Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.02.1996, Qupperneq 2

Fjarðarpósturinn - 15.02.1996, Qupperneq 2
2 Fjarðarpósturinn Ibúar í nágrenni gamla Hauka- vallarins á Holtinu safna undirskriftum Vilja að völlurinn verðileik- svæði fyr- ir börn íbúar í nágrenni gamla Hauka- vallarins á Holtinu standa nú f'yrir undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að völlurinn verði leik- svæði fyrir börn og skipulagður sem grænt svæði. Bæjaryfirvöld hyggjast hinsvegar skipuleggja þar byggð og byggja þar blokkir. í bréfi sem Fjarðarpóstinum hefur borist frá íbúunum um málið segir m.a.: „Við sem búum í nágrenni vallarins erum vægast sagt ósátt við að eyðilagt verði eina leiksvæðið sem börnin okkar hafa og eru örugg á, því öðru megin við okkur er Suð- urbrautin með öllurn sínum umferð- arþunga og hinum megin er iðnaðar- hverfi svo við spyrjum: Hvar eiga bömin okkar að leika sér?“ Guðbjörn Ólafsson einn þeirra sem standa að undirskriftasöfnuninni segir að listar hafi verið lagðir fram í alla söluturna á svæðinu og að við- brögð þau sem komið hafa frá öðr- um íbúum hafi verið jákvæð. „Við vitum að þetta mál er nú til umræðu í skipulgsnefnd og viljum að okkar sjónarmið komist á framfæri," segir Guðbjöm. TILSÖLU Til sölu vettlingar og prjóna- vörur. Uppl. í síma 555 4423 milli kl. 16 og 19 Mjúkir og loðnir Silfur persa kettlingar til sölu. Seljast ódýrt en eru hreinræktaðir. Uppl. í síma 551 3732 Til sölu er vel með farinn Sil- ver Cross barnavagn (bátalaga). Uppl. í síma 565 2154 HÚSNÆÐI Óska eftir 3ja - 4ra herb. íbúð sem fyrst. Helst sem næst Engi- dalsskóla. Greiðslugeta allt að 40 þús. á mánuði. Uppl. í síma 555 1440 ATVINNA Óska eftir góðri konu eða stúlku til að koma á heimili í Hafnarfirði og passa 2 börn, 1 árs og 5 ára. Vinnutími frá 9-15. Barngóð og skemmtileg. Uppl. í síma 555 2028. Guðrún Oska eftir atvinnu. Helst eftir hádegi. Margt kemur til greina. Er vön alls konar þjónustustörf- um. Uppl. í síma 555 1440 Nemendur fylgjast áhugasamir með. A innfelldu invndinni sést Magnús Scheving leiðbeina nemendum. Heimsækja skólana og ræða við börnin Að undanförnu hafa þeir Gissur Guðmundsson, rannsóknarlög- reglumaður og Magnús Seheving, fimleikameistari farið í skólana hér í Hafnarfirði og rætt við ungling- ana um fíkniefni og lífið án þeirra. Blaðamaður Fjarðarpóstsins fékk að fylgjast með þegar þeir heimsóttu Hvaleyrarskóla klukkan átta einn morguninn. Gissur byrjaði að ræða við krakk- ana um þá áhættu sem þau væru að taka með því að byrja að neita áfeng- is eða annarra vímuefna. Sagði hann þeim frá nokkrum sorglegum dæm- um um ungt fólk sem hafði orðið vímefnunum að bráð. Einnig ræddi hann við þau um hvernig þau gætu brugðist við ef þau lentu í vanda og hvatti þau að hafa samband við sig ef þeim lægi eitthvað á hjarta, sem þau ættu erfitt með að ræða við aðra. Magnús Scheving kom hress að vanda og ræddi við krakkana um lífið án vímu og hvað það væri gott að lifa slíku lífi. Hann sagði þeim á skemmtilegan hátt frá starfsemi lík- amans, frá hvemig hætta er á að ein- hverjunr forystusauðum í hópi nem- enda takist að ráða ferðinni með for- tölum og þrýsting og hvernig á að segja nei við slíku. Var skemmtilegt að fylgjast með hvernig Magnúsi tókst að fá krakkana smá saman til að tjá sig og verða ófeimin. Ekki var á krökkunum að sjá að klukkan væri bara átta að morgni, all- ir voru vel vakandi og áhugasöm. Eftir þessa skemmtilegu morgun- stund I Hvaleyrarskóla með nemend- um, kennurum og þeim Gissuri og Magnúsi, er ekki efi á því í huga blaðamannsins að þarna er verið að vinna mjög gott forvarnarstarf gegn þessum ógnvald. Arsskrýrsla hundaeftirl itsins Alls voru 413 út- köll á síö- asta ári Samkvæmt ársskýrslu hunda- eftirlitsmanns bæjarins urðu út- köll á síðasta ári 413 talsins en rétt rúmlega 200 hundar eru nú skráð- ir í Hafnarfirði. Algengast var að útköllin kæmu á kvöldin og um helgar en frá lögreglu komu þau í 84 skipti og frá almenningi í 329 skipti. A árinu bárust 123 kvartanir vegna hundahalds en þeim má skipta í þrennt. í fyrsta lagi er kvartað und- an slæmri meðferð eigenda eða um- sjónarmanns, í öðru lagi vegna ónæðis frá hundum og í þriðja lagi vegna sóðaskaps, þ.e. að eigendur þrífi ekki hunda sína. Innborgða hundagjald á árinu nam rétt tæplega 2 milljónum kr., skrán- ingargjald nam tæplega 170.000 kr. og handtökugjöld og fl. námu 127.000 kr. Þessar tölur eru í sam- ræmi við áætlanir sem gerðar voru í upphafi ársins. Filmur og framköllun hlaut verðlaun sem besti Kodak Express staðurinn Síðustliðinn laugardag var haldinn árleg uppskeruhátíð Kodak Express staðanna og þar hlaut Filmur og framköllun í Hafnarfirði verðlaun. Einn hluti dagskrárinnar er að útnefna besta Kodak Express staðinn á árinu. Það er Hans Petersen hf, um- boðsmaður Kodak á íslandi, sem það gerir en einnig fylgjast óháðir aðilar s.s. Ráðgarður með starf- semi staðanna allt árið. Fylgst er með öllum þáttum þjónustunnar og ennfremur er lögð mikil áhersla á gæði framleiðslunnar. Mikil sam- keppni er meðal Kodak Express staðanna um toppsætið og greina vanalega örfá stig milli verslan- anna. Það voru þau í Filmum og Framköllun sem hlutu þennan eft- irsótta titil að þessu sinni, en þau hafa verið við toppinn ár hvert og einu sinni áður orðið hlutskörpust. Þau voru því að vonum ánægð þegar FP hitti þau að máli á mánu- daginn í Miðbænum þar sem verið var að hengja upp skjalið með „Gullfilmunni" en svo nefna þeir hjá Kodak verðlaunin. FP óskar Filmum og Framköllun til hamingju með þennan frábæra árangur sem sýnir metnað í starfi og þjónustugleði gagnvart við- skiptavinum fyrirtækisins. GAFLARIVIKUNNAR Fullt nafn? Gunnar Andrésson. Fæðingardagur? 29. 2. 1960. Fjölskylduhagir? Einhleypur og á einn strák. Bifreið? Opel Ascona '84. Starf? Rafvirki. Fyrri störf? Rafvirki. Helsti veikleiki? Óskipulagður. Helsti kostur? Heiðarleiki. Eftirlætismatur? Lambakjöt og soðin ýsa. Versti matur? Hrogn. Eftirlætistónlist? Flest nema þungarokk. Eftirlætisíþróttamaður? Magnús Scheving A hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur? Jóni Baldvin Hannibalssyni. Eftirlætissjónvarpsefni? Bíó- myndir og góðir framhaldsþættir. Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Beinar fótboltaútsendingar. Besta bók sem þú hefur lesið? Brýrnar í Madison-sýslu. Hvaða bók ertu að lesa núna? F eins og í flótti. Uppáhaldsleikari? Sigurður Sig- urjónsson. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Forrest Gump. Hvað gerirðu í frístundum þín- um? Hvaða frístundum? Fallegasti staður sem þú hefur komið til? Þórsmörk. Hvað meturðu mest í fari ann- arra? Heiðarleika. Hvað meturðu síst í fari ann- arra? Óheiðarleika. Hvern vildirðu helst hitta? Systkinin sem búa erlendis. Hvað vildirðu helst í afmælis- gjöf? Eitthvað sem kemur ánægjulega á óvart. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir 2 millj. í happadrætti? Borga skuldir. Hvað mvndirðu gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Flytja skiptistöð strætisvagna og sýslu- mann aftur í miðbæinn. Ef þú værir ekki manneskja, hvað værirðu þá? Ekki mitt að ákveða það. Uppáhalds Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Það var uppá- koman á fundi Ferðamálanefndar nýlega. Meðan á fundinum stóð hringdi þýskur ferðamaður og vildi fá að vita hvað það kostaði að fara Krýsuvíkurhringinn. Nefndin settist niður og reiknaði alllengi. Málinu var að lokum frestað þegar formaðurinn stundi upp: „Þetta er ekki hægt. Við vit- um ekki hvort maðurinn vill fara aðra leiðina eða báðar!“

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.