liverpool frá Chelsea í gær,
fylgdist með stjörnuframmistöðu
nýju liðsfélaganna úr stúkunni.
Rafael Benitez, stjóri Chelsea,
geymdi Juan Mata á bekknum á
heimavelli gegn QPR. Shaun Wright-
Phillips skoraði eina mark leiksins
gegn sínum gömlu félögunum tólf
mínútum fyrir leikslok. Chelsea situr
í fjórða sæti deildarinnar með 38
stig en QPR deilir botnsætinu með
Reading. Bæði lið hafa 13 stig.
Sýning hjá Suarez
Chelsea tapaði á heimavelli gegn botnliði QPR.
FRÁBÆR Úrúgvæinn hefur verið jafn-
besti leikmaður tímabilsins.
NORDICPHOTOS/GETTY