Fréttablaðið - 11.02.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.02.2013, Blaðsíða 8
11. febrúar 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Sagan um vöxt og velgengni CCP Miðvikudaginn 13. febrúar nk. kl. 12.00 í stofu 132 í Öskju, náttúru fræða húsi Háskóla Íslands. Hilmar Veigar Pétursson, fram kvæmda stjóri tölvu leikja fyrir tæk is ins CCP, fjallar um sögu þess og hraðan vöxt í þriðja erindi fyrir lestra rað ar innar Fyrirtæki verður til. CCP var stofnað árið 1997 og er líklega þekkt ast fyrir fjöl spilunar net leik inn EVE Online sem hóf göngu sína árið 2003. CCP hefur vax ið á undra verð um hraða og nú starfa rúm lega 500 manns hjá fyrir tæk inu, þar af um 300 í höfuð stöðv un um á Íslandi. Auk þess hefur fyrir- tæk ið starfs stöðvar í Atlanta, Newcastle, San Fransisco og Shanghai. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Veruleiki sýndarveruleikans www.hi.is – FYRIRTÆKI VERÐUR TIL – PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 03 92 Fjöldi númerslausra bíla er íbúum fjölbýlishúsa við Írabakka 2 til 34 þyrnir í augum. Íbúi sem samband hafði við blaðið segir ekkert gerast þrátt fyrir ítrekaða eftirgrennslan hjá borgaryfirvöldum og lögreglu. Bílarnir hafi flestir verið óhreyfð- ir í stæðum fjölbýlishúsanna síðan í nóvember síðastliðnum og á þá hefur verið límdur viðvörunarmiði frá lögreglu. Eftirgrennslan blaðsins leiddi í ljós að ekki færri en tíu númerslaus- ir bílar standa í stæðum við fjöl- býlishúsið. Íbúi segir málið baga- legt því bílastæðaskortur valdi því að farlama fólk og aðrir sem erfitt eigi um gang fái ekki stæði nálægt upphituðum stéttum við blokkirnar. Á stæðunum myndist svellbunkar sem geti verið afar varasamir. Samkvæmt upplýsingum frá dráttarbílaþjónustu Vöku eru bílar fjarlægðir eftir ákveðnu verklagi í samvinnu við borgaryfirvöld. Eig- endur þeirra fá síðan reikninginn fyrir dráttinn. Rósa Magnúsdóttir hjá heil- brigðis eftirliti borgar innar segir að hafi starfsmenn borgarinnar sett miða á bílhræ séu eigendum alla jafna gefnir tíu dagar til að fjarlægja bílinn. Hún geti hins vegar ekki svarað fyrir verklag lög- reglu og þekki ekki reglur hennar um drátt bíla sem fengið hafi við- vörun. Heilbrigðis eftirlitið bregðist við umkvörtunum húsfélaga vegna númerslausra bíla. - óká Númerslausir bílar hrannast upp ÁN NÚMERA Tíu númerslausir bílar taka stæði frá íbúum fjölbýlishúsa við Írabakka í Breiðholti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MERKTUR Límmiðar lögreglu eru á bíl- unum, sem staðið hafa óhreyfðir mán- uðum saman. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sendið okkur myndir og upplýsingar um sóða- skap, hirðuleysi, slysagildrur og fl eira á póstfangið: thremillinn@frettabladid.is HVER ÞREMILLINN! NETÖRYGGI Bandaríska fyrirtækið Raytheon hefur hannað leitarvél sem þefar uppi upplýs- ingar um einstaklinga á samskiptasíðum á borð við Facebook og Twitter. Fyrirtækið, sem framleiðir vopn og tekur að sér verk á sviði öryggisþjónustu og hernaðar, hefur enn ekki selt neinum þennan hugbúnað. Breska dagblaðið Guardian hefur hins vegar komist yfir myndband sem lýsir því hvernig leitar vélin virkar. Leitarvélin heitir RIOT, sem stendur fyrir Rapid Information Overlay Technology. Með henni er auðveldlega hægt að ná í allar upplýsingar sem einstaklingar hafa sett inn á samskiptasíður sínar. Þannig er hægt að fá býsna skýra heildar- mynd af viðkomandi einstaklingi, til dæmis hverja hann umgengst, hvaða áhugamál hann hefur og hvert hann er vanur að ferðast. Allt þetta er hægt að staðsetja á korti með fáein- um músarsmellum og fá upp myndir af viðkom- andi, vinum hans og stöðunum sem hann hefur komið til. Í myndbandinu er tekið dæmi af einum starfsmanni fyrirtækisins, sem heitir Nick, og sýnt hve auðvelt er að finna út að miklar líkur séu á því að hitta á hann á tiltekinni líkams- ræktarstöð klukkan sex að morgni flesta daga vikunnar. - gb Bandaríska vopnafyrirtækið Raytheon hefur þróað nýstárlegu leitarvélina RIOT: Njósnað um einstaklinga á samskiptasíðum MEÐ FORSET- ANUM Edward Campbell, fram- kvæmdastjóri Raytheon, tók í síðustu viku við orðu úr hendi Bandaríkja- forseta fyrir framlag sitt til tækninýjunga. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Alþjóðlega mats- fyrirtækið Moody‘s hefur breytt horfum á lánshæfismati ríkis- sjóðs úr neikvæðum í stöðugar. Byggir ákvörðunin á því að sú áhætta sem fólst í dómsmálinu um Icesave-deiluna sé fyrir bí. Er langtímalánshæfiseinkunn Íslands nú í lægsta fjárfestingar- flokki með stöðugar horfur hjá þeim öllum. Þá kemur fram í tilkynningu Moody´s að önnur þróun í efnahagslífi Íslands hafi verið jákvæð síðasta árið. - mþl Matsfyrirtækin samhljóða: Lánshæfismat Íslands batnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.