Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.12.2002, Page 2

Fjarðarpósturinn - 12.12.2002, Page 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. desember 2002 Útgefandi: Keilir ehf. Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Umbrot: Hönnunarhúsið, umbrot@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: íslandspóstur www.fjardarposturinn.is Fjármál bæjarins eru í brennidepli núna hjá þeim sem ekki hafa sloppið inn í jólaskapið og hafa margir áhyggjur af því að uppbygging í bænum verði ekki nægileg. Mikilvægt hefur verið talið að byggja enn betur upp menningar- lífið og áður hef ég rætt um nauðsyn þess að styðja vel að söfnunum í bænum og þar þarf Hafnarfjarðarbær og ekki síst fyrirtæki að koma þar myndarlega að og ekki nægilegt að treysta á ríkisvaldið. Hætt er við að söfnin líði fyrir niðurskurð á næsta ári og óheppilegt á sama tíma og starfsemi sjóminjasafnsins er í uppnámi og líkur á að byggðasafnið flytjist um set. Hafnarfjarðarbær á Bungalowið á Vesturgötunni og óráðið hvað gert verður við það en mjög brýnt er að bjarga því frá skemmdum. Menningarlíf er kjami hvers sam- félags og mikilvægt er að hlúa vel að því. Þó má ekki gleyma því að bæjarbúar sjálfir ráða miklu hvað gert er og frumkvæðið þarf einnig að vera þeirra. Menning er ekki eitthvað sem ákveðið er á skrifstofu menningarmála, heldur miklu fremur það sem bæjar- búamir em að gera. Hvers kyns félagastarf, kórastarf, kirkjustarf, föndur og útivist em hluti af menningarlífi okkar og ekki má gleyma hinum gamla íslenska sið að að kíkja í heimsókn hjá vinum og kunningjum sem nú em alltof sjaldan heima vegna þess að allir em að leita að fyllingu lífs síns. Guðni Gíslason 3 Við bjóðum: • Fish and chips • Danskt smurbrauð • Tilboð á öli • Lifandi tónlist se OPIÐ mánud,- föstud. 15 - 23.30 iaugard. - sunnud. 11 - 01 CD ÍSÖ Lækjargötu 30 - sími 554 4000 Víðistaðakirkja Sunnudaginn 15. desember: Barnaguðsþjónusta kl. 11 Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna Helgileikur kl. 14 í flutningi Barna- og unglingakórs Víðistaðakirkju, einsöngvara og hljóðfæraleikara, fermingarbarna og sóknarnefndarfólks. Veitingar verða í safnaðarheimilinu á eftir í boði Systrafélags Víðistaðakirkju Sóknarprestur Toppslagur í Intersportdeildinni í körfuknattleik Stórleikur verður í körfunni í kvöld, fimmtudag kl. 19.15, þegar Haukar taka á móti Grindavík. Grindavík er sem stendur í öðm sæti deildarinnar og Haukar í því þriðja. Hér er þvf mikið í húfi og ljóst að bæði lið vilja tryggja sig í sessi í efri hluta deildarinnar. Leikhús fyrir börnin Bókasafn Hafnarfjarðar býður hafnfirskum bömum, 2 - 9 ára, í leikhús 14. desember kl. 14 í Bæjarbíói. Þá kemur Mögu- leikhúsið með jólasýningu sína Jólarósir Snuðru og Tuðru eftir Iðunni Steinsdóttur í leikgerð Péturs Eggerz. Jólin em að koma og Snuðra og Tuðra gera sitt til að taka þátt í jólaundirbúningnum. En eins og við er að búast gengur jólahaldið ekki alveg snurðulaust fyrir sig þegar þær systur em annars vegar. Ókeypis aðgangur. Leikstjóri: Bjami Ingvarsson Búningar: Katrín Þorvaldsdóttir. Tónlist: Vilhjálmur Guðjónsson. Leikarar: Ingibjörg Stefánsdóttir og Aino Freyja Jarvela Landslagsgler I Gallerý Halla rakara Strandgötu 39, sýnir Ámý Bima Hilmarsdóttir landslagsmyndir unnar í gler. Hún tekur einnig þátt í alþjóðlegu sýningunni „Samtök Islands“ í neðri sölum Hafnarborgar. Sýningin stendur til 23. des. Punktur, punktur, komma, strik Laugardaginn 14. desember kl. 16 sýnir Kvikmyndasafn íslands kvikmyndina Punktur, punktur, komma, strik, frá árinu 1981. Leikstjóri myndarinnar er Þorsteinn Jónsson og byggir hún á samnefndri skáldsögu Péturs Gunnarssonar. Þetta er fyrsta leikna kvikmyndin sem Þorsteinn leikstýrði en áður hafði hann gert nokkrar heimildamyndir. Myndin segir frá bamæsku og unglingsárum aðalpersónunnar Andra og lýsir því vel hvemig bamæskan víkur fyrir fullorðinsámnum. Gaman er að geta þess að allmargir leikaranna, bæði unglingar og böm, em úr Hafnarfirði. Sýningin er í Bæjarbíó og aðgangseyrir er kr. 500,-. Miða má nálgast á Súfistanum eða í Bæjarbíói hálftíma fyrir sýningu. Evrópuleikur í handbolta Haukar leika við spænska liðiði Ademar Leon á Iaugardaginn kl. 16.30 á Ásvöllum. Skátakórinn í Hafnarborg Skátakórinn býður til árlegrar jólaskemmmnar, að þessu sinni í Hafnarborg laugardaginn 14. desember kl. 20. Auk kórsins munu fjölmargir listamenn troða upp og stytta fólki stundir á milli þess sem kórinn þenur raddböndin við fjölmörg þekkt jólalög. Áðgangseyrir er kr. 1.000 og geisladiskur kórsins verður til sölu á staðnum Leiðsögn í Hafnarborg Sunnudaginn 15. desember n.k. kl. 15 munu listakonumar Kristín Geirsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Bryndís Jónsdóttir og Ása Ólafsdóttir verða með leiðsögn um sýningu sína, Samspil, sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Nánari upplýsingar í síma 555 0080. Jólatónleikar 19. des Kór Flensborgarskólans, nýstofnaður framhaldskór hans og Kvennakór Hafnarfjarðar halda tónleika í Vxðistaðakirkju fimmtudaginn 19. desember kl. 20. Píanóleikari verður Ingunn Hildur Hauksdóttir en stjómandi kóranna er Hrafnhildur Blomsterberg. Fram koma einnig Jón Hafsteinn Guðmundsson og Atli Týr Ægisson á trompet og Kristján Martinsson á flautu. Kóramir munu hver í sínu lagi flytja allt frá kunnum skemmti- söngvum tengdum jólunum að hátíðlegum lögum sem ómissandi em í jólastemmningunni. í nokkmm hátíðarlögum munu svo allir söngvaramir 120 syngja saman. Forsala aðgöngumiða er hafin í Súfistanum, Strandgötu 9 og hjá kórfélögum. Miðar verða einnig seldir við innganginn. Miðaverð er kr. 1.000. FJ ARÐARPÓSTU Rl N N - aöeins fyrir Hafnfiröinga! Úr fundargerðuni.. Bæjarráð: 1. Atlantsolía ehf. Lagt á ný fram bréf frá Atlants- olíu ehf. dags 12. nóv. sl. sem óskar eftir lækkun á gatnagerðar- gjöldum vegna lóðarinnar nr. 23 við Óseyrarbraut. Bæjarráð getur ekki orðið við beiðninni. 2. Fasteignafélag Hafnarfjarðar Lögð fram á ný drög fyrir Fast- eignafélag Hafnarfjarðar. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. 4. Hrafnista-eldvarnir Lagt á ný fram bréf frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins til bæjar- stjómar dags. 7. okt. sl. með ósk um heimild til að beita eiganda Hrafnistu við Skjólvang dagsektum í samræmi við 32. gr. laga um brunavamir. Lagt fram bréf frá Hrafnistu dags. 4.12. sl. er varðar eldvamir í Hrafnistu og verkáætlun. Óskar Þorsteinsson starfsmaður eldvamareftirlitsins mætti tii fundar- ins og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð staðfestir heimild sína frá 7. nóv. sl., sbr 32. gr. laga um brunavamir. Jafnframt beinir bæj- arráð þeim tilmælum til aðila um að þeir nái samkomulagi um verkáætlanir í samræmi við fram- lögð gögn í brunavörnum Hrafn- istu. 1 sat hjá. Menningarmálanefnd: 4. Samningar við félög og félagasamtök. Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við félög og félaga- samtök sem menningarmálanefnd kýs að styrkja áfram og yrðu samningamir til þriggja ára. Slikir samningar tryggja fjárhagslegt öryggi kóra, sveita, safna og aðra menningarstarfsemi en á móti kæmu ákvæði i hvem samning um að starfsemin styrkti menning- arlíf og menningarframboð i Hafn- arfirði. Menningarfulltrúi lagði fram gögn um starfsemi nokkurra fé- laga eða félagasamtaka sem menningarmálanefnd vilj hefja samningsviðræður við. Ákveðið að ræða aftur á næsta fundi þegar afgreiðsla fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003 liggur fyrir. 6. Reykdalsfélagið Lagt fram bréf frá Reykdals- félaginu dags. 20. nóv. sl. þar sem starfsemi félagsins er lýst. Óskað er eftir því að tveir fulltrúar bæjar- stjórnar sitji í stjórn félagsins vegna undirbúnings 100 ára af- mælis rafmagns í Hafnarfirði árið 2004. Frestað á milli funda. 8. SÍF, kauptiiboð Lagt fram gagntilboð frá SÍF í Fomubúðir 3. Bæjarstjóri skýrði frá viðræðum hans við forstjóra SÍF. Bæjarráð samþykkir að málið verði athugað frekar. 9. Stúdíó tönn ehf. Lögð að nýju fram drög að samkomulagi milli Hafnarfjarðar- bæjar og Stúdíó tannar ehf. um lok á leigusamningi Stúdíó tannar um húsnæði á 2. hæð að Vestur- götu 9. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og bæjarlög- manni að leita samninga við Stúdíó tönn ehf. á grundvellli sam- komulags sem lagt var fyrir bæjar- ráð 6. júni sl.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.