Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.02.1996, Síða 7

Fjarðarpósturinn - 15.02.1996, Síða 7
___________________________________________________________________________________________________________Fjarðarpósturinn 7 íþróttir Elín komin í ÓJympíuhóp SSÍ og Ólafur á leikana! Um síðustu helgi kepptu þrír SH-ingar á stóru móti í Sindelf- ingen í Þýskalandi, með sund- landsliðinu. A mótinu kcpptu fjöldi manna frá Þýska- landi, Israel, Hollandi, Belgíu og Sviss. Elín Sigurðardóttir náði að nýju lágmarkýsínu í Olympíuhóp SSI sem þýðir að nú stefnir hún ótrauð á lágmörk fyrir Ólympíuleikana í Atlanta. Þetta þýðir einnig að hún þarf stuðning frá SSI og aðilum í Hafnarfirði vegna' undirbúningsins og reynir nú á hvort Hafnfirðingar verða eins myndarlegir og Keflvíking- ar og Eyjamenn við sitt fólk. Eh'n synti 50m skriðsund á 0:27,43 og vann gullverðlaun í því sundi. Þá vann hún silfurverðlaun í 50m flugsundi, syriti á 0:29,67. Þá keppti Ólafur Eiríksson í fimm greinum og náði öllum lágmörk- um sem hann ætlaði sér fyrir Ólympíuleika fatlaðra í Atl- anta. Hann stefnir því ótrauð- ur á frekari undirbúning fyr- ir leikana sjálfa. Hjalti Guðmundsson keppti í nokkrum greinum og stóð sig vel en náði ekki lág- mörkum í Ólympíuhópinn. Hann varð þriðji í 50m bringusundi (0:30,10), sem og lOOm bringusundi (1:06,30) of fjórði í 200m bringusundi (2:33,10). Sögur herma að hann stefni á Islandsmet í lOOm skriðsundi á Sundmóti Ár- manns í Sundhöll Reykjavíkur eftir tvær vikur eða svo. ORÐ AGÁTAN Finnið öll orðin sem upp eru talin hér fyrir neðan og setjið hring utanum hvert orð í gátunni, gott er að nota ljósan tússpenna. Orðin geta verið lóðrétt, lárétt, á ská og yfirlagst. Merkið við hvert fundið orð af listanum. Orðin vekja upp mynningar. Þegar búið er að ftnna öll orðin í gátunni, munu afgangs stafim- ir segja til um leyniorðið. Vísbending: Mynning er mynd liðins.........(Eitt orð, 4 stafir) N I N Ý S V I P S N E R I I N G U M R U M D U Á I I D D O A Ú T S S O K Y K K K K B T G J Ö F L O K K O L N U É Ó R A R A A R H S Æ M L R K A Ð G F Á Æ I Ð Æ A H K F K I A N U R U U I R Y E G N T M ©sh AFMÆLI HANDKLÆÐI KÆKUR SKÓR ÁST HÁRLOKKUR LAG SMAKK BANGSI HÓL J*#Ó£> SNERTING BLÓM HRINGUR MEN SVIPUR BRÉF HUGSUN MIÐAR SÝNIN BÆKUR KODDI MYNDAALBÚM ÆFIN DÚKKA KORT ORÐ GJÖF ÓSK Sigurvegararnir Snæbjörn og Ragnar. Borðtennismót skólanna Borðtennismót Æskulýðsráðs sem fram fór í félagsmiðstöðinni Vitanum lauk í síðustu viku. Unglingadeildir grunnskólanna í Hafnarfirði máttu senda tvö tveggja manna lið. Set- bergsskóli sem sigraði í keppninni í fyrra var með tvö sterkustu liðin í ár. Þeir sem sigruðu í ár heita Snæbjöm Gunnsteinsson og Ragnar Guð- mundsson. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og sigurvegararnir fengu glæsilegan farandbikar frá STIGA umboðinu á íslandi auk ann- arra verðlauna. Efstu keppendur munu taka þátt í unglingameistara- móti Islands fyrir hönd Vitans. fréttatilkynning Fjarðarmotið i boccia Hið árlega boccia-mót Fjarðar, íþróttafélags fatlaðra, í Hafnar- firði verður haldið á laugardaginn, 17. febrúar, í íþróttahúsi Víði- staðaskóla og hefst kl. 13.00. Að venju verður bæjarfulltrúum boð- ið að vera með en þeir stóðu sig nokkuð vel í fyrra. Auk þess verður meðlimum úr Kiwanis-klúbbunum Hraunborg og Sólborg boðið að vera með í mótinu en þessir klúbbar hafa stutt dyggilega við bakið á starfsemi Fjarðar undan- farin ár. SKIÐAMARKAÐUR Nú er tækifærið til að taka til í geymslunum og koma umframbirgðum af uetraruörum í uerð. Móttaka og sala í miðbæ uið austurinngang (í átt að Strandgötu) Skíðamarkaðurinn uerður opinn næstu þrjár helgar sem hér segir: Föstudagar kl. 16:00 -19:00 Laugardagar kl. 11:00 -15:00 (Síðasta opnunarhelgi er 1. - 2. mars) Skíðadeild Hauka

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.