Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.12.1990, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 13.12.1990, Blaðsíða 5
FJflRDfK pösturmn RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÍÐA PTOPPÉ AUGLÝSINGASTJÓRI: HANNA FRIÐJÓNSDÓTTIR ÍÞRÓTTIR: ÞÓRÐUR BJÖRNSSON OG SVEINBJÖRN BERENTSSON DREIFINGARSTJÓRI: HALLDÓRA GYÐA MATTHÍASDÓTTIR LJÓSMYNDIR OG ÚTLIT: FJARÐARPÓSTURINN INNHEIMTUSTJÓRI: SIGURÐUR GÍSLI BJÖRNSSON PRENTVINNSLA: GUÐMUNDUR STEINSSON OG BORGARPRENT SKRIFSTOFA FJARÐARPÓSTSINS ER AÐ BÆJARHRAUN116,3. HÆÐ, PÓSTFANG 220 HAFNAR- FIRÐI. OPIÐ ER ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 10-17. SÍMAR 651945 (SÍMSVARI EFTIR LOKUN) OG 651745. FJARÐARPÓSTURINN ER AÐILI AÐ SAMTÖKUM BÆJAR- OG HÉRAÐSFRÉTTABLAÐA. Hrikalegar lýsingar Þær eru hrikalegar lýsingarnar sem Gísli Sigurðsson, læknir, gefur okkur af lífi þess fólks, sem býr í stríðshrjáðu landi. Við getum haft stórar áhyggjur af því hvort við getum keypt nógu stórkostlegar jólagjafir; hvort við eigum nógu góð jólaföt; hvað við eigum að borða á jólunum og með hverjum. Allt er þetta hjómur einn, er við hlustum á Gísla lýsa störfum sínum í stríðshrjáðu landi síðustu vikur og mánuði. Lítli börn eru skotin á færi, menn eru drepnir, ef hermönn- um sýnist svo, -bara ef þeirfara í taugarnaráþeim. Fjöldinn hefur hvorki í sig né á. Það er áreiðanlega rétt, sem Gísli sagði við heimkomuna til íslands: Líklega hafa allir gott af því að upplifað það sem fjölskylda Gísla Sigurðssonar og Birnu Hjaltadóttur hefur reynt síðustu mánuðina. Eflaust megum við þakka fyrir margt og mikið, sem við tökum sem sjálfsögðum hlutum. Til hamingju Kristín Kristín Loftsdóttir heitir ung hafnfirsk stúlka. Fyrirtveimur árum vann hún til bókmenntaverðlauna fyrir barna- og ungl ingabókina „Fugl í búri“. Kristín lét ekki þar við sitja og gaf út nú fyrir jólin bókina „Fótatak tímans", sem útnefnd hefur verið, ásamt sex örðum fagurfræðibókum, til bókmennta- verðlauna. Þeir sem lesið hafa bækur Kristínar, geta áreiðanlega verið sammála Fjarðarpóstinum, að þarna er á ferðinni at- hyglisverður „penni“. Þrátt fyrir ungan aldur sýnir Kristín óvenjulegt næmi og persónulýsingar hennar í þessum tveimur bókum láta engan ósnortinn. Til hamingju Kristín. Vonandi fáum við sem fyrst meira að heyra, þ.e.a.s. að lesa. Verslum í heimabyggð Það þarf varla að ítreka mikilvægi þess, að Hafnfirðingar versli í heimabyggð fyrir jólin. Ekki er nokkur leið að efla og bæta þjónustuna við bæjarbúa, ef þeir rjúka síðan til Reykja- víkurtil innkaupa. Það verður fróðlegt að fylgjast með vilja bæjarbúa í þess- um efnum nú fyrir jólin. Ung stúlka, sem vinnur í verslun í Kringlunni, sagði við þann sem þetta ritar, að hún hefði aldrei séð eins marga Hafnfirðinga á einum stað eins og í vinnunni fyrir síðustu jól. - Eflum og bætum eigin þjónstu. Verslum í heimabyggð. JJ Þaö var fyrir 16 kílóum síðan (( - Rætt við Sólveigu Fríðjónsdóttur, sem náöhefur undraverðum árangii í keppninni viö aukakílóin. „Það var fyrir 16 kflóum síðan, eða í maímánuði sl., að ég var beðin að taka þátt í tiiraun þriggja kvenna á vegum tímaritsins Mannlífs. Til- raunin fólst í því að fara í megrunarkúrinn Nutrilet undir eftirliti og leyfa blaðinu að fylgjast með mér. Kúrinn kom mér af stað, þannig að ég er nú 16 kflóum léttari. Reyndar er ég núna 27 kflóum léttari en ég var 1986, en þá var ég reyndar nýbúin að eiga barn“, sagði Sólveig Friðjónsdóttir, húsmóðir og fulltrúi hjá Eimskip, en af meðfylgjandi myndum má sjá þann gífurlega mun sem orðinn er á henni. Sólveig er ekki hávaxin, er 164 Á þessum tíma setti ég mér cm á hæð, þannig að 16 kg þýða grundvallarreglur. Ég steinhætti að nota mjólk í kaffi, og skil ekki ennþá hvernig ég fór að því. Þá hætti ég að nota smjör á brauð. Það er enginn vandi, osturinn er nægur og það má rista brauðið, ef fólki finnst smjörið ómissandi. Þá forðast ég sósur og nota þær helst ekki. Fiskur, sem eldaður er í lok- uðu íláti, hefur nógu mikinn safa eða vökva þannig að sósa er óþörf. Á meðan ég var í kúrnum minnkaði einnig löngunin í sæl- gæti, en það nota ég helst ekki í umtalsverða breytingu á vexti. Við báðum Sólveigu að segja okk- ur svolítið frá því, hvernig hún fór að þessu, þó ekki væri nema til að gefa okkur hinum von, sem sjáum fram á þyngdaraukningu yfir „át- hátíðina" miklu, jólin. Sólveig segir svo frá: „Það var í byrjun maí. Ég hafði náð af mér 12-14 kg eftir síðasta barnsburð en virtist þá ætla að standa í stað. Ég greip tækifærið og reyndi þennan kúr. Hann er unninn af norskum lækni og samansettur af næringardufti, sem hrært er út í vatni. Fimm skammtar, samtals 420 hitaeiningar, af duftinu fuil- nægja dagsþörf eins manns, en auk þess fylgja með lýsis- og bæti- efnapillur sem nauðsynlegt er að taka inn daglega. Einnig er leyfi- legt að fá sér l;;tt grænmeti ef við- komandi finnur til svengdar eða máttleysis meðan á kúrnum stendur, sem ég var í í tíu daga. Mér leið ágætlega þessa daga og fann ekki til máttleysis eða þreytu. Ég hafði mikið að gera í vinnunni og tók á tímabilinu tvö próf í Öldungadeildinni og gekk bara vel. Á ellefta degi var ég sjö kílóum léttari. Það var á þeim punkti sem ég ákvað að halda áfram. Ég hef farið í marga megr- unarkúra um ævina og geri mér því grein fyrir, að það sem skiptir höfuðmáli er að léttast hægt og jafnt og þétt. Mataræðið skiptir öllu, en alls ekki einstakir tíma- bundnir kúrar. Því ákvað ég að gera í eitt skipti fyrir öll róttækar Sólveig, eins og hún leit út í upp- breytingar í lífi mínu. hafi megrunar í maísl. dag. Ég læt mér einnig nægja eina brauðsneið á dag. Það er fyllilega nóg, en ég vil ekki vera án þess.“ - Hvað með kartöflur? Eru þær ekki bannvara? „Nei, í raun er fátt í sjálfum fæðuhringnum bannvara. Það er þó algjör óþarfi að borða eins mikið af kartöflum og við höfum flest vanið okkur á. Ég tel núna kartöflurnar í pottinn. Ein meðal- stór á mann er fyllilega nóg.“ Sólveig er síðan spurð um fram- haldið. Hvernig gekk að halda í farinu, en flestir sem ná góðum árangri uppgötva allt í einu, að öll kílóin eru komin aftur og jafnvel fleiri til viðbótar: „Frá því í maí hef ég farið þrisvar í Nutrilett- kúrinn, eða í þau skipti sem mér hefur fundist að ég sé að detta í gamla farið. Þá er hreyfingin stór þáttur í þessu. Hress í Hafnarfirði bauð okkur mánaðarmánskeið á með- an á þessu stóð. Þá fór ég í nudd og í rafmagnsnuddtæki, svonefnt Trimm Form, sem vinnur gegn cellulit, jafnframt sem það styrkir og þjálfar. Allir þessir þættir sam- verkandi hjálpuðu með þeim ár- angri sem ég bý við í dag.“ Það kom einnig fram í viðtalinu við Sólveigu, að þessi „hreingern- ing“ hennar á eigin líkama hefur enn meiri þýðingu fyrir hana en marga aðra. Hún hefur átt við sjúkdóm að stríða þar sem hún mæðist hraðar en gengur og gerist. Sólveig sagði í því sam- bandi: „Ég gat til dæmis ekki orð- ið skúrað gólfin í húsinu án þess að nota úðalyf fyrir lungu. f dag finn ég ekki næstum því eins mik- ið fyrir þessu, þó svo ég skúri allt húsið og skrúbbi. - Það væri gaman að kíkja í fataskápinn þinn? Samvisku- spurning: Ertu búin að henda fötunum af „feitu Sólveigu?“ „Nei, ég hef engu hent enn þá en ætla mér að gera á næstu Jólaljósin í Hafnarfjarðarkirkjugarði Ljósin verða afgreidd frá og með laugardeginum 15. desember til og með sunnudeginum 23. desember. Opið frá kl. 13-19 virka daga og frá kl. 10-19 laugardag og sunnudag Sólveig í dag. dögum. Því ég er ákveðin í því að þurfa ekki þessa stærð af fötum aftur. - Ertu ekkert hrædd við af- leiðingar átveislunnar miklu um jólin? Er nú ekki í lagi að leyfa sér svolítinn munað og ná því svo aft- ur af sér eftir jólin? „Bíddu við. Þetta er einmitt stóri misskilningurinn. Hér er maður ekki góður við sjálfan sig, heldur virkilega vondur. Þetta er misnotkun á líkamanum. Það er til dæmis engin afsökun að þyngj- ast um einhver fimm kíló og ná þeim síðan af sér „einhvern tíma síðar, og nota jólin sem afsökun.“ - Hvað með fjölskylduna. Fær hún eintóman megrunarmat alla daga og engar kökur á jólunum? „Nei, en ég vildi gjarnan að fjölskyldan gerði sér einnig grein fyrir þessum grundvallarþætti í meðferð líkamans. Það kemur þó áreiðanlega. Ég hef engu breytt í þeirra mataræði, nema til góðs með meira grænmeti og ferskari mat. Talandi um jólin, þá ætla ég að baka fjórar smákökutegundir og láta það nægja. Ég verð með allt mögulegt í jólamatinn í þrem- ur jólaboðum, meðal annars steikt lambalæri og kjúklinga. Hvað varðar sjálfa mig þá ætla ég ekki að láta jólin eyðileggja neitt fyrir mér. Ég fór í fimm vikna sumarfrí í sumar og bætti þá á mig einu kílói, sem ég náði strax af aftur og það verður ekki öðru vísi núna.“ - Hvernig er það með vigtina? Stendur þú ekki á henni allan lið- langan daginn? „Ég vigta mig daglega, enda eru fimm kíló ekki lengi að koma, - en miklu lengur að fara. Auðvitað er ég ánægð en geri mér fyllilega grein fyrir því hversu auðvelt er að tapa þessum leik, ef ekki er gætt fyllstu aðgæslu. Mataræðið verður að vera orðið hluti af lífinu til þess að það geti kallast eðlilegt hverjum og einum.“ - Getur þú ekki ráðlagt þeim, sem enn erum „hinum megin“ við rétta þyngdarpunktinn eitthvað, sem að góðu gagni kemur svona rétt fyrir jólahátíðina? „Það væri þá í fyrsta og síðasta lagi, að segja ekki: „Ég byrja á mánudaginn", þ.e. að geyma það ekki fram yfir jólin. Það er ekki að vera góður við sjálfan sig, heldur vondur, eins og ég sagði áðan. Vellíðanin sem fylgir þessum árangri er ólýsanleg. Ég óska bara öllum góðs gengis sem hyggj- ast takast á við sjálfa sig. - Ein mikilvæg spurning í lokin, Sólveig. Hvaðborðaðirþú í dag? „í morgunmat: Eina brauðsneið og einn tómat. I hádeginu: Brauð með skinku og osti, á hlaupum í vinnunni. Kvöldmaturinn var pönnusteiktar frampartssneiðar, ferskt hrásalat með ávaxtasafa í stað majoness. Með því drakk ég appelsínusafa. - Ekkert annað, enda nóg.“ Við þökkum Sólveigu fyrir spjallið og hvatninguna til allra hinna, „hinum megin við línuna". JÓLABLAP FJARÐARPÓSTSINS Jólablað Fjarðarpóstsins kemur út miðvikudaginn 19. desember. Auglýsendur: Tryggið ykkur auglýsingapláss í tíma fyrir jólin 1 Hún sagðist í lokin eiga eftir mikilvægan hlut, en það er aðgát og hreyfing. Við óskum henni góðs gengis, og vonum að ein- hverjir hafi haft gagn af. Selt blað er lesið blað FJflRÐflR póstunnn Alúeblweklíáaitttb g& pa*da jólakosdin -------<2/-------- LJÓSMYNDA HÚSID DALSHRAUNI 13 HAFNARFIRÐI SlMI: 91-53181 ALLT TIL JÓLAGJAFA I|V RAYMOND WEIL GENEVE LE TEMPS CRÉATEUR FIDELIO Sígild hönnun, handunnið, með 18 K. gullhúð, vatnsþétt. Einnig til í dömustærð með eða án steina. Verð frá kr. 69.000,-. ÚR OG SKARTGRIPIR Strandgötu 37, sími 650590 B Y fil 1 K C 2 1' 00 -< z ihi í DVIffl Q Tilvaldar vörur til jólagjafa o LL fyrir heimasmiðinn. -n LL Einnig jólaskraut í úrvali B 1 73 0 o BYKO — X. >. Z c m VIÐ REYKJANESBRAUT 1 1 2 S í M 1 5 4 4 1 1 4 5

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.