Fréttablaðið - 05.02.2013, Page 19

Fréttablaðið - 05.02.2013, Page 19
BÍLAR ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2013 Fréttablaðið Reynsluakstur Honda CR-V Bilaðar hraðamyndavélar Bíll ársins – tilnefningar Mercedes Benz kaupir í BAIC Nýr keppnisbíll MacLaren Daytona Bikeweek er tíu daga samkoma mótorhjólaáhugamanna sem haldin var fyrst árið 1937 á Daytona Beach í Flórída. Hafsteinn Emilsson er öllum hnút- um kunnugur í Daytona enda hefur hann ekki misst af Bikeweek frá 1996 og er því að fara núna í 18. skiptið í röð. Hafsteinn segir að þessar ferðir hafi verið mjög vinsælar hjá Ís- lendingum og þeir hafi fjölmennt þangað um árabil. Fjöldinn er æði misjafn, allt frá tólf og upp í 45 manns, en í fyrra voru þeir 28 talsins og það stefnir í svipaðan fjölda í ár. Þátttak- endur eru konur jafnt sem karlar og á aldrin- um frá 18 til 82 ára, en allir með sama áhuga- málið, mótorhjól. Íslenski fáninn á hjólunum Þátttakendur hafa bæði valið sér að fara á eigin vegum og nýta sér skipulagða ferð þar sem flugið, gistingin og farastjórn er innifal- in og eru þeir reyndar fleiri. Síðustu tíu árin hefur Icelandair boðið upp á sérferðir á Day- tona Bikeweek undir fararstjórn Hafsteins. Eftir Bikeweek-dagana efnir Hafsteinn ávallt til tveggja daga hjólaferðar um Flórída á Harley Davidson-hjólum. Er þá farið mest um sveitir í miðfylkinu þar sem umferð er lítil og fallegir smábæir. „Þá er íslenski fáninn allt- af á hjólunum og það hefur oft komið fyrir að við erum stoppuð af Íslendingum sem bú- settir eru í Flórída eða fyrrverandi hermönn- um sem voru á Íslandi sem spyrja okkur hvort við séum frá Keflavík eða Reykjavík. Þeir vilja síðan allt fyrir okkur gera,“ segir Hafsteinn. Ein stærsta mótorhjólasýning í heimi Daytona Bikeweek er ein stærsta mótorhjóla- samkoma og sýning á heimsvísu, eins og allt sem bandarískt er. Á Bikeweek koma saman um sex hundruð þúsund mótorhjólaáhuga- menn árlega. Hver sá sem framleiðir eitthvað tengt mótorhjólum lætur sig ekki vanta með sýningarbás þar, hvort sem um er að ræða mótorhjól, aukahluti fyrir mótorhjól, mótor- hjólafatnað, smurolíur, hnakka, spegla, gler- augu eða hvers konar fylgihluti. Allar teg- undir af hjólum er að finna til sýnis og sölu; torfæruhjól, þríhjól, hippahjól og kappakst- urshjól. Í fyrra keyptu tveir Íslendingar mót- orhjól á sýningunni, svo ferðin er stundum ekki bara farin til að svala forvitninni, held- ur með kaup í huga. Keppnir og sölubásar Daytona er álíka fjölmenn og Reykjavík og í annarri viku marsmánaðar ár hvert fyllist bærinn af mótorhjólum og hjólafólki. Vinsælt er t.d. að rölta niður aðalgötu bæjarins þar sem sölubásar eru við hvert fótmál og sýn- ingar á hverju götuhorni. Síðustu ár hefur ásókn seljenda verið svo mikil að sýningar og sölubásar hafa verið settir upp í nærliggjandi bæjum eins og Ormond Beach. Þar er líka að finna mótorhjólaverslunina Bruce Rossmeyer Harley Davidson sem er stærsta Harley-versl- un og -umboð í heimi. J & P þar við hliðina er með alla hugsanlega aukahluti fyrir mót- orhjól og allan hlífðarfatnað. Það er einn- ig keppt á mótorhjólum í Daytona og ýmsar keppnir fara fram þá tíu daga sem Bikeweek stendur yfir. Eru þær flestar haldnar á Inter- national Speedway-kappakstursbrautinni í Daytona. Þar má sjá Motorcross- og Super Race-keppnir flesta daga. Við Speedway er stór markaður með notuð hjól og varahluti í gömul hjól. Þar er bæði gaman og fróðlegt að skoða og tala við þá sem þar eru með sölu- bása. Hafsteinn segir að enn séu laus sæti í ferðina á Daytona Bikeweek, sem er átta daga ferð og kostar 153 þúsund krónur með öllu. Draumasamkoma mótorhjólamannsins Daytona Bikeweek - skipulagðar ferðir Íslendinga á sýninguna síðastliðin 10 ár. Mörg forvitnileg mótorhjól ber fyrir augu á Daytona Bikeweek. Hafsteinn Emilsson við eigin fák og að sjálfsögðu með íslenska fánann á hjólinu eins og á Bikeweek. MINNI LOFTMÓTSTAÐA dregur úr eldsneytiskostnaði. Skíðabogar, farangursbox og skraut auka loftmótstöðuna. Arion banki býður nú kaupleigu og bílalán til að fjármagna bílakaup. Viðskiptavinir í Vildarþjónustu njóta hagstæðra kjara og geta sparað sér töluverða fjármuni. ÁRSAÐILD AÐ FÍB FYLGIR ÖLLUM SAMNINGUM Á arionbanki.is finnur þú reiknivél sem sýnir með einföldum hætti muninn á þeim valkostum sem í boði eru. HAGKVÆM BÍLAFJÁRMÖGNUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.