Fréttablaðið - 05.02.2013, Page 26

Fréttablaðið - 05.02.2013, Page 26
5. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT Ástkær móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, GUÐFINNA LIND HENTZE Sólvallagötu 40a, Keflavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðviku daginn 30. janúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. febrúar kl. 15.00. Lydía Sigurðardóttir Natalía Sigurðardóttir Gerður Hentze Pálsdóttir Gunnlaug Ruth Guðmundsdóttir Haukur Snær Guðmundsson Garðar Már Guðmundsson Ástkær systir mín og frænka, SÓLEY BRYNJÓLFSDÓTTIR frá Hrísey, Hraunbæ 102h, Reykjavík, lést á Landspítalanum v/Hringbraut 31. janúar sl. Jarðarförin auglýst síðar. Hallfríður Brynjólfsdóttir Sigurveig Alfreðsdóttir Gunnar H. Hall Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÁRNADÓTTUR ÚNNU Ljósheimum 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildarinnar í Kópavogi. Árni Guðni Einarsson Rannveig María Jóhannesdóttir Böðvar Einarsson Guðbjörg Halldórsdóttir Ellert Valur Einarsson Þórunn Alfreðsdóttir Guðjón Magni Einarsson Sif Guðmundsdóttir Hjördís Einarsdóttir Ólafur Bjarnason Elín Einarsdóttir Jóhann Helgason Jón Páll Einarsson Tina Jepsen barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTRÍÐUR ÁSTMUNDSDÓTTIR lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þann 1. febrúar. Jarðsungið verður í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn laugardaginn 9. febrúar kl. 13.30. Ársæll Guðmundsson Ingibjörg Magnúsdóttir Guðmundur R. Ársælsson Sigrún Rúnarsdóttir Ingibjörg Ársælsdóttir Zóphonías M. Jónsson Jón Ásti Ársælsson Sarah Seelinger Magnús Ársælsson Sesselja Th. Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnbarn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS WELDING JÓNSSON sem lést þann 31. janúar sl. verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 11. febrúar kl. 13.00. Guðrún Magnúsdóttir William H. Clark Elín Magnúsdóttir Hilmar Hólmgeirsson Eyrún Magnúsdóttir Ólafur Már Brynjarsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, sonur, tengdasonur og bróðir, EGILL ARNARSON SCHEVING félagsráðgjafi-MSW, búsettur í Ástralíu, lést 23. janúar sl. Jarðarförin fer fram á Íslandi og verður auglýst síðar. Laufey Þórðardóttir Örn Scheving Sigrún Margrét Sigmarsdóttir Þórður Kr. Jóhannsson Steinunn Þorsteinsdóttir systkini og fjölskyldur þeirra. Elskulegi bróðir okkar og frændi, GÍSLI GRÉTAR ÓLAFSSON lést að morgni föstudagsins 1. febrúar. Útförin fer fram frá Kristskirkju Landakoti þriðjudaginn 12. febrúar kl. 15.00. Jónína Margrét Ólafsdóttir Svanhvít Ólafsdóttir og frændfólk. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS JÓHANNSSON fyrrv. flugumsjónarmaður, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju, miðvikudaginn 6. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið og Hjartaheill. Guðmunda M. Þorleifsdóttir Þorleifur Jónasson Ásta H. Bragadóttir Matthías Einar Jónasson Jóhanna Eyrún Sverrisdóttir Júlíus Jónasson Helga Helgadóttir Heimir Jónasson Berglind Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. GÍSLI PÁLSSON, Hofi í Vatnsdal, er látinn. Útförin fer fram frá Blönduóskirkju föstudaginn 8. febrúar, klukkan 13.00. Vigdís Ágústsdóttir og fjölskylda Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HERMÍNA KRISTÍN JAKOBSEN Austurbyggð 17, andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð þann 31. janúar sl. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 8. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Einar Ingi Einarsson Eva Sólveig Úlfsdóttir Jóhann Kristján Einarsson Anna Margrét Árnadóttir Ingunn Elísabet Einarsdóttir Stefán Friðrik Einarsson Kolfinna Snæbjörg Magnúsdóttir Lárus Ragnar Einarsson Lilja Björk Þráinsdóttir ömmu- og langömmubörn. Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, KRISTBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR (BAGGA) Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést síðastliðinn föstudag á Landspítalanum við Hringbraut. Fyrir hönd ættingja og vina, Hreiðar Sigurjónsson Fríða Ragnarsson Sigurður Sigurjónsson Lísa C. Harðardóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vinsemd við andlát eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR HARALDSDÓTTUR Sóltúni 10, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Landakotsspítala, deild L4. Gunnlaugur Pálmi Steindórsson Steindór Gunnlaugsson Halldóra Lydía Þórðardóttir Haraldur Páll Gunnlaugsson Bolette Møller Christensen Bryndís Dögg Steindórsdóttir Haukur Eggertsson Gunnlaugur Egill Steindórsson Emilía Björk Hauksdóttir Ástkær sambýliskona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, VILBORG ÞORVALDSDÓTTIR Berjahlíð 3, Hafnarfirði, lést föstudaginn 1. febrúar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Þökkum öllu starfsfólki líknardeildarinnar fyrir yndislegt og hlýtt viðmót og góða hjúkrun. Guð blessi ykkur og ykkar starfsemi. Útförin fer fram í kyrrþey. Marteinn Jónsson Áslaug Guðjónsdóttir Áslaug Ólöf Kolbeinsdóttir Friðþjófur Jóhannsson Ólafur Guðmundsson Margrét Íris Magnúsdóttir Þorbjörg Guðmundsdóttir og barnabörn. „Markús er hér til að kynna gestum okkar fjölskyldugerð hesta, líkt og aðrir stóðhestar sem hafa dvalið hjá okkur tímabundið undanfarin ár,“ segir Unnur Sigurþórs dóttir, deildarstjóri fræðsludeildar í Fjölskyldu-og húsdýra- garðinum, þegar hún kynnir nýjasta dvalargestinn, stóð- hestinn Markús frá Langholtsparti í Flóa. Hann er sem sagt fulltrúi pabbanna í hesthúsi garðsins en þar eru með heim- ilisfesti allt árið hryssurnar Dagvör og Gola og geldingarnir Fylkir og Öngull. „Á vorin og sumrin höfum við síðan fengið til okkar í heimsókn hryssur með folöld sem vekja mikla athygli rétt eins og annað ungviði,“ segir Unnur. Markús er á 20. vetri og er faxprúður mjög. Hann hefur háar einkunnir í sinni ferilskrá og á landsmóti í Reykjavík árið 2000 stóðu Markús og Sigurbjörn Bárðarson uppi sem sigurvegarar í B-flokki gæðinga. Markús á 419 skráð afkvæmi samkvæmt Worldfeng, ætt- bók íslenska hestsins (www.worldfengur.com), og var sýndur ásamt afkvæmum á landsmóti í Reykjavík 2012. Þar hlaut hann heiðursverðlaun og 2. sæti. Börnum verður ekki boðið á bak Markúsi að sögn Unnar en þau geta farið á bak garðshrossunum allar helgar frá klukkan 14 til 14.30. Hvaða fóður skyldi svo gæðingurinn Markús fá? „Markús fær sama hey og hinir hestarnir, sannkallað gæðahey frá Villa í Litlu-Tungu í Holta- og Landsveit og ekki er hægt að segja að hann sé matvandur,“ segir Unnur. Hún telur Markús henta vel til dvalar í garðinum þar sem hann sé mjög geðprúður. „Annars eigum við starfsfólkið eftir að kynnast honum betur næstu daga og er nokkur tilhlökkun í mannskapnum.“ - gun Markús er ekki matvandur Stóðhesturinn Markús frá Langholtsparti er kominn til dvalar í Fjölskyldu-og húsdýra- garðinum í Laugardal. UNNUR OG MARKÚS Markús er geðprúður hestur, að sögn Unnar sem hlakkar til að kynnast honum nánar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.