Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.03.1996, Side 4

Fjarðarpósturinn - 14.03.1996, Side 4
4 Fjarðarpósturinn ÚtgefandúALMIÐLUN ehf. Bæjarhraun 16, 220 Hafnarfjörður. Símar, ritstjóm 565 1766, auglýsingar 565 1745. símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Oli Jón Olason, ritstjóri: Friðrik Indriðason innlreimta og dreifing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Steinmark Fjarðarpósturinn er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða Upp með húmorinn! Tóbakssala til unglinga Tvær kannanir á vegum Æskulýðs- og tómstunda- ráðs frá áramótum á því hve vel lög um tóbakssölu til unglinga í bænum eru haldin sýna að þar er víða pottur brotinn. Ef niðurstöður úr jreim báðum eru lagðar saman kemur í ljós að næstum hver einasti söluaðili tó- baks virðir að vettugi þær reglur sem í gildi eru og banna sölu tóbaks til unglinga undir 16 ára aldri. Ohætt er að taka undir með ÆTH að þessar niðurstöður séu geysileg vonbrigði. Það hefur víst aldrei talist glæpur hérlendis að selja unglingum tóbak og endurspegla þessar kannanir þann raunveruleika. Þeir sem bera ábyrgð á því ættu hins- vegar að endurskoða afstöðu sína því kannanir á neysluvenjum unglinga sýna að þeir sem reykja eru mun líklegri en hinir að prófa áfengi. Og þeir sem drekka eru mun líklegri en hinir til að prófa ólögleg fíkniefni. Seinni könnunin sem ÆTH gerði kom forráðamönn- um þar á bæ verulega á óvart því að óreyndu var talið að fyrri könnunin myndi hafa þau áhrif að söluaðilar tóbaks myndu draga töluvert úr sölu á því til unglinga. Svo reyndist ekki og raunar kom fram í seinni könn- uninni að ástandið hafði versnað en ekki batnað. Eini munurinn á þessum tveimur könnunum var að í þeirri fyrri var um unglingspilt að ræða sem reyndi að kaupa tóbak en í hinni síðar var um unglingsstúlku að ræða. Skýringin á því afhverju söluaðilar tóbaks selja ung- lingi þessa vöru getur vart legið í því að um stórt fjár- hagslegt spursmál sé að ræða fyrir söluaðilann. Alagn- ingin er ekki það há. Og vart getur skýringin legið í því að viðkomandi viti ekki betur því i'yrri könnunin hlaut umtalsverða umfjöllun bæði í hafnfirskum fjölmiðlum og þeim sem eru á landsvísu. Skýringin liggur að öll- um líkindum í því að menn taka lög og reglur um söl- una ekki alvarlega. Það er til lítils að hafa lög í landinu sem þorri al- mennings virðir að vettugi og spumingin hér er hvort ekki þurfi að taka tóbaksvarnarreglugerðir til endur- skoðunnar í ljósi þess að enginn virðist fara eftir þeim. Hér er ekki verið að leggja til að gefa tóbakssölu frjálsa heldur fremur að gera lög og reglur um hana þannig úr garði að fólk fari eftir þeim. Ástæða er til að fagna því framtaki ÆTH að kanna hvernig þessum málum er háttað í Hafnarfirði. Eflaust myndu kannanir á öðrum þéttbýlisstöðum sýna svip- aðar niðurstöður en kannanir sem þessar og umfjöllun um þær eru ein af leiðunum sem til staðar eru til að bæta ástandið. Friðrik Indriðason -eftir Ásu Maríu Valdimarsdóttur, formann ferðamálanefndar Eins og alþjóð veit eru Hafnfirð- ingar skemmtilegasta fólk landsins! Flestir þekktustu grínarar þjóðarinn- ar eiga einhverjar rætur í Hafnarfirði, góðir húmoristar leynast hér út um allt og hvað væri íslenska þjóðin án Hafnarfjarðarbrandaranna? „Hláturinn lengir lífið“ Grín, glens, spaug, skop, brandarar og allt það. Það er vissulega einstak- lingsbundið hvað hverjum og einum finnst fyndið. Grínið getur líka verið vandmeðfarið, ekki síst þegar það blandast háði og ádeilu. A hinn bóg- inn er það óyggjandi staðreynd að kátína, gleði, bros og hlátur kallar fram jákvæð viðbrögð á sál og lík- ama. Hverjum finnst ekki gott að fá bros? Hver kannast ekki við líkam- lega vellíðan eftir hressilegt hláturs- kast? Vísindin hafa sannað gildi hláturs til að slaka á spennu og ný- lega heyrði ég að til væru hópar fólks sem hittust reglulega í þeim eina til- gangi að hlæja saman! Gottmálþað! Ef til vill segir einhver: „Hverjum kemur hlátur eða jákvæðni í hug í allri þessari eymd, volæði og nei- kvæðu umræðu sem viðgengst út um allt?“ Jú, nokkuð til í því, en ég spyr á móti: „Hefur einhver séð hlutina batna með því að vera neikvæður og fara í fýlu?“ Hvernig væri því að taka höndum saman og prófa í eina viku eða svo að horfa einungis á björtu, skoplegu og jákvæðu fletina á tilverunni? „Hin alþjóðlega hafn- firska grínhátíð 1996“ Af þessu tilefni hefur Ferðamála- nefnd Hafnarfjarðar ákveðið að gangast fyrir grínhátíð í Hafnarfirði Ása María Valdimarsdóttir. Vísindin hafa sannað gildi hláturs til að slaka á spennu og nýlega Iteyrði ég að til vœru hópar fólks sem hittust reglulega í þeim eina tilgangi að lilæja saman! dagana 1.-8. júní n.k. Markmiðið er að fá sem flesta bæjarbúa til að taka þátt í hátíðinni, ekki aðeins sem áhorfendur heldur ekki síður sem þátttakendur. Raunar er verið að skipuleggja skemmtisamkomur af ýmsu tagi, en við viljum hvetja alla bæjarbúa að hafa einnig frumkvæði og leggja sitt að mörkum til að láta bæinn iða af kátínu, að snúa sem flestu við og fara úr hefðbundu fari þessa einu viku. Gaman væri að sjá starfsfólk fyrirtækja setja upp litaðar hárkollur eða skondinn símsvara (já líka Ráðhúsið!), verslanir og veit- ingahús með „öðruvísi" vöru á boðstólum (t.d. alvöru „blávatn"), listamenn „slá á létta strengi", fjöl- skyldur eða húsfélög „gera garðinn sinn frægan", saumaklúbba með eitt- hvað spaugilegt „á prjónunum", skó- smiði sem „hringsóla“ eða bakara sem „setja á sig snúð“, svo eitthvað sé nefnt. Glens og gaman hefur engin aldursmörk og skal því ná til sem flestra. „Grínlandsliðið“ að störfum Ferðamálanefnd hefur ráðið tvo góða Hafnfirðinga, þá Hall Helgason og Ingvar Þórðarson sem fram- kvæmdastjóra hátíðarinnar. Þeim til halds og trausts auk nefndarinnar eru ekki minni menn en hafnfirsku spaugaramir Siggi Sigurjóns, Laddi, Magnús Olafsson og Radíusbræðum- ir Davíð og Steinn Armann. Þeir em þegar komnir á fullt í undirbúningi og með aðstoð fjölmiðla og með út- gáfu á alls kyns gríni munu þeir smám saman fara að kynna lands- mönnum öllum hvað hér muni gerast á afmælishátíð bæjarins 1.-8. júní n.k. (Bærinn verður 88 ára 1. júní!). En fyrst óskum við eftir því að bæj- arbúar taki höndum saman, faðmist, brosi, hlæi og láti sér detta eitthvað í hug sem gæti sett skemmtilegan blæ á hátíðina. Allir sem hafa eitthvað til málanna að leggja eru hvattir til að hafa samband við Hall og Ingvar eða koma við á Vesturgötu 8 (Upplýs- ingamiðstöð ferðamanna ). Upp með húmorinn Hafnfirðingar! Fjölsmíð og Utfararþjónustan Samstarf um útfarar- þjónustu í Hafnarf irði Fjölsmíð, sem er nýlegt tré- smíðaverkstæði hér í bæ og smíð- ar m.a. líkkistur, og Útfararþjón- ustan ehf í Reykjavík, sem hefur undanfarin ár hefur rekið alhliða útfararþjónustu, Itafa tekið upp samstarf á þessu sviði, þar sem fyr- irtækin hvggjast bjóða Hafnfirð- ingum upp á sams konar þjónustu og rekin hefur verið af einkaaðil- um í Reykjavík og Kirkjugörðum Reykjavíkur. Jafnframt hyggjast þessir aðilar bjóða Kirkjugörðum Hafnarfjarðar og sjúkrastofnunum hér í bæ upp á þjónustu sína og hafa þegar sent Kirkjugörðum Hafnarfjarðar erindi þar að lútandi. Fjölsmíð er trésmíðaverkstæði sem stofnað var síðastliðið haust og starfar á Stapahrauni 5. Fyrirtækið annast alla almenna trésmíði en að sögn Ásgeirs Bjamasonar eins af eig- endum Fjölsmíð, var gert ráð fyrir því að einn þáttur starfseminnar yrði líkkistusmíði, þar sem Hafnfirðingar m.a. gætu nýtt sér þessa framleiðslu fyrirtækisins. Með samstarfinu við Útfararþjónustuna verður hægt að bjóða Hafnfirðingum alla þá þætti sem tengjast undirbúningi útfarar, s.s. mismunandi gerðir líkkistna, líkflutn- ing fyrir og við útför, útvegun tónlist- arfólks og blómaskreytingar, svo að nokkuð sé nefnt. Rúnar Geirmunds- son hefur undanfarin sex ár rekið Út- fararþjónustuna ehf en til rekstrar út- fararþjónustu þarf tilskilin leyfi frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.