Fjarðarpósturinn - 07.09.1989, Blaðsíða 1
MK
^ WWmwJ
FERÐASKRIFSTOFA
Bæjarhrauni 10
Hafnarfirði
Sími652266
FJflRÐflR
W^Mpöstunnn
» u ■ i # ■ r /■ ■ f b
25.TBL. 1989-7. ARG.
FIMMTUDAGUR 7. SEPT.
VERÐ KR. 70,-
MK
JÆ mWMwim
FERÐASKRIFSTOFA
Bæjarhrauni 10
Hafnarfirði
Sími652266
- - -• - 'lZ'y' ' ■■
Eigandaskipti
á A.-Hansen
Eigendaskipti urðu í vikunni á Veitingastaðnum A.-Hansen.
Staðurinn verður að sögn nýja eigandans rekinn með svipuðu sniði
og hingað til, a.m.k. til að byrja með.
Það er Vignir Guðmundsson sem rekið hefur Kvosina og Sælk-
erann í Reykjavík sem keypti Veitingahúsið A. Hansen af Sigurði
Óla Sigurðssyni. Staðurinn hefur verið rómaður fyrir góðan mat og
sagði Vignir að hann myndi halda óbreyttri stefnu hvað reksturinn
varðar.
tjá sig um málið í gærkvöldi. Sam-
kvæmt heimildum Fjarðarpósts-
ins mun símskeytið hafa komið
Patreksfirðingum í opna skjöldu.
Þeir standa nú e.t.v. frammi fyrir
því að þurfa að standa við sitt
tilboð, í nafni Stapa, í skipið, en
það var aðeins 100 þús. kr. lægra
en tilboð Stálskipa. Á sama tíma
eru þeir að huga að kaupum á
öðru skipi og hafa sér til stuðnings
yfirlýsingar sjávarútvegsráðherra
þess efnis að útvega þurfi 100,
Gfnvel 200 millj. kr. úr ríkissjóði
Hafnfi rðingar frjósamir á síðasta ári:
Fæöingum fjöigar um 30%
- en 1 M% á landinu öllu
í ársskýrslu Heilsugæslustöðvarinnar Sólvangs fyrir síðasta ár, sem
nýkomin er út, kemur m.a. fram, að fæðingum fjölgaði í bænum um
tæp 30%. 314 Hafnfirðingar fæddust og þar af barst tilkynning um eina
fæðingu í heimahúsi. I skýrslunni koma einnig fram athyglisverðar
niðurstöður í rannsóknum á skólaslysum. Athyglisverðast má telja, að
beinbrotum fækkar um 66 í 36 á árinu.
nú 40 manns í 31 stöðugildi. Árið
1988 voru skráð alls 47.897 sam-
skipti, en það samsvarar um 190
samskiptum á dag alla virka daga
ársins. Álagið dreifist nokkuð
Á árinu 1988 fæddust á landinu
öllu 4.673, en 1987 4.193, þannig
að fæðingarfjölgun á landinu nam
á sama tíma aðeins 11,4%.
Við heilsugæslustöðina starfa
jafnt yfir árið, en þó má sjá veru-
lega álagstoppa í inflúensufaraldri
síðari hluta ársins.
Það má einnig sjá greinilega
aukningu í aðsókn á bráðamót-
töku við stöðina, en þar er sinnt
slysum og öðrum skyndilegum
veikindum, sem fólk getur komið
með til dagvaktarinnar þegar það
nær ekki í sinn fasta heimilis-
lækni.
Stálskip draga tilboðið
í Sigureyna til baka
Eigendur Stálskipa í Hafnarfirði sendu sýslumanni Barðstrendinga á
Patreksfirði símskeyti í gær, þar sem tilkynnt var að fyrirtækið dragi
tilboð sitt í togarann Sigurey til baka. Samkvæmt heimildum Fjarðar-
póstsins höfðu eigendurnir þá ekki fengið svar frá bústjóra þrotabúsins
um það hvort gengið yrði að tilboði þeirra. Frestur hans til svara er 14
dagar, og rennur fresturinn út n.k. þriðjudag.
Eigendur Stálskipa vildu ekki til þeirrar fjárfestingar.
Samkvæmt heimildum Fjarð-
arpóstsins höfðu eigendur Stál-
skipa fengið fullvissu þess, að
hvorki Landsbankinn né Fisk-
veiðasjóður myndu ganga að
þeim vegna ábyrgða í Sigurey. Þá
munu lánastofnanir hafa lýst sig
reiðubúnar til að greiða götu
þeirra í skipakaupunu. Eftir því
sem næst verður komist munu eig-
endurnir einfaldlega hafa fengið
sig fullsadda af þeim „pólitíska
hildarleik", sem mál þetta allt hef-
ur tekið á sig.
Hættulegasti árstíminn í umferðinni
Skólafólkið okkar hefur nú störf á ný. Eins og sjá má á þessari mynd, sem tekin var í Bókabúð Olivers
Steins síðdegis í gær, var örtröð mikil, enda óteljandi stíla- og reikningsbækur sem renna út úr bókabúð-
um þessa dagana.
Af þessu tilefni biður lögreglan vegfarendur að hafa í huga, að nú hefja fjölmörg börn skólagöngu í
fyrsta sinn. Þau eru oft með hugann bundinn við hina nýju lífsreynslu sem skólagangan er, hætturnar í
umferðinni gleymast á meðan. - Stillum ökuhraðann með þetta í huga..- Því miður verða flest slys á
börnum í umferðinni á þessum árstíma.
Nýji slökkviliðsbfllinn í árekstri
Nýjasti siökkviliðsbfllinn lenti í
árekstri sl. sunnudag. Bfllinn er
mikið skemmdur.
Slökkviliðið var kallað til hjálp-
ar vegna áreksturs tveggja bíla og
bílveltu á Strandaheiði sl. sunnu-
dag, en nota þurfti tækjabúnað
slökkviliðsbíls til að ná fólki úr
annarri bifreiðinni.
Á gatnamótum Reykjanes-
brautar og Lækjargötu ók gröfu-
bíll í veg fyrir slökkviliðsbílinn
með fyrrgreindum afleiðingum. -
Ekki urðu slys á mönnum, en bif-
reiðin er mikið skemmd, eins og
fyrr segir.
Kallaður var til bíll úr Reykja-
vík í stað Hafnarfjarðarbílsins.