Fjarðarpósturinn - 01.10.1992, Blaðsíða 7
Fjörugarðurinn
Hvundagstilboð: Þríréttab á kr. 990
- Opió í hádeginu fimmtud., föstud. og laugardaga
Ósviknar
víkingaveislur
Skoöunar- og
sjóferbir fyrir hópa
Kostakjör
fyrir stóra og smóa hópa
Góður matur
franskt, íslenskt
eldhús
Syngjo
gengilb
iandi
einur
Jón Möller á
sínum staö
Fjörukráin
Strandgötu 55.
s: 651213 og 651890
Allt fyrir gæludýrin á nýjum stað
Ný verslun hefur verið opnuð
að Bæjarhrauni 12, Dranga-
hraunsmegin, en það er Gull-
fískabúðin. Þar er að finna
mikið úrval af skrautfiskum og
fuglum, m.a. kanarífugla, sem
eru vandfengnir. Auk þess eru
þar naggrísir, hamstrar og
fóður handa öllum tegundum
heimilisdýra, að ógleymdum
öðrum vörum, sem fylgja þarf
heimilisdýrahaldi, svo sem búr,
körfur, ólar o.s.frv.
Fjarðarpósturinn hitti að máli
einn aðaleiganda verslunarinnar,
Rúnar Halldórsson, stjómarfor-
mann, en Gullfiskabúðin hefur
einnig verið rekin um árabil í
Fischersundi í Reykjavík. Hann
sagði að það hefði sýnt sig á fjölda
hafnfirskra viðskiptavina í
Reykjavík, að þörf væri fyrir slíka
Rúnar Halldórsson, lengst til vinstri, þá Gylfi Þór Sigurðsson og
Hrafnhildur Þórðardóttir.
verslun hér, því hefðu þeir á-
kveðið að gera tilraun með
reksturinn.
I Gullfiskabúðinni er m.a.
Nýi Dansskólinn:
mikið úrval af kanarífuglum, sem
Rúnar sagði, að yfirleitt væri erfi tt
að fá. Þau sérhæfa sig ennfremur
í hundamat, bæði dósamat og
þurrmat í hentugum pakkningum
af tegundinni Bento.
Hópur keppenda til Bretlands
, Hópur danspara frá Nýja Dansskólanum er á förum til Bret-
landseyja til þátttöku í danskeppnum. Keppt verður í Bonansa
danskeppni í Norður Englandi, London Open-keppninni í
Brentwood, Imperial-danskeppni í Hemel Hemsted í London og
Alþjóðlegu danskeppninni í Brentwood. Þá verður og keppt í
heimsmeistarakeppi í Latín dönsum í Edinborg á Skotlandi.
Fararstjóri og kennari í ferðinni er Rakel Guðmundsdóttir.
Pörin sem fara utan til keppni vinnumanna. Bjami Þór Bjarna-
eru eftirtalin, en mörg þeirra taka son og Jóhanna Jónsdóttir, enn-
þátt í fleiri en einni keppni: Jón fremurþauRagnarSverrissonog
Stefnir Hilmarsson og Berglind FjólaRúnÞorleifsdóttireruíhópi
Freymóðsdóttir, en þau eru í áhugamanna.
riðlum 35 ára og eldri og taka Brynjar Öm Þorleifsson og
m.a. þátt í heimsmeistarakeppni Sesselja Sigurðardóttir eru í
í Latín dönsum í Edinborg á riðlum unglinga. í riðli bama
Skotlandi þann 17. október. yngri en 12 áraeru þau Benedikt
Haukur Ragnarsson og Esther Einarsson og Berglind Ingvars-
Inga Níelsdóttir em í riðlum at- dóttir.
m RAMMABÐRE INNRÖMMUN JSSr R' Bœjarhrauni 2, 222 Hafnarfirði ^ Sími: 652892 - P.O. Box 58 Opið virka daga kl. 13-18 SMURSTÖÐ ESSO REYKJAVÍKURVEGI 54 - SÍMI 50330 Opiö mánudaga-fimmtudaga kl. 8-18 föstudaga kl. 8-15 Seljum allt sem viökemur smurningu
Skerum og slípum gler og spegla eftir máli Smíðum ramma utan um spegla Höfum mikið úrval af rammaefni til innrömm- unar Reynið viðskiptin Glerslípun og mnrömmun DALSHRAUNI 1 - SÍMI 52834 Allar almennar gerðir og mótor- ■ Slmi 54958 ■ Z stillingar. B •áÉNÉk 11 dm 1 Þjónustuaóili fyrir Hmb.. íal Mitsubishi eigendur Bifreiðaverkstæðið . Munió eftir ábyrgó- SKUTAHRAUNI 13 arskoóunum.
FYRIRTÆKIIFIRÐINUM:
Reyndir meistarar með nýja stofu
Hárgreiðslumeistararnir
Þuríður Erla Halldórsdóttir og
Sóley Herborg Skúladóttir hafa
opnað nýja hárgreiðslustofu.
Hún heitir Hárgreiðslustofan
Reykjavíkurvegi 16, og er þar
til húsa. Þuríður og Sóley eru
báðar reyndir hárgreiðslu-
meistarar og hafa starfað og
numið erlendis.
Sóley starfað m.a. hjá Stuhr í
Kaupmannahöfn og hefur unnið
mikið í tengslum við leikhús. Hún
hefur tvívegis haldið hágreiðslu-
sýningar hér heima. Sérgreinar
hennar eru klippingar og tækni.
Þuríður Erla er nýflutt heim frá
Bandaríkjunum, þar sem hún
starfaði. Hún hefur sérhæft sig í
hárlitunum og var m.a. með
sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum
um litgreiningar, sem hún tekur
einnig að sér. Hún hefur einnig
haldið sýningar og báðar hafa þær
sótt fjölda námskeiða í iðngrein
sinni. Þuríður er Hafnfirðingum
ekki ókunn, því hún vann um tíma
á Lokknum, ennfremur hjá Brósa
í Reykjavík.
Vörumar sem þær nota eru
umhverfisvænar og ofnæmis-
prófaðar. Þuríður notar Systéme
Biologe en Sóley Bonacure frá
Swhwarzkorf. Hárgreiðslustofan
Reykjavíkurvegi 16 verður opin
frá þriðjudegi til föstudags frá kl.
9- 17 og á laugardögum frá kl.
10- 13.
Leikskólinn við Hlíðaberg:
Lóðakostnaður 14,1 m.kr.
Verktaki að leikskóla við Hlíðarberg, Byggðaverk h.f., hefur
lagt fram tillögu að lóðafyrirkomulagi, ásamt einingaverðskrá.
Heildarverð við lóðir, utan og innan girðingar, er 14,1 millj. kr.
og samþykkti bæjarráð á fundi 17. sept. sl. að ganga til samninga
við Byggðaverk um umræddar lóðir.
Teikning að frágangi lóðanna hefur verið yfirfarin af félags-
málastofnun og verðskrá af framkvæmdadeild bæjarverkfræðings.
Heildarverð lóðar innan girðingar, 2.200 femi, er áætlað 10,1 millj.
kr. en lóðar utan girðingar, um 1.000 ferm., 4 millj. kr.
Ofangreindir aðilar mæltu með að gengið yrði til samninga á
gmndvelli þessara gagna og að samþykkt verði að verktaki hefji
verkið og ljúki því áður en leikskólinn verður tekinn í notkun f byrjun
marsmánaðar 1993.
Sóley Herborg Skúladóttir, sitjandi, og Þuríður Erla Halldórsdóttir,
sem opnað hafa nýja hárgreiðslustofu að Reykjavíkurvegi 16.
Til greiðenda
fasteignagjalda
Þeim sem ekki hafagertfull skil áfasteignagjöldum
til Bæjarsjóös Hafnarfjarðar, eöa samiö um greiðslur
þeirra, er bent á aö gera þaö strax, svo komist veröi
hjá þeim mikla kostnaði sem beiðni um uppboö hefur
í för meö sér.
Skrifstofa Bæjarsjóös aö Strandgötu 6, 1. hæö, er
opin mánudag til föstudags frá kl. 9.30-15.30.
Innheimtudeild.