Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.03.1996, Page 1

Fjarðarpósturinn - 14.03.1996, Page 1
Héraðsdómur kveður upp dóm um Einarsreit Bænum gert að greiða 18 milljónir kr. íviðbót Héraðsdómur Rcykjanes hcfur kvcðið upp dóm í dcilumáli bæj- aryfirvalda við Einar Þorgilsson & co hf. uni svokallaðan Einars- reit við Reykjavíkurveginn. Sam- kvæmt dóminum cr bænum gert að greiða eigendum Einarsreitar rómlegalS milljónir kr. til viðbót- ar þeim 16 milljónum sem þegar höfðu verið greiddar eða samtals um 35 milljónir kr. Guðmundur Benediktsson bæjarlögmaður segir að málinu verði áfrýjað enda sé dómurinn rangur og ekki í samræmi við fræðin. Upphaf þessa máls má rekja til ársins 1991 þegar bæjaryfirvöld ákváðu að taka Einarsreit eignar- námi enda um skipulagt svæði að ræða og eignamámið í samræmi við skipulagslög. Alls er svæðið um 2 ha. að stærð, og aðallega notað undir fiskverkun en síðustu árin fyrir eignarnámið var voru þar ýmis verkstæði. Eigandinn gerði kröfu um að fá rúmlega 100 milljónir kr. í bætur en Matsnefnd eignarnáms- bóta úrskurðaði honum 16 milljónir kr. fyrir reitinn og þá upphæð greiddi bærinn á sínum tíma. Þetta sætti eigandinn sig ekki við og fékk undirmatsnefnd og síðan yfirmats- nefnd til að úrskurða í málinu en niðurstaðan úr yfirmatsnefnd var að honum bæri að fá tæplega 40 millj- ónir kr. fyrir reitinn og á það sjón- armið hefur dómurinn fallist. Guðmundur Benediktsson segir að sér finnist þessar fébætur fyrir reitinn alltof háar því þar sé verið að úrskurða um verðmæti sem haft ekk- ert fjárhagslegt gildi. „Fordæmin sýna að ekki beri að úrskurða bætur fyrir verðmæti sem hafa ekkert fjár- hagslegt gildi eins og hér hefur ver- ið gert og því verður þessu máli áfrýjað," segir Guðmundur. Spurningakeppni Setberg sigraði I byrjun mars fór fram spurn- ingakeppni Vitans milli unglinga- deilda grunnskólanna í Hafnar- firði. Setbergsskólinn sigraði í keppninni eftir harða baráttu. Til úrslita kepptu lið Setbergsskóla og Víðistaðaskóla en þau höfðu áður slegið út lið annarra skóla. Keppnin var í mörgum hlutum og dundu á keppendum spurningar af ýmsum toga í 60 mínútur. Síðari hluti keppn- innar var vísbendingaspumingar og réðust úrslitin á næst síðustu spum- ingu eftir æsispennandi keppni. Lið sigurvegaranna úr Setbergs- skóla var skipað þeirn Þóri Sæ- mundssyni, Magnúsi Inga Einarssyni og Hjalta Snæ Ægissyni. Sigurvegararnir taka við verðlaunum frá Geir Bjarnasyni forstöðumanni Vitans. Þorra- mótið í boccia -sjá bls. 7 Þrjár sýn- ingar -sjá bls. 6 ís> FASTEIGNASALA Sími 565 2790 Fax 565 0790 Lvngberg 19b Skipti. Sérlega fallegt og vel innréttað parhús á einni hæð, ásamt bílskúr. 3 góð svefnherbergi sólskáli, parket og flísar. Áhvílandi BSJ.RÍK. OG HÚS- BR.7,3 millj.Verð 13,9 millj. Miðvangur 92 LAUS STRAX. Sérlega vel með farin og góð 138fm neðri sérhæð, ásamt 26 fm. bílskúr. 4 svefnherb. rúmgóð stofa. Verð 10.9 millj. Smárabarð 2c SKIPTI. Nýleg falleg 117fm 4ra her- bergja „PENTHOUSE“ íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli 3 góð svefnherbergi. Fal- legt útsýni. AHVÍLANDI BYGG- SJ.RÍK. 3,6 millj. Verð 8,5 millj. HVAMMAR. SÉR HÆÐ MEÐ BÍLSKÚR ÓSKAST. Vantar góða sérhæð með bfl- skúr í SUÐURHLUTA BÆJ- ARINNS fyrir ákveðin kaup- anda, stærð 120-140 fm. ásamt bflskúr. INGVAR GUÐMUNDSSON, LÖGGILTUR FASTEIGNARSALI - JÓNAS HÓLMGEIRSSON -KÁRI HALLDÓRSSON

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.