Fréttablaðið - 05.02.2013, Side 28

Fréttablaðið - 05.02.2013, Side 28
5. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 20 BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR LÁRÉTT 2. blikk, 6. í röð, 8. titill, 9. fugl, 11. ekki, 12. virki, 14. beikon, 16. drykkur, 17. skip, 18. vætla, 20. átt, 21. flink. LÓÐRÉTT 1. loga, 3. hvort, 4. fjölmiðlar, 5. þreyta, 7. pergament, 10. mas, 13. gogg, 15. slabb, 16. kvenkyns hundur, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. depl, 6. áb, 8. frú, 9. lóm, 11. ei, 12. skans, 14. flesk, 16. te, 17. far, 18. íla, 20. na, 21. klár. LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. ef, 4. pressan, 5. lúi, 7. bókfell, 10. mal, 13. nef, 15. krap, 16. tík, 19. aá. Hverjum erum við að spila á móti á morgun? Torrpedo Rullings! Já... þar er þessi framherji sem keðjureykir í gegnum leikinn! Ævintýraleg blanda sem þú færð ekki úti í búð! Og á miðjunni er kleinuhringurinn sem spilar í gúmmístíg- vélum og er haltur á báðum! Og hvað er fyrirliðinn þeirra gamall? Það sagði ein- hver að hann væri 80 ára! Varð 82 á sunnudaginn! Og frænka hans er þjálfarinn! Þeir verða á toppnum eins og venjulega? Ekki spurning! Ef við komumst hjá því að vera í tvegg ja stafa tölu getum við verið ánægðir! Þegar þú ert búinn með bakgarðinn verðurðu að slá fyrir framan aftur. Hei, hefur einhver séð sebradýrin? Rop Einmana, yfirgefinn, einangraður, umhirðulaus... Nefndu fjögur lýsingarorð sem eiga aldrei við mig. NAOMI WATTS TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 100/100 „Ógnvænlega vel gerð.“ 100/100 „Fer beint í efsta sæti yfir þær myndir sem fólk verður að sjá á árinu.“ 100/100 „Einstaklega raunveruleg stórslysamynd, sem lætur engan ósnortinn“ „Ein af betri myndum ársins 2012.“ Mbl. Komin í bíó Eftir 85 daga ganga Íslendingar að kjör-borðinu og segja hug sinn um hvernig þeir vilja að landinu verði stjórnað næstu fjögur árin. Hverjum þeir treysta best til að verða fulltrúar sínir á Alþingi. Slíkt val ætti með réttu að byggja á hæfilegri blöndu af reynslu og væntingum; hvað stjórn- málaflokkarnir hafa gert til að verðskulda atkvæði og hvað þeir segjast ætla að gera. Þetta heitir fulltrúalýðræði, hreyfing- ar eru stofnaðar um ákveðinn mál- stað, kjósendur velja á milli og full- trúar hreyfinganna setjast á þing. TIL að þetta kerfi virki sem best þarf hins vegar að vera áhugi á starfi hreyfinganna oftar en einn laugardag á fjögurra ára fresti. Íslenskt stjórnmálakerfi byggir á stjórnmálaflokkum, við kjósum flokka en ekki fólk, nema í litlum mæli. Þess vegna er það dapurleg staðreynd að ein af afleiðingum hrunsins er að áhugi á starfi stjórnmálaflokka fer síminnk- andi. Áhugi á nöldri um starf stjórnmálaflokka hefur hins vegar farið vaxandi, en nagg og nöldur er neikvæð for- senda fyrir uppbyggingu stjórnmálakerfis. AF hverju hópaðist fólk ekki í stjórnmálaflokk- ana og breytti stefnu þeirra eftir hrun? Það þarf ótrúlega lítið til að taka yfir meðalstóran stjórnmálaflokk á Íslandi og vel skipulagður hópur þarf ekki að vera mjög stór til þess. Það er skiljan- legt að starf í stjórnmálaflokkum hafi ekki heillað marga síðustu árin, en vilji fólk raunverulegar breytingar á samfélaginu verður það að horfast í augu við þá stað- reynd að við búum við fulltrúalýðræði sem byggir á stjórnmálaflokkum. Okkur getur þótt það slæmt, viljað auka persónukjör og gjörbreyta því lýðræðislega ferli sem við búum við, en á meðan það gerist ekki þá eru þetta leikreglurnar. Og með því að taka ekki þátt í leiknum dæmir fólk sig til áhrifaleysis. SÚ skoðun þekkist og þykist fín að fólk sé búið að fá leið á hugsjónum. Það er dapur- legt ef hrunið hefur leitt til þess. Ég held reyndar að það sé ekki þannig. Ég held ein- mitt að fólk hafi mun meiri hugsjónir nú en fyrir nokkrum árum. Það hefur hins vegar ekki viljann til að koma þeim hugsjónum í þann eina farveg sem raunverulega getur gert þær að veruleika; inn í stjórnmála- flokkana. ÞESS vegna er sú staða uppi að enginn er sérstaklega hrifinn af því sem stjórnmála- flokkarnir hafa upp á að bjóða, en einhvern þeirra verðum við hins vegar að velja. Við berum hins vegar öll ábyrgð á því hvernig samfélagið okkar er samansett og það ekki bara á fjögurra ára fresti. Ábyrgðin er okkar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.