Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.02.1996, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 15.02.1996, Blaðsíða 3
Fjarðarpósturinn 3 Umferðarkönnun lögreglunnar Margir ökumenn vissu ekki um leyfilegan hámarkshraða Lögreglan í Hafnarfirði gerði nýlega umferðarkönnun í sam- vinnu við önnur lögregluembætti á Suðvesturlandi, þ.e. Selfossi, Grindavík, Keflavík, Kópavogi og í Reykjavík. Spurt var að því hvort ökumenn væru meðvitaðir um þetta samstarf, hvort lögreglan eigi að auka umferðareftirlit frá því sem verið hefur, hvort ökumönn- um finnist viðurlög við umferðar- lagabrotum nægilega þung, hver væri leyfður hámarkshraði á þeirri götu, sem viðkomandi var á og hvort lögreglan hefði áður þurft að hafa afskipti af honum vegna um- ferðarlagabrota. Þegar niðurstaða í svörum öku- manna er skoðuð kemur í Ijós að ákveðin tengsl voru milli svara þeirra ökumanna, sem svara því játandi að lögreglan hafi áður þurft að hafa af- skipti af þeim vegna umferðarlaga- brota og finnst að viðurlög við um: ferðarlagarbrotum nægilega þung. I þeim hópi ökumanna finnast auk þess flestir þeirra, sem telja að lögreglan eigi ekki að auka umferðareftirlit sitt. í ljósi þessa má sjá að þeir, sem að öllu jöfnu mega teljast hættulegri í umferðinni en aðrir, vilja ekki aukið eftirlit eða þyngri viðurlög. Grunnskólahá- tíðin 1996 Fimmtudaginn 22. febrúar verður grunnskólahátíðin haldin og fer fyrri hluti liennar fram í Bæjarbíó en um kvöldið verður dansleikur í Iþróttahúsinu við Víðistaðaskóla. Á dagskránni í Bæjarbíó eru leik- rit og söngleikir sem nemendur af unglingastigi frá Hvaleyrarskóla, lækjarskóla Setbergsskóla, Víði- staðaskóla og Öldutúnsskóla flytja og hafa samið að hluta. Fyrsta sýn- ingin verður miðvikudaginn 21. feb. kl. 20:00 og verður það opin for- eldrasýning. Á fimmtudeginum verða sýningar kl. 13:00 og 16:00. Um kvöldið verður stórdansleik- ur í Iþróttahúsinu við Víðistaðaskóla og verður margt á boðstólnum þar s.s. Botnleðja, Herra og Ungfrú Hafnarfjörður, sigurvegarar úr kara- okekeppni Vitans, hljómsveitin Sæl- gætisgerðin, diskótek og að lokum mun Páll Óskar troða upp. Dansleik- urinn er fyrir unglinga í 8. 9. og 10. bekk í Hafnarfirði. Að dansleik loknum munu Al- menningsvagnar keyra unglingana heimleiðis samkvæmt leiðarkerfi. fréttatilkynning Pennasala Rauða krossins Hin árlega pennasala Rauða krossins fer fram á Öskudaginn, miðvikudaginn 21. feb. Pennar verða afhentir á söludag í félagsmið- stöðinni Vitanum eftir kl. 10:00. Lágmarksaldur sölufólks er 10 ára. Veitt verða verðlaun fyrir söluhæsta aðilann. Félagsmiðstöðin Vitinn vill hvetja alla áhugasama til að leggja góðum málstað Rauða krossins lið. fréttatilkvnning Tæplega 60% aðpspurða öku- manna í Hafnarfirði voru meðvitaðir um að lögreglan á Suðvesturlandi hefði með sér samstarf í umferðar- málum, en tæplega 70% á öllu svæð- inu. Um 62% ökumanna í bænum gerði sér grein fyrir hver leyfður há- markshraði var á götu þeirri, sem þeir voru stöðvaðir á. Umhugsunarvert er þó hversu hátt hlutfall aðspurðra virðist ekki vita hver leyfilegur há- markshraði er á götu þeirri, sem þeir voru stöðvaðir á. Hlutfallslega flestir aðspurðra öku- manna telja að lögreglan eigi að auka eftirlit með umferðinni (74%). Ef taka á mið af umferðaröryggi og nauðsyn þess að draga úr líkum á slysum er eðliiegt að tekið verði meira mark á afstöðu þeirra, sem lög- reglan hefur ekki þurft að hafa af- skipti af vegna umferðarlagabrota. Eðli málsins samkvæmt hlýtur óneit- anlega að þurfa að taka meira mið af réttindum og kröfum hinna lög- hlýðnu þegar horft er til markmiða gildandi laga og reglna, segir m.a. í fréttatilkynningu lögreglunnar á Suð- vesturlandi í framhaldi af könnun- inni. Þessi niðurstaða styður þá vitund lögreglumanna að vegna afskipta lögreglu af umferðarlagabrotum kemur það ekki á óvart að uppi skuli vera raddir er vilja ekki aukið eftirlit eða þyngja viðurlög. Lögreglan á svæðinu mun áfram hafa með sér samstarf á þessu sviði með von um að ökumenn og aðrir vegfarendur leggi henni lið til að auðvelda henni starfið og stuðli þannig að fækkun slysa í umferðinni. 45ÁRAAFMÆLI Hjálparsveitar Skáta í Haíiiaríirði Opið hús á laugardag 17. febrúar milli ld. 13 og 17 Biina'öur sveitarínnar sýndur. Börniun vcröur keirnt sig (fjallabjörgtui). SviÖsctt verður bílslys og blásturaðferðin kennd. Bömum verður leylt að fara á snjósleða ef nægur snjór verður. Mætið Öll Hjálpcirsveit Skáta Hafnarfirdi Hraunbrún 57 HfiNDUNNIN bútasaumsrúmteppi koddaver fylgja fi heildsöluverði fyrir þig Mörg munstur Rúmstærö 90- 120 cm kr. 6.900.- 120 - 170 cmkr. 9.900.- 170 - 21 Ocmkr. 12.900.- Lánum teppi til mátunar TILVALIN FERMINGARGJÖF HEILDVERSLUN DEKOR GARðAVEG118 S. 555 3716 SPRENGITILBOÐ FRA 15. T!L 18. FEBRÚAR Trippasnitsel kr. 398 kg. Flæskesteik kr. 299 kg. KÞ naggar kr. 398 pk. Gæðasalat 215 gr. kr. 69 Bókamarkaður hefst þann 15.feb. 400 titlar frá kr. 99 Gæðalasagne 400 gr. kr. 249 Tilboðs franskar 700 gr. kr. 99 Heilhveitibrauð skorin kr. 89 Kínakál kr. 138 kg. Paprika græn og rauð kr. 198 kr./kg NÝTT KORTATÍMABIL! FYRIR BOLLUDAGINN: Bollur og bolluvendir í úrvali. Kjötfars nýtt, saltað og með beikoni og papriku. Ömmu fiskfars. Munið okkar frábæra saltkjöt á sprengidaginn. Fjöidi kynninga föstudag og laugardag Miðvangi 41 s. 555-0292 Stórmarkaður í Hafnaríirði Opið virka daga frá kl. 9.00 til 22.00 Opið um helgar frá kl. 10.00 til 20.00

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.