Fréttablaðið - 11.02.2013, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 11.02.2013, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 11. febrúar 2013 | FRÉTTIR | 11 SPRENGIDAGSSALTKJÖT Fyrsta flokks hráefni er grunnurinn að góðri máltíð. Goða saltkjöt er sérvalið og framleitt af sannkölluðum fagmönnum. Borðaðu vel á sprengidaginn! VINNUMÁL Dæmi eru um hjúkrunarfræð- inga sem ekki ætla að snúa aftur til starfa á Landspítalanum sama hvað kemur út úr viðleitni til að bæta kjör þeirra. „Mig langar að vinna hér heima og á Landspítalanum, sem er spennandi vinnu- staður. Þar gerast hlutirnir á Íslandi,“ segir Bergþóra Eyjólfsdóttir hjúkrunar- fræðingur. Hún er ein þeirra sem sagt hafa upp störfum á spítalanum. Um leið áréttar Bergþóra að hún tali bara fyrir sjálfa sig. Þá viti hún líka líka af nokkr- um hjúkrunarfræðingum sem ekki ætla að snúa aftur til starfa við spítalann vegna þess að þeir hafi þegar tryggt sér vinnu annars staðar. „En ég er spennt yfir þessum fréttum um að spítalinn og ríkið vilji leggja fjár- muni í að ná samningum og taka um leið á kynbundnum launamun í landinu,“ segir Bergþóra. Hún kveðst því munu skoða með opnum hug hvað út úr samningun- um komi og snúa þá mögulega aftur til starfa við spítalann. „En á móti kemur svo að þegar ég sagði upp þá var ég alveg til- búin að fara annað að vinna, annaðhvort úti í Noregi eða á öðrum starfsvettvangi,“ bætir hún við. Hún muni því ekki sætta sig við hvað sem er þegar kemur að bætt- um kjörum við spítalann. - óká Hjúkrunarfræðingur sem sagt hefur upp kveðst helst vilja vinna á LSH: Ákveðinn hluti hættir sama hvað býðst BERGÞÓRA EYJÓLFSDÓTTIR FUNDUR Hjúkrunarfræðingar höfnuðu á mánudag upp- leggi að nýjum stofnanasamningi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BELGÍA Límið aftan á frímerkj- unum í Belgíu er nú blandað súkkulaði, að því er póst- þjónustan þar í landi fullyrðir. Á viðskiptavefnum e24.no er greint frá því að fengnir hafi verið sér- fræðingar frá Hollandi, Þýska- landi og Sviss til aðstoðar við þróun frímerkjanna. Fyrstu frímerkin af þessari tegund eiga að kosta 6,20 evrur og koma á markaðinn í mars. Þau eru fyrst og fremst ætluð á póst- sendingar til annarra landa. - ibs Betra bragð þegar sleikt er: Súkkulaðibragð af frímerkjum HOLLAND, Fjölmargir hollenskir borgarar berjast með uppreisnar- mönnum í Sýrlandi og gætu snúið heim enn róttækari en áður að sögn Robs Bertholee, yfirmanns í hollensku leyniþjónustunni. Bertholee segir þetta áhyggju- efni vegna þeirrar reynslu sem mennirnir fá í bardaga og áfalla sem þeir verða fyrir. Hann telur að hundruð manna frá Evrópu og margir frá Hol- landi hafi farið til Sýrlands til að slást í hóp uppreisnarmanna í heilögu stríði til að koma Assad forseta frá völdum. - gój Baráttan gegn Assad: Hollendingar í borgarastríði BLÓÐUG ÁTÖK Hollendingar eru meðal erlendra ríkisborgara sem hafa tekið virkan þátt í borgarastríðinu í Sýrlandi. NORDICPHOTOS/AFP LONDON, AP Tveir leigumorðingj- ar sem fóru húsavillt og stungu ungling til bana í London árið 2010 voru í síðustu viku dæmdir í 40 ára fangelsi. Dómarinn sagði mennina, Ben Hope og Jason Richards, sem voru langt leiddir fíkniefna- neytendur, ekki hafa sýnt iðrun vegna morðsins á hinum 17 ára Aamir Siddiqi. Hope og Richards höfðu fengið 1.000 pund hvor að launum fyrir að myrða mann vegna skuldar við kaupsýslumann. Þess í stað myrtu þeir Siddiqi við heimili hans. - gój Dæmdir í 40 ára fangelsi: Myrtu ungling fyrir mistök ÍRAN, AP Hugmyndir Bandaríkj- anna um beinar viðræður við Írana þjóna engum tilgangi á meðan bandarísk stjórnvöld hóta landinu með refsiaðgerðum, segir Ayatollah Ali Khameini, leiðtogi Írans, en hann ræður mestu um veigamiklar ákvarðanir íranskra stjórnvalda. Mahmoud Ahmadinejad, for- seti Írans, tók undir þessi orð Khameinis á blaðamannafundi í Kaíró í Egyptalandi á fimmtudag. Íran neitar enn að hafa í hyggju að koma sér upp kjarnorku- vopnum, þrátt fyrir að áfram sé haldið uppbyggingu kjarnorku- vinnslu í Íran. - gb Íran hafnar viðræðum: Vilja ekkert við Bandaríkin tala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.