Fjarðarpósturinn - 27.10.1983, Síða 16

Fjarðarpósturinn - 27.10.1983, Síða 16
FMRDflR pöstunnn ðlduslóð 50 sem varð Jófríðarstaðavegur 17 og 19 Bæjaryfirvöld hafa samþykkt að úthluta lóðum undir tvö tvilyft hús á mótum Ölduslóðar og Jófríðar- staðavegar (Jófríðarstaðavegur 17 og 19). Er hér um smábreytingu að ræða frá gildandi deiliskipulagi, en það gerði ráð fyrir einu húsi á þessum stað með aðkomu frá Öldu- slóð (Ölduslóð 50). Ibúar við Ölduslóð og Tún- hvamm hafa komið á framfæri við bæjarráð mótmælum vegna þess- ara byggingaráforma. Bjarki Jóhannesson, skipulags- fræðingur og starfsmaður bæjar- verkfræðings hefur fjallað itarlega um þetta mál og i greinargerð þar að lútandi segir hann m.a.: ,,í september þessa árs sam- þykktu skipulagsnefnd og bæjar- ráð Hafnarfjarðar að úthluta skyldi tveimur íbúðarlóðum við Jófríðarstaðarveg, á horninu við Ölduslóð. Þetta er breyting frá staðfestu deiliskipulagi frá 1979, en þar var sýnt eitt hús með aðkomu frá Ölduslóð. Hornlóðin er alls tæpir 1300m2, sem er fullstórt fyrir eitt einbýlis- hús. Upphaflega voru gatnamótin hugsuð með öðrum hætti, og var lóðin þá minni. í endanlegu skipu- lagi var lóðarmörkunum þó ekki breytt, en allstór sneið af horninu látin mæta afgangi. Slæm reynsla er af slíkum afgangssvæðum, enda eðlilegt að íbúar rækti og hirði hverfi sín sem mest sjálfir. Með þessari breytingu verður allt svæðið innan ibúðarlóða. Smá- skiki er þó ætlaður fyrir almenn bílastæði við Ölduslóð, en nokkrar kvartanir hafa borist um skort á þeim. Gert er ráð fyrir að nýbygg- ing geti rúmast á lóðinni við Jófríð- arstaðaveg 15. Umferðarhætta ætti ekki að verða meiri en almennt gerist við hornlóðir, en ef þörf krefur má setja stöðvunarskyldu á gatna- mótin. Ekki verður séð að útsýni úr nærliggjandi húsum skerðist miðað við fyrri tillöguna, húsin standa nú 1-3 metrum lægra, en stærð þeirra er takmörkuð við 2 hæðir og 180- 200 m2 gólfflöt. Breytingin stuðlar þannig að bættu umhverfi og virðist ekki skerða hagsmuni íbúa hverfisins." f BÆJARMÁLA- JLpunktar í aðgerð utan Suðurgarðs. Máfager og matargarg i þvi dró athygli Fjarðarpóstsins að Suðurgarð- inum. En utan hans var ,,útgerðarmaður“ I aðgerð. Stórskip varð til þess að trufla þessa ,,rómantík“ á ,,rúmsjó“. * Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti nýlega að árlega verði nokkrar stofnanir bæjar- ins og starfsemi þeirra kynntar bæjarbúum sérstaklega. Til þess yrði varið einum tilteknum degi, Hafnarfjarðardegi, og skal liann að jafnaði haldinn á afmælisdegi kaupstaðarins. Á slíkum kynningardegi verði ákveðnar stofnanir og fyrirtæki bæjarins opin þeim bæjar- búum, sem vildu skoða þau og kynnast starfsemi þeirra. For- stöðumenn skulu annast kynn- inguna hver á sínum stað og svara spurningum. Bæjarstjóri og bæjarráð munu ákveða liverju sinni hvaða stofnanir verði kynntar. Bæjarstjóri hvetur einnig önnur atvinnufyrirtæki í bænum til að standa að hlið- stæðri kynningu á starfsemi sinni, ef aðstæður leyfa. * Með tilliti til þeirra athugana, sem fram hafa farið á iðnaðar- svæði sunnan Hvaleyrarholts, þá telur skipulagsnefnd Hafnarfjarðar rétt að hefja framkvæmdir á svæðinu ofan Reykjanesbrautar, enda þótt stofnkostnaður sé nokkru meiri, þar sem efra svæðið býður upp á fjölbreyttari mögu- leika til nýtingar og er til lengri tíma. Einnig munu stofnfram- kvæiridir við efra svæðið nýtast fyrir neðra svæðið, ef ástæða þykir til að taka það til bygg- ingar samhliða efra svæðinu. Skipulagsnefnd liefur lagt til við bæjarráð, að skipulags- vinnu við svæðið ofan Reykja- nesbrautar verði framhaldið. * Innheimta álagðra gjalda hjá Hafnarfjarðarbæ er mjög áþekk og á síðasta ári. 30. september sl. var innheimta útsvars og aðstöðugjalda um 48% eða 1% betri en sl. ár, en fasteignagjalda um 84,6% eða 3% lakari. Þess skal getið að hvert prósentustig útsvars og aðstöðugjalda vegur fjórfalt á við hvert prósentustig fast- eignagjalda. * Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur lýst sig meðmælta því að komið verði upp sambýli í Hafnarfirði fyrir þroskahefta, sem starfi skv. lögum nr. 47/1979, sbr. lög 41/1983. Bæjarstjórn beinir því til félagsmálaráðuneytis og svæðisstjórnar Reykjanes- umdæinis að slíku sambýli verði sem fyrst komið upp og það starfrækt í Hafnarfirði og að þessi aðilar mæli með því, að fjármagn fáist úr Fram- kvæmdasjóði fatlaðra í þessu skyni. * I íþróttaráði hefur komið fyrirspurn frá Sundfélagi Hafnarfjarðar um hvort félagið fái leyfi til að setja upp auglýs- ingaspjöld á veggi Sundhallar- innar úti við heitu pottana.

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.