Fréttablaðið - 05.02.2013, Qupperneq 4
5. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4
Samkvæmt sjó-
mannalögum er þetta
bannað þannig að við
getum óskaplega lítið gert
í þessu.
Valmundur Valmundarson,
formaður Sjómannafélagsins Jötuns.
ATVINNUMÁL „Þegar kemur að
öryggi á sjó og í landi er klárt að
allir þurfa að vera allsgáðir,“ segir
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
framkvæmdastjóri Vinnslustöðv-
arinnar í Vestmannaeyjum. Ellefu
sjómönnum af þremur skuttogurum
fyrirtækisins var sagt upp störfum
eftir að þeir féllu á lyfjaprófi.
Sigurgeir segir að fyrir um
einu og hálfu ári hafa verið farið
í gegnum ýmis starfsmannamál
hjá Vinnslustöð-
inni, þar á meðal
mál tengd notk-
un fíkniefna. Ný
stefna hafi þá
verið mörkuð.
„Við gripum
til aðgerða í síð-
ustu viku og
um helgina sem
leiddu til þess
að við sögðum
upp starfsmönn-
um vegna brota á reglum um með-
ferð fíkniefna,“ upplýsir Sigurgeir.
Hann vill ekki segja nánar frá mál-
inu en staðfestir þó að mennirn-
ir hafi verið látnir undirgangast
fíkniefnapróf. „Þetta eru viðkvæm
málefni sem við ætlum ekki að tjá
okkur meira um.“
Samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins mega starfsmenn í öllum
öðrum deildum Vinnslustöðvarinn-
ar eiga von á því að verða sendir í
fíkniefnapróf. Meðal annars á eftir
að athuga áhafnir tveggja af alls sjö
skipum félagsins. Allir starfsmenn
hafa skrifað undir yfirlýsingu um
að fyrirtækinu sé heimilt að láta
gera slíka próf.
Bæði voru yfirmenn og undir-
menn í hópnum sem fékk reisu-
passann. Meðal þess sem mældist
voru ópíumefni, samkvæmt upp-
lýsingum Fréttablaðsins. Fimm
sjómannanna eru af Drangavík VE
og er það um helmingur áhafnar
þess skips. Síðan voru þrír af Jóni
Vídalín VE og þrír af Brynjólfi VE.
Nokkrir þessara manna leituðu til
Sjómannafélagsins Jötuns í gær til
að kanna rétt sinn í málinu.
„Samkvæmt sjómannalögum er
þetta bannað þannig að við getum
óskaplega lítið gert í þessu. Neysla
eiturlyfja er náttúrulega lögbrot
og mönnum var kynnt í sumar og í
haust að það stæði til að gera þessi
próf,“ segir Valmundur Valmund-
arson, formaður Jötuns, sem kveð-
ur Persónuvernd hafa gefið sína
heimild.
Sumir þeirra sem féllu á lyfja-
prófinu rengja niðurstöðuna. Að
sögn Valmundar fara sýnin því
öll að kröfu Jötuns til skoðunar á
rannsóknarstofu Háskóla Íslands.
„En þessi próf eiga að vera 99,99
prósent örugg,“ bendir formaður
Jötuns á. Hann kveðst sjálfur vera
gamall skipstjóri. „Ég myndi ekki
kæra mig um að hafa menn undir
áhrifum fíkniefna eða áfengis um
borð hjá mér.“ gar@frettabladid.is
Féllu á fíkniefnaprófi
og misstu skiprúmið
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum rak ellefu sjómenn sem féllu á fíkniefnaprófi.
Spurning um öryggi segir framkvæmdastjórinn. Gera á lyfjapróf á öllu starfsfólki
Vinnslustöðvarinnar sem áður hafði samþykkt að gangast undir slíkar rannsóknir.
Grænlendingar ganga til kosninga
1 GRÆNLAND Kuupik Kleist, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, hefur boðað til kosninga í Grænlandi þann 12. mars. Áður hafði verið sagt
að kosningar yrðu haldnar fyrir 2. júní.
Heimastjórnin vill gera alþjóðlegum fyrirtækjum kleift að stunda vinnslu
á auðlindum landsins en danska þingið á enn eftir að fjalla um lögin sem
heimila þetta og ákveða hvort þau verði samþykkt eða ekki. Í kosningunum
í mars mun nýr flokkur, Inúítaflokkurinn, bjóða fram, en flokkurinn vill halda
þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Morðingja bandarískrar konu leitað
2 TYRKLAND Bandarísk kona sem fannst myrt í Istanbúl í Tyrklandi um helgina lést vegna höfuðáverka. Konan, Sarai Sierra, átti flug frá Istanbúl
til New York þann 21. janúar en mætti ekki í flugið. Lík hennar fannst svo tólf
dögum síðar.
Lögreglan leitar enn að vísbendingum þar sem konan fannst með hjálp
hunda. Morðingjans er enn leitað. Um tólf manns hafa verið yfirheyrðir vegna
málsins en öllum nema þremur hafði verið sleppt í gær.
Mótmælandi lést af sárum sínum
3 EGYPTALAND Stjórnarandstæðingar í Eg-yptalandi segja að lögregla hafi pyntað einn
þeirra til dauða. Málið er nýjasta dæmið um
ætlað harðræði lögreglunnar gegn mótmælend-
um. Mohammed el-Gindy, 28 ára aðgerða sinni,
lést af sárum sínum á spítala í gærmorgun.
Hans var saknað eftir mótmæli þann 27. janúar
síðastliðinn á Frelsistorginu í Kaíró.
Fleiri en 60 hafa látist í mótmælunum sem
hófust 24. janúar, þegar tvö ár voru liðin frá
upphafi uppreisnarinnar gegn Hosni Mubarak.
231,8559
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
198,30 199,26
126,52 127,26
171,11 172,07
22,934 23,068
23,010 23,146
19,944 20,060
1,3549 1,3629
193,87 195,03
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
04.02.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is
og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
HALDIÐ TIL HAGA
Í Fréttablaðinu í laugardaginn kom fram að Skoda Octavia hafi verið mest seldi
fólksbíll hér á landi á síðasta ári og Toyota Yaris í öðru sæti. Þess ber að geta að
þegar sölutölur Toyota Yaris og Toyota Yaris Hybrid eru lagðar saman er Yaris í
efsta sæti með 522 selda bíla samanborið við 495 Skoda Octavia-bíla.
Loksins
fáanleg
á ný!
Veðurspá
Fimmtudagur
5 -10 m/s
KÓLNAR í veðri til morguns. Bjart og rólegt í fyrramálið um allt land en hvessir V-til
síðdegis með snjókomu þar annað kvöld. Frost að 12 stigum í innsveitum á morgun en
dregur úr frostinu fram á fimmtudag.
-1°
4
m/s
1°
6
m/s
0°
5
m/s
2°
10
m/s
Á morgun
Gengur í SA-3-13 m/s V-til síðdegis.
Gildistími korta er um hádegi
3°
0°
0°
-5°
-2°
Alicante
Basel
Berlín
19°
8°
4°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
2°
5°
5°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
2°
2°
21°
London
Mallorca
New York
6°
16°
1°
Orlando
Ósló
París
24°
1°
7°
San Francisco
Stokkhólmur
15°
1°
1°
5
m/s
3°
12
m/s
1°
6
m/s
2°
6
m/s
0°
6
m/s
1°
5
m/s
-4°
8
m/s
-2°
-3°
-2°
-4°
-3°
Snjólaug Ólafsdóttir
veðurfréttamaður
KÖNNUN Rúmur fjórðungur lands-
manna óttast um fjárhagslega
afkomu sína, samkvæmt niðurstöð-
um skoðanakönnunar Fréttablaðsins
og Stöðvar 2.
Alls sögðust 26,4 prósent óttast
mjög eða frekar mikið um fjárhags-
lega afkomu sína, en 64,4 prósent
mjög eða frekar lítið.
Konur óttast mun frekar um fjár-
hagslega afkomu sína en karlar. Alls
sögðust 29,4 prósent kvenna óttast
um afkomu sína, en 23,3 prósent
karla. Þá sögðust 27,5 prósent íbúa
landsbyggðarinnar óttast um fjár-
hagslega afkomu sína samanborið
við 25,9 prósent íbúa höfuðborgar-
svæðisins.
Nokkur munur er á afstöðu fólks
eftir því hvaða stjórnmálaflokk það
styður. Um 28,8 prósent stuðnings-
manna Sjálfstæðisflokksins óttast
um fjárhagslega afkomu sína og
25 prósent stuðningsmanna Fram-
sóknarflokks. Um 22 prósent þeirra
sem styðja Bjarta framtíð óttast um
eigin afkomu, 18,9 prósent Samfylk-
ingarfólks og 14,3 prósent stuðnings-
manna Vinstri grænna. Við fram-
kvæmd könnunar Fréttablaðsins og
Stöðvar 2 var hringt í 1.382 manns
þar til náðist í 800 manns samkvæmt
lagskiptu úrtaki. Hringt var mið-
vikudaginn 30. janúar og fimmtu-
daginn 31. janúar. Þátttakendur voru
valdir með slembi úrtaki úr þjóðskrá.
Svarendur skiptust jafnt eftir kyni
og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.
Spurt var: Óttast þú um fjárhags-
lega afkomu þína? Alls tóku 98,4 pró-
sent þeirra sem tóku þátt afstöðu til
spurningarinnar. - bj
Konur óttast mun frekar um fjárhagslega afkomu sína en karlar samkvæmt nýrri skoðanakönnun:
Fjórðungur óttast um fjárhagslega afkomu
DRANGAVÍK VE Um helmingur áhafnar skuttogarans Drangavíkur féll á fíkniefna-
prófi og var strax látinn taka pokann sinn. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
SIGURGEIR B.
KRISTGEIRSSON.
■ Mjög mikið ■ Frekar mikið
■ Hvorki mikið né lítið
■ Frekar lítið ■ Mjög lítið
HEIMILD: KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2
DAGANA 30. OG 31. JANÚAR 2013
Óttast þú um
fjárhagslega
afkomu þína?
16,6%
9,0%15,6%
49,0%
9,8%
HEIMURINN
1
2
3