Fréttablaðið - 05.02.2013, Side 12
5. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | ASKÝRING | 12
ÍSLENSKUKENNSLA INNFLYTJENDA
„Íslenskan er lykillinn að samfé-
laginu og það er mikilvægt hlut-
verk bæði námskeiðshaldara og
vinnuveitenda að hvetja fólk til
þess að læra hana,“ segir Hulda
Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri
hjá Mími – símenntun. Hún segir
mikilvægt að fólk sem starfar hér
á landi læri íslensku.
Fjöldi innflytjenda tvöfaldað-
ist hér á landi á árunum frá 2004
til 2007 og í dag eru þeir um átta
prósent landsmanna. Aðstæður
á vinnumarkaðinum eru þó allt
aðrar í dag og innflytjendur keppa
í auknum mæli við Íslendinga um
störf.
Fréttablaðið greindi frá því í
síðustu viku að Guðný Guðmunds-
dóttir, framkvæmdastjóri hjúkr-
unar á Hjúkrunarheimilinu Skjóli,
hefði sent erlent starfsfólk sitt
í stöðupróf í íslensku. Hún teldi
að gera þyrfti meiri kröfur til
íslenskukunnáttu þeirra.
Innflytjendur frá löndum utan
EES sem sækjast eftir langtíma-
dvalarleyfi hér á landi verða að
hafa lokið 150 kennslustundum í
íslensku. Þá er þess jafnan krafist
að fólk sem sækir um ríkisborg-
ararétt standist íslenskupróf.
Mikið framboð
Ríkið styrkir 23 aðila sem bjóða
upp á námskeið í íslensku fyrir
útlendinga, fjórtán á höfuðborgar-
svæðinu og níu á landsbyggðinni.
Íslenskukennsla var fyrst styrkt
árið 2007 og árið 2008 gaf mennta-
málaráðuneytið út námskrá þar
sem fjögur fyrstu stigin í íslensku-
námi eru skilgreind. Ólafur Grétar
Kristjánsson, deildarsérfræðing-
ur á skrifstofu menntamála, telur
námskeiðin hagnýt fyrir innflytj-
endur. Ekki hafa þó verið gerðar
sérstakar kannanir á árangri ein-
stakra námskeiðshaldara.
Koma að eigin frumkvæði
Flestir útlendinganna leggja stund
á íslenskunám hjá Mími – símennt-
un en á síðasta ári sóttu 1.500
manns námskeið þar. „Við erum
þau einu sem kennum á sex stigum
og í ljósi þess hversu mikill fjöldi
sækir námskeið hjá okkur getum
við mætt fólki eftir styrkleikum.
Við erum með sérhæfð byrjenda-
námskeið fyrir þá sem hafa taí-
lensku, víetnömsku, kínversku,
pólsku eða rússnesku að móður-
máli. Þeir sem ekki eru algerir
byrjendur eru sendir í stöðumat og
þannig er tryggt að einstaklingar
fái kennslu við hæfi,“ segir Hulda.
Hún telur að fólk komi oftast á
námskeiðin að eigin frumkvæði.
Ólíkar nálganir
Ekki eru allir sammála þegar
kemur að samræmingu námsefn-
is og kennsluaðferða. Hulda segir
að samræmingin milli námskeiðs-
haldara mætti vera meiri: „Það er
oft sagt að þetta sé allt samræmt
en við höfum samt lent í því að
fá nemendur sem lokið hafa ein-
hverju stigi annars staðar og ætla
að taka næsta stig hjá okkur en
eru ekki nógu vel undirbúnir“.
Guðbjörg Eggertsdóttir, verk-
efnastjóri hjá Jafnréttishúsi,
fagnar því að hægt sé að fara
fjölbreyttar leiðir í kennslunni.
„Áherslurnar eru ólíkar. Aðaltil-
gangur Jafnréttishúss er að stuðla
að aðlögun innflytjenda og við
leggjum mikla áherslu á hagnýtt
nám, það að þjálfa færni fólks
í að tala og komast inn í samfé-
lagið.“ Stefnt er að því að námið sé
atvinnuskapandi fyrir nemendur.
Haldin eru sérstök námskeið fyrir
atvinnulausa þar sem nemendur
fara í heimsóknir í fyrirtæki og
kynnast starfi þeirra.
„Okkur finnst mikilvægt að
nemendur njóti þess að búa hérna
og reynum að vekja áhuga þeirra
á íslensku samfélagi,“ segir Guð-
björg. Hjá Jafnréttishúsi er minna
lagt upp úr málfræði en hjá Mími
– símenntun. Bæði Mímir –
símenntun og Jafnréttishús bjóða
grunnnámskeið þar sem kennar-
inn talar móðurmál nemendanna.
Styrkirnir lækkuðu eftir hrun
Ólafur Grétar segir styrkina hafa
lækkað eftir hrun. Þegar verk-
efnið var fyrst styrkt, árið 2007,
nam heildarupphæð 165 milljón-
um. Ári síðar var styrkurinn kom-
inn upp í 247 milljónir. Eftir hrun
drógust styrkveitingar saman og
var hann lægstur árið 2010 eða
93 milljónir. Á síðasta ári var 131
milljón króna varið til verkefnis-
ins.
Spurð hvort styrkveitingar frá
ríkinu séu nægar sagði Hulda að
síðastliðin ár hefðu fjárframlög
farið lækkandi. „Við hvetjum fólk
til að læra íslensku en því er ekki
gert auðvelt fyrir. Það er töluverð-
ur biti fyrir einstakling að borga
34 þúsund krónur fyrir 60 stunda
nám,“ segir Hulda. Þeir sem eru
skráðir í stéttarfélag geta fengið
hluta gjaldsins endurgreiddan.
Guðbjörg segist ekki mundu
slá hendinni á móti hærri styrk.
„Gaman væri að geta gert námið
á seinni stigunum sérhæfðara og
tengdara atvinnulífinu, við höfum
lagt áherslu á ferðaþjónustu en
viljum gjarnan tengja námið fleiri
greinum.“
Marga skortir þolinmæði
Hulda segir Íslendinga þurfa að
vera duglegri við að gefa fólki
tækifæri til að tala íslensku. „Það
er ákveðinn skortur á þolinmæði
gagnvart fólki sem er að læra. Oft
þegar það talar íslensku er það
ávarpað á ensku til baka og það
finnst því mjög slæmt,“ segir hún.
- ah
Aukin krafa um íslenskukunnáttu
Innflytjendur keppa nú í auknum mæli við Íslendinga um störf. Áhersla á íslenskukunnáttu virðist hafa aukist. Þó nokkuð framboð er af
íslenskunámskeiðum fyrir útlendinga. Ríkið styrkir námskeiðshaldið en nemendur eiga sjálfir að borga rúmlega 30 þúsund krónur.
➜ Linda Lek Thieojanthuk,
eigandi verslunarinnar Mai Thai
„Ég er búin að búa á Íslandi í 24 ár og fór á námskeið
fyrir mörgum árum. Mér fannst erfitt að tala þá en
það er allt í lagi núna. Núna er erfiðara að fá vinnu. Ég
þekki stúlku sem er búin með þriggja ára hárgreiðslu-
nám en fær samt ekki vinnu. Hún talar íslensku en
ekki nóg finnst þeim.“
➜ Nichada Tanuttunya,
starfsmaður á Tokyo sushi
Ég er nýlega komin til landsins og það er ekki auðvelt
að læra íslensku. Núna læri ég aðallega með því að
skoða síður á netinu. Ég ætla að skrá mig í Háskólann
og læra íslensku þar. Nú er ég farin að vinna á Tokyo
sushi í Krónunni og mig langar að geta talað við fólkið
sem kemur. Svo er maðurinn minn íslenskur og fjöl-
skyldan hans talar núna bara við mig á íslensku.
➜ Agnieszka Magdalena Ciebien,
starfsmaður á Grund
„Ég kom til Íslands árið 2007 og fékk strax vinnu á
Grund. Ég fór á námskeið sem var haldið á vinnu-
tíma og það hjálpaði mjög mikið. Svo hef ég líka farið
á námskeið hjá Mími. Ég skil ekki allt en ég er fljót
að læra af því sem ég heyri. Ég læri líka mikið af að
spjalla við gamla fólkið.“ Agnieszka á mann og barn
hér en stórfjölskyldan er í Póllandi. „Ég er ekki alveg
viss um hvort ég fer aftur til Póllands, ég sakna auðvitað fjölskyldunnar en
mér líður vel hér og langar að vera áfram.“
Á NÁMSBEKK Fjöldi útlendinga stundar íslenskunám hjá Mími-símenntun.
Mikilvægt að kunna íslensku