Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.09.1989, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 07.09.1989, Blaðsíða 3
KOMPAN. Samfelld heilsugæsla nýrra Gaflara „Opið hús“ er heiti á nýrri þjónustu á heilsugæslustöðinni í Sól- vangi. Þar koma saman foreldrar með ungabörn, sem auk þess að njóta samvistum við aðra nýbakaða foreldra, fá fræðslu um helstu þætti ungbamaverndar og uppeldis. Myndin hér að ofan er tekin í fyrradag á heilsugæslustöðinni af þremur mæðram með böra sín, ásamt þremur staifsmönnum stöðvarinnar. Foreldrar koma einu sinni í viku, í sex skipti. Efnið sem tekið er fyrir er: Brjóstagjöf, Þunglyndi og kynlíf eftir fæðingu, fyrirtíða- spenna, tanntaka og vernd, slys á börnum, matarræði ungbarna, óvær ungbörn og einnig er ung- barnanudd kynnt. Að sögn Kristínar hjúkrunar- forstjóra hefur þessi þjónusta ver- ið mjög vel nýtt af foreldrum í bænum. Hún sagði að með henni og námskeiðum fyrir verðandi foreldra mætti segja, að samfellu væri náð í heilsugæsluþjónustunni við Sólvang. Það kemur einnig fram í árs- skýrslu stöðvarinnar, að heildar- fjöldi kvenna sem komu til skoðunar 1988 í mæðravernd var 174 og hefur aukning orðið 68 konur milli ára. Skoðanir voru alls 1.429, en þeim hefur því fjölgað Flóamarkaður Hvítur reiðhjólahjálmur tapaðist við Suðurvang. Finnandi vinsamlegast hringið í síma 50428. íbúð óskast. Par með tveggja og hálfs árs strák óska eftir 2ja til 3ja herbergja íbúð í Hafnarfirði í skamman tíma. Góð umgengni, reglusemi og öruggar greiðslur. Uppl. í síma 673369. Óskum eftir 3-4 herbergja íbúð strax/sem fyrst. öruggar greiðslur og einhver fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Uppl. í síma 92-15605. Til sölu barnakerruvagn með burðarrúmi. Mjög vel meðfarinn og lítið sem ekkert notaður. Uppl. í síma 51719. um 429 frá því árið áður. Heimsóknir hjúkrunarfræðinga í heimahús til kornabarna voru 1.570 og voru 63 börn í umsjá hjúkrunarfræðinga um áramótin 1988/1989. Öll börnin eru í skýrsl- unni sögð hafa dafnað vel, fyrir utan eitt, sem hefur verið í með- ferð vegna vanþrifa. Eitt bam fæddist með fæðingargalla á árinu. Tvíburar vom 3, 18 börn fæddust léttari en 3.000 gr og eitt léttara en 2.000 gr. Af þessum börnum vora sjö fyrirburar. Bókaunnendur athugið Við bindum inn bækur og tímarit af öllum stærðum og gerðum. Hvort sem um er að ræða heil ritsöfn eða einstök verk. Innbundin bók í varanlegu bandi er bæði falleg og aðgengilegt hvort heldur á heimilinu eða vinnu- staðnum. Qóð bók er gulls ígildi, og enn betri í góðu bandi. Hringið eða komið og kannið málið. Bókbandsstofan, Qoðatúni 1, Qarðabæ HAFNFIRÐINGAR! OPIÐ ALLA DAGA FRÁKL. 14.00-23.30 VIDEO START Miðvangi 41 S 652235 SUMARBÚSTAÐA- BYGGÐí KRÝSUVÍK Bæjarráð hefur ákveðið að beina því til skipulagsnefndar að athugað verði hvort unnt sé að skipuleggja svæði fyrir sumar- bústaðabyggð í landi Hafnar- fjarðar. Bent er m.a. á Krýsuvík í þessu sambandi. Sömuleiðis er bent á tengsl slíkrar landnýtingar við landgræðslu og skógrækt. BÆRINN KAUPIR AF HAGVIRKI Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nýverið að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Hag- virki h.f. um kaup á þremur til fjóram íbúðum tii kaupleigu að Suðurhvammi 11 á sambærilegum verðum og tíðkast hafa í kaupum bæjarsjóðs á húsnæði til kaup- leigu. AUKAFJÁRVEITING VEGNA SJÚKRAKORTA Framkvæmdastjóri heilsugæslu- stöðvarinnar hefur ritað bæjaryf- irvöldum bréf þar sem leitað er eftir 500 þús. kr. aukafjárveitingu til að mæta kostnaði stöðvarinnar vegna útgáfu sjúkrakorta, sam- kvæmt læknisvottorði, í Sundhöll Hafnarfjarðar. Stjórn Verkamannabústaða í Hafnarfirði Stjórn Verkamannabústaöa í Hafnarfiröi aug- lýsir hér með eftir umsóknum um íbúöir í Verka- mannabústöðum í Hafnarfirði. Þeir sem koma til greina, þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði: 1. Eiga lögheimili í Hafnarfirði þegar sótt er um. 2. Eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign. 3. Hafa ekki haft hærri meðaltalstekjur árin '86, ’87 og ’88 en 927 þús. á ári auk 89 þús. kr. á hvert barn innan 16 ára aldurs. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu stjórnar Verkamannabústaða, Móabarði 34, sem eropin mánudaga, þriðjudagaog miðvikudagafrá kl. 16.00-18.00. Sérstök athygli er vakin á því að endurnýja þarf eldri umsóknir. Umsóknarfrestur er til 15. september nk. og ber að skila umsóknum á skrifstofuna í síðasta lagi þann dag eða í póst- hólf 272, Hafnarfirði. STJÓRN VERKAMANNABÚSTAÐA í HAFNARFIRÐI 3

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.