Fréttablaðið - 05.02.2013, Side 40
FRÉTTIR
AF FÓLKI
Mest lesið
b ó k a b ú ð
f o r l a g s i n s
1 Konan sem hrapaði í Esjunni er látin
2 Twitter logaði í nótt – 5,5 milljónir
tístuðu yfi r fl utningi Beyoncé
3 Hæstiréttur skrúbbaður að utan í
mótmælaskyni
4 Tveir ungir menn enn í haldi á
Akureyri eft ir fólskulega líkamsárás
5 Það er svindlað á þér – enginn staður
með löggilta sjússmæla
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meiri Vísir.
Vinsæll Hvellur
Sýningar á heimildarmyndinni
Hvelli eftir Grím Hákonarson byrja
vægast sagt með hvelli. Aðsóknin
hefur gengið vonum framar og eru
aðstandendur myndarinnar mjög
ánægðir með viðtökurnar, en alls
hafa um þúsund manns séð myndina
á einni viku.
Hvellur fjallar um einstakan atburð
í sögunni þegar bændur
sprengdu stíflu við
Mývatn árið 1970 og
komu þannig í veg
fyrir eyðileggingu Lax-
ár og Mývatns. Lengi
hvíldi mikil leynd yfir
því hverjir stóðu að
baki sprengingunni
og er þetta jafn-
framt í eina skiptið
sem dínamít hefur
verið notað við
náttúruvernd á Ís-
landi.
Fjöldi fylgdist með
Ofurskálinni
Ofurskálin, eða Superbowl eins og
leikurinn nefnist á frummálinu,
virðist njóta sífellt meiri vinsælda
hér á landi. Þannig mátti fylgjast
með miklum fjölda fólks tjá sig
um leikinn aðfaranótt mánudags á
samfélagsmiðlinum Twitter. Þá voru
haldin Ofurskálarboð víða. Meðal
annars komu aðstandendur og vinir
skemmtistaðarins Harlem saman í
lokuðu boði og fylgdust með leikn-
um. Meðal þeirra sem mættu voru
tónlistarmennirnir Snorri Helgason,
Guðmundur Óskar Guðmundsson og
Sindri Már Sigfússon, grínistarnir
Bergur Ebbi Benediktsson og Jóhann
Alfreð Kristinsson, sjónvarpsmaður-
inn Ágúst Bent og rithöfundurinn
Óttar M. Norðfjörð. - sm, þeb