Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.02.1996, Síða 4

Fjarðarpósturinn - 15.02.1996, Síða 4
4 Fjarðarpósturinn ÚtgefandúFJARÐARPOSTURINN hf. Bæjarhraun 16, 220 Hafnar- fjörður. Símar, ritstjóm 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Olason, ritstjóri: Friðrik Indriðason ■ þróttir og heilsa: Björn Pétursson, innheimta og dreifing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Steinmark Fjarðarpósturinn er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða Grunnskólinn Eins og kunnugt er þá munu sveitafélögin taka við rekstri grunnskólanna. Lögð hefur verið mikil vinna í undirbúning- inn og allir virðast vilja vanda vel til verksins. Samtök sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu skipuðu sér- staka nefnd í kjölfar aðalfundar samtakanna 7. október s.l. 1 nefndinni eiga sæti fulltrúar allra sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu. Nefndin hefur skilað áfangaskýrslu og hald- ið verður málþing nú í febrúar, þar sem efni skýrslunnar verður rætt og farið betur yfir stöðu hinna einstöku mála- flokka. Þó að nefndin sé búin að skila áfangaskýrslu til skoðunar og umfjöllunar innan hinna einstöku sveitarfélaga, þá er mikil vinna eftir og vinna við hina ýmsu málaflokka mis- langt á veg komin og ekki eru neinar endanlegar tillögur í þessari áfangaskýrslu. Af helstu niðurstöðum í vinnu nefndarinnar má nefna að lagt er til að sveitafélögin komi sér saman um sameiginleg- an rekstur, stjórnun og skipulag móttökudeilda fyrir nýbúa á grunnskólaaldri. Bent er á að það sé ríkið sem ákvarði um hve tnargir út- lendingar setjist hér að og því hljóti ríkið að verða að taka þátt í kostnaði við fræðslu þeirra. Talið er að talsvert hagræði geti skapast nreð satnvinnu við nýja kennslugagnamiðstöð Kennaraháskóla íslands, sem fyrirhugað er að reisa. I nám- og fagstjórn er bent á tvær leiðir, annars vegar að sveitafélögin annist þessa þjónustu sjálf og hins vegar að á höfuðborgarsvæðinu verði starfrækt ein skólaþróunardeild. Bent er á í skýrslunni ýmsa kosti og galla þessara leiða. Nefndin leggur áherslu á að núverandi skipulag í kennslu í sérskólum og sérdeildum á vegum ríkisins verði óbreytt, fyrst um sinn og vistun nemenda verði metin á faglegum forsendum og að aðgengi nemenda alls staðar af landinu verði tryggt. Það er ánægjulegt til þess að vita að allir virðast stefna að því marki að þessar fyrirhuguðu rekstrarbreytingar á grunn- skólunum verði skólastarfinu til framdráttar og sveitafélög- in virðast sjá kosti þess að vinna saman að þeim málum sem hægt er að standa saman að og eiga bæði að getað sparað þeim peninga og veitt skólunum betri þjónustu. Hinu ber ekki að leyna að kennarar virðast hafa verið nokkuð uggandi um sinn hag og finnst mörgum þeirra að þeir hafi ekki fengið nóg til málanna að leggja. Það sama má segja um marga áhugasama foreldra, sem finnst að ekki hafi verið tekið nægjanlegt tillit til þeirra skoðana og óska. Nú eftir það málþing sem sveitafélögin ætla að halda nú t' febrúar og þar sem þau finna vonandi sameiginlega stefnu, þá er tími til kominn til að farið verði að vinna með foreldr- um og kynna þeitn málið. Þeir eiga rétt á því og það getur eytt óþarfa ugg þeirra um hag barna sinna. Foreldrarnir vita hvað þeir hafa og vilja fá að vita hvað þeir eiga að fá. Óli Jón Ólason. Friðjón Skúlason, forinaður H jálparsveitur skáta í Hafnarfiröi við snjóbílinn, sem er fullkomnasti sn jóbíll landsins um |>essar mundir og m.a. búinn fullkominni staðsetningartölvu með landakorti, sem hefur komið sér vel |>egar verið er á ferð í óveðri og ekki sér út úr augum. Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði 45 ára 19. febrúar Opið hús á laugardag -tækjasýning, sviðsett slys og snjósleðaferðir (ef snjór leyfir) Hjálparsveit skáta í Hafnarllrði verður 45 ára nk. mánudag, 19. febrúar. Hún er meðal elstu starf- andi bjálparsveita skáta í landinu og í starfi hennar hefur aldrei orð- ið inessufall ef svo má segja, á með- an starf ýmissa annarra hjálpar- sveita í landinu hefur lagst í dróma tímabundið. Hjálparsveitin ætlar að minnast afmælisins á laugardag 17. febrúar með því að liafa opið hús í húsakvnnum sínuin við Hraunbrún 57 frá kl. 13-17. Þar verða lielstu tæki og tól sveitarinn- ar til sýnis og notkun þeirra út- skýrð, en búnaður til hjálparsveit- arstarfa er margvíslegur og dýr og verðmæti þeirra tækja sem Hjálp- arsveit skáta í Hafnarfirði á nú, skipta eflaust nokkrum tuguin milljóna. Einnig kvnnir sveitin starfsemi sína, sviðsetur bílslys og björgun við slíkar aðstæður, blást- ur eða lífgun og yngstu kynslóðinni veröur boðið í snjósleðaferð niður á Víðistaðatún, þ.e.a.s. ef snjór leyfir. Hafnfirðingar sem og aðrir eru að sjálfsögðu velkomnir á opið hús sveitarinnar. Að sögn Friðjóns Skúlasonar, sem er núverandi formaður Hjálparsveit- ar skáta í Hafnarfirði, hafa um |>að bil 500 manns starfað á vegum sveitar- innar frá upphafi, en „fjöldi þeirra sem eru virkir í dag er í kringum 100. Þetta er breiður hópur, allt frá ungum strákum og upp í menn á sextugsaldri sern hafa verið virkir í starfi í áratugi. Friðjón segir það ánægjulega þróun, hve margir ungir fullhugar eru nú að koma til liðs við sveitina. „Við erum nú með 24 unglinga á aldrinum 15- 16 ára í eins konar undirbúningsdeild en þeir verða nýliðar 17 ára og ganga síðan formlega í hjálparsveitina 18 ára gamlir. Og þetta eru svo áhuga- samir strákar að þeir heimta að fá nú þegar að taka þátt í starfinu og gera sem mest, en það hefur reyndar alltaf verið starfað af miklum krafti í sveit- inni,“ segir Friðjón. Allt í sjálfboðavinnu „Eldri félagar í sveitinni einbeita sér frekar að fjáröflunarstarfmu, sem er ekki síður mikilvægt en starfið sjálft og náttúrlega unnið í sjálfboða- vinnu eins og allt starf á þessum vett- vangi. Við erum með nijög dýr tæki, þau bestu fáanlegu í dag,“ segir Frið- jón og bætir við að þar á meðal sé einn best útbúni og dýrasti snjóbíll landsins sem kostar með öllum hjálpartækjum um 11 milljónir króna, en að auki hefur sveitin til umráða 3 fólksflutningabíla og 4 snjósleða. Svo það liggur í augum uppi að til þess að tjármagna slíkt starf þarf um- talsverða fjármuni og hvernig fer hjálparsveit skáta að því? „Helsta fjáröflunarleið okkar um langt skeið hefur verið sala jólatrjáa," svarar Friðjón. „Hún hefur hins vegar dregist töluvert saman síðastliðin ár vegna vaxandi samkeppni. Hafnar- fjarðarbær hefur verið okkur velvilj- aður og stutt starfsemi okkar vel og síðan fáurn við fjármuni í gegnunt Landsbjörgu. Þetta eru helstu póst- amir en fleiri fjáraflanir eru í gangi og almennt má segja að mikill tími og starf fari í að afla fjár til starfsins." Eina sveitin með sporhunda Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði er eina hjálparsveitin á landinu sem hef- ur haldið sporhunda en nú eru rúm- lega 30 ár síðan sveitin fékk fyrsta sporhundinn. „Það er mjög dýrt að halda sporhunda og mikill tími sem fer í að þjálfa þá.“ segir Friðjón. „Það er æft tvisvar í viku og það eru 3 menn sem koma að meira eða minna leyti að því starfi og að fara með þá í útköll. Þeir hafa hins vegar sannað sig vel á þessum tíma við leitarstörf, en útköll með sporhunda eru að jafn- aði 50-70 á ári,“ sagði Friðjón Skúlason, formaður Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði að lokum. Áfangasigur hjá Aðalskoðun hf. í nýjasta fréttabréfi Aðalskoð- unnar lif. er greint frá því að skoð- unarfyrirtækið liafi unnið áfanga- sigur því dómsmálaráðuneytið hef- ur ákveðið að levfa faggiltum skoð- unarfvrirtækjum að sérskoða, breytingarskoða og skráningar- skoða ökutæki frá 1. maí að tel ja. Þessi skoðunarsvið liafa hingað til alfarið verið í höndum Bifreiða- skoðunar Islands. I fréttabréfinu segir m.a.: „Vissu- lega er það áfangasigur fyrir Aðal- skoðun hf. að geta boðiö fieiri þjón- ustuþætti tengda skoðun og skráningu ökutækja. Samt sem áður verður að gæta að því að hér eiga nýju skoðun- arfyrirtækin að vinna í nokkurskonar umboði Bifreiðaskoðunar Islands og eftir sem áður verður samkeppni á þessu sviði og öðrum mjög ójöfn." Fram kemur að eftir breytinguna muni viðskiptavinir Aðalskoðunnar jrurfa í mörgum tilfellum að leita ann- að t.d. ef um eigendaskipti eða skrán- ingar er að ræða. Því sé Bifreiða- skoðun Islands enn tryggð markaðs- og stjórnunarleg yfirburðastaða. Það er hinsvegar von forráðamanna Aðal- skoðunnar að þessi breyting nú hafi síðar meir í för með sér frekari breyt- ingar sem tryggi frjálsa samkeppni á þessum markaði.

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.