Fréttablaðið - 05.02.2013, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 5. febrúar 2013 | SKOÐUN | 15
Umræðan um hjarta- og æða-
sjúkdóma hefur verið talsverð á
undanförnum árum og við höfum
séð töluverða breytingu í átt til
hins betra með bættri fræðslu
til almennings, auk þess sem
við höfum náð að eiga betur við
áhættuþætti slíkra sjúkdóma.
Þau okkar sem hafa kynnt sér
málið vita að erfðir, reykingar,
hár blóðþrýstingur, hækkað kól-
esteról, sykursýki, hreyfingar-
leysi og streita hafa mikil áhrif á
myndun hjarta- og æðasjúkdóma
og eru fjölmargar rannsóknir
sem liggja þar að baki.
Vissulega hafa þessir áhættu-
þættir mismunandi mikið vægi í
myndun æðakölkunar og þeirra
vandamála sem hún getur leitt
af sér, en það er ljóst að því fleiri
slíka sem þú hefur því meiri er
áhættan. Það getur því verið í
mörg horn að líta og nauðsyn-
legt að reyna að hafa áhrif á sem
flesta þeirra til að draga úr eigin
áhættu. Eitt af því sem er þó
afar mikilvægt er að verða ekki
heltekinn af því að passa sig, ein-
staklingar verða að njóta lífsins
á sama tíma og þeir reyna að
ná þessu jafnvægi. Vellíðan er
einn lykilþátturinn í því að við-
halda og styrkja ónæmiskerfið,
sem aftur hefur hemil á bólgu-
myndun sem einum af þeim fjöl-
mörgu þáttum sem leiða til æða-
kölkunar.
Algengasta dánarorsök kvenna
Það eru nokkur atriði sem við
þurfum öll að hafa í huga þegar
horft er til hjarta- og æðasjúk-
dóma í þessari umræðu. Þau eru
til dæmis að karlmenn eru lík-
legri til að fá slík vandamál fyrr
á lífsleiðinni en konur og er talið
að hormónastarfsemi kvenna eigi
þar hlut að máli. Konur fá engu
að síður slík vandamál og má sem
dæmi nefna að í Bandaríkjunum
sem og í flestum öðrum vest-
rænum ríkjum eru hjartasjúk-
dómar algengasta dánarorsök
kvenna. Þegar lagðar eru saman
fjöldatölur kemur meira að segja
í ljós að sjö næstalgengustu
dánar orsakir kvenna í Bandaríkj-
unum leggja færri að velli en þær
sem deyja af völdum hjarta- og
æðasjúkdóma þar í landi.
Það þótti í hróplegu ósamræmi
þegar það var skoðað árið 2000 að
einungis 8% kvenna töldu hjarta-
og æðasjúkdóma vera helstu
heilsufarsógn sína. Það sem
gerir það enn verra er að konur
eru 15% líklegri til að deyja en
karlar af völdum hjartaáfalls
og einnig tvöfalt líklegri til að
fá annað áfall á næstu sex árum
samkvæmt sömu niður stöðum.
Þær höfðu flestar áhyggjur af
því að fá brjóstakrabbamein sem
er mun ólíklegra þrátt fyrir að
það sé algengasta krabbamein
kvenna. Það kom því í ljós að
konur voru ekki nægjanlega vel
upplýstar um áhættu sína með
tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma
og ótti þeirra við slíka var minni
en við aðra óalgengari sjúkdóma.
Mér er ekki kunnugt um rann-
sóknir þessa efnis hérlendis en
mögulega hafa þær verið gerðar,
sé það svo væri áhugavert að
vita hvort íslenskar konur séu á
svipuðu reiki og kynsystur þeirra
í Bandaríkjunum.
Einkennin oft mistúlkuð
Það eru ekki sérlega mörg ár
síðan þessar kannanir voru opin-
beraðar og í kjölfarið fór af stað
mikil vakning um hjarta- og æða-
sjúkdóma meðal kvenna í Banda-
ríkjunum. Fagmenn eru þó sam-
mála um það að betur má ef duga
skal. American Heart Associa-
tion hratt af stað herferðinni
goredforwomen sem hefur það
að markmiði að upplýsa og fræða
konur um áhættuna. Herferðin
er með sérstaka heimasíðu sem
hægt er að skoða undir www.
goredforwomen.org og tölurnar
eru sláandi! Hér eru nokkrar
staðreyndir af síðu þeirra sem
líklega eiga við hérlendis að ein-
hverju leyti en eru væntanlega
ekki að fullu yfirfæranlegar.
Ein kona deyr hverja mínútu
ársins í Bandaríkjunum af
völdum hjartasjúkdóms. 43 millj-
ónir kvenna þar eru með hjarta-
sjúkdóm. 90% kvenna hafa fleiri
en einn áhættuþátt fyrir hjarta-
og æðasjúkdómum. Síðan 1984
hafa fleiri konur en karlar dáið
af völdum hjartasjúkdóma á
hverju ári. Einkenni geta verið
frábrugðin þeim sem karlar fá
og eru oft mistúlkuð sem leiðir
til seinni greiningar. Ein af
hverjum þremur konum í Banda-
ríkjunum deyr úr hjartasjúk-
dómi en ein af hverri 31 konu
deyr úr brjóstakrabbameini.
Aðeins 20% kvenna telja hjarta-
sjúkdóm sína helstu heilsufars-
ógn. Konur eru einungis 24%
þeirra sjúklinga sem taka þátt
í rannsóknum á hjarta- og æða-
sjúkdómum.
Þetta er því afar mikil-
vægur sjúkdómur og samkvæmt
tölunum sá mikilvægasti þeirra.
Hann er einnig einn þeirra sem
við þekkjum hvað best og líklega
vitum við einna mest um það
hvernig við eigum að koma í veg
fyrir, greina og meðhöndla hann.
Ef þú ert kona þá átt þú að kynna
þér þetta og hvetja aðrar konur
til þess einnig, eða er þér hjart-
anlega sama?
Hjartanlega sama?
HEILSA
Teitur
Guðmundsson
læknir
Ein af hverjum
þremur konum í
Bandaríkjunum deyr úr
hjartasjúkdómi en ein
af hverri 31 konu deyr
úr brjóstakrabbameini.
Aðeins 20% kvenna telja
hjartasjúkdóm sína helstu
heilsufarsógn.
Ég vil hefja mál mitt með
því að leggja áherslu á
að þekking mín á lögum
og lögfræði kemst ekki í
hálfkvisti við reynslu og
lagalega þekkingu dóm-
ara Hæstaréttar Íslands.
Þar af leiðandi verður að
taka orð mín með fyrir-
vara, í samræmi við þá
staðreynd.
Það sem kom mér á
óvart í dómi í máli nr.
521/2012 var sú niður-
staða meirihluta Hæstaréttar,
fjögurra dómara, að sá verknaður
að stinga fingrum upp í endaþarm
brotaþola og leggöng og klemma
þar á milli, hafi ekki fallið undir
nauðgun í skilningi almennra
hegningarlaga. Þá niðurstöðu
byggðu dómararnir á þeim rökum
að hvatir geranda hafi ekki staðið
til kynferðislegrar nautnar.
Hæstaréttardómarinn Ingibjörg
Benediktsdóttir lagði hins vegar
fram sératkvæði í dómnum og
taldi þennan verknað falla undir
nauðgun í skilningi laganna.
Sjálf er ég laganemi á þriðja
ári og lærði Hæstaréttardóm
núna fyrir jólaprófin sem tók
af allan vafa um það að undir
ákvæði 1. málsgreinar 194. grein-
ar almennra hegningarlaga falla
einnig „önnur kynferðismök“,
fingur í endaþarm eða leggöng
þar með talin.
Eins og Ingibjörg tekur rétti-
lega fram kemur þetta einnig
skýrt fram í greinargerð með
frumvarpi sem varð að breyt-
ingar lögum á kynferðisbrota-
kaflanum en þar segir m.a. [og nú
vitna ég beint í sératkvæðið] að
hugtakið „önnur kynferðismök“
yrði lagt að jöfnu við sam-
ræði og bæri að skýra
fremur þröngt þannig að
átt væri við kynferðis-
lega misnotkun á líkama
annarrar manneskju, er
kæmi í stað hefðbundins
samræðis eða hefði gildi
sem slíkt. Væru þetta
athafnir sem veittu eða
VÆRU ALMENNT TIL
ÞESS FALLNAR að veita
hinum brotlega kynferðis-
lega fullnægju.
Ingibjörg heldur áfram og
segir:
„Um hugtakið ,önnur kynferðis-
mök‘ sagði síðan í athugasemdum
við frumvarp sem varð að lögum
nr. 61/2007 að undir það teldist
meðal annars falla sú háttsemi
að setja fingur eða hluti í leg-
göng eða endaþarm. Þetta hefur
verið staðfest meðal annars með
dómum Hæstaréttar 10. júní 2010
í máli nr. 421/2009, 16. febrúar
2012 í máli nr. 624/2011 og 16. maí
2012 í máli nr. 572/2011.“
Hvatir geranda
Í dómum þeim sem Ingibjörg
vitnar í er að vísu fjallað um
hvatir geranda, en sé sak felling
á grundvelli 1. mgr. 194. gr.
laganna eingöngu byggð á hvötum
geranda þá er aðeins hægt að
túlka þetta fordæmi á tvo vegu.
Annars vegar þannig að gert sé
upp á milli kynferðismaka eftir
því hvort um sé að ræða getn-
aðarlim í leggöng eða eitthvað
annað. Hins vegar getur fordæmi
Hæstaréttar þýtt að sakfelling í
kynferðisbrotamáli sé aldrei tæk
nema hvatir geranda hafi staðið
til kynferðislegrar nautnar.
Báðar niðurstöður eru lagalega
ótækar á grundvelli texta ákvæð-
isins sem og lögskýringargagna
með breytingarlögunum.
Tilgangur lagabreyting arinnar
var að auka refsivernd á þessu
sviði afbrota og það að láta hvatir
brotamanns alfarið ráða niður-
stöðunni getur, að mínu mati,
ekki verið í samræmi við vilja
löggjafans í þessu tilfelli.
Fordæmið þýðir þá í raun að
ekki sé nóg með það að sanna
þurfi þvinguð kynferðismök
heldur þurfi einnig að sanna til-
teknar hvatir geranda til að tækt
sé að sakfella brotamann og það
er ólíðandi og algjörlega í ósam-
ræmi við réttarþróun í kynferðis-
brotamálum.
Að endingu geri ég ráð fyrir
því að flestir hafi kveikt á
perunni varðandi kynjahlutföllin
í atkvæðagreiðslunni í þessu til-
tekna máli. Ég held að löngu sé
orðið tímabært að jafna kynja-
hlutföllin í Hæstarétti Íslands,
enda þurfa sjónarmið og reynslu-
heimur beggja kynja að komast
að. Miklu hefur verið áorkað á
þingi og í ríkisstjórn þó að enn sé
langt í land. Sá hluti ríkisvaldsins
sem tilheyrir dómstólum er hins
vegar mikill eftirbátur og það er
miður.
Hættulegt fordæmi Hæstaréttar
DÓMSMÁL
Elísabet
Ingólfsdóttir
laganemi
➜ Ég held að löngu sé orðið
tímabært að jafna kynja-
hlutföllin í Hæstarétti Ís-
lands, enda þurfa sjónarmið
og reynsluheimur beggja
kynja að komast að.
Fæst án lyfseðils
Verkir í
hálsi og
öxlum?
Verkjastillandi og
bólgueyðandi við
verkjum í hálsi
og öxlum!