Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.10.2003, Qupperneq 7

Fjarðarpósturinn - 30.10.2003, Qupperneq 7
Fimmtudagur 30. október 2003 www.fjardarposturinn.is 7 Shalimar spyr - bú svarar Veitingastaður fer af stað með skemmtilegan leij< Veitingahúsið Shali- mar á Strandgötu 11 býður fjölskyldum, vinum eða vinnufélög- um að koma og taka þátt í léttum spum- ingaleik þar sem mark- miðið er að svara fleiri spumingum en fólk á næsta borði. í hverju liði em 4 keppendur Iramghan A. Malik sem sitja við borð og svara á blaði spumingum sem spyrill spyr hópinn. I lokin er því liði sem svarar flestum spumingum rétt, veitt verðlaun. Fyrsta keppnin hefst fimmtudaginn 13. nóv- ember og verður svo hvem fimmtudag. Seg- ir Malik í Shalimar vonast til þess að þama geti myndast skemmti- leg stemmning þar sem fólk getur komið og átt skemmtilega stund. Áskorun Svaraðu þessum spumingum og komdu með svörin og þetta blað á veitingastaðinn Shalimar í síðasta lagi miðvikudaginn 5. nóvember og 10 fyrstu sem svara rétt vinna kvöldverð fyrir 2! 1. Einn sögulegasti boxbardagi allra tn'ma fór fram í Zaír árið 1974 þar sem Muhammed Ali endurheimti heims- meistaratitiliinn með rothöggi. Hver var andstæðingur Ali í þessum bardaga? 2. „Á Valhúsahæðinni er verið að krossfesta mann“. Þessi lína er úr þekktri viðbót við mikinn sálmabálk. Hvað heitir sá sálmur sem þessi lína er tekin úr og hver orti hann? 3. Fossinn Dynjandi, er af mörgum talinn einn fegursti foss íslands. í hvaða firði er hann? 4. Nú þegar framieiðslu hinna vinsælu þátta „Friends lýkur mun nýr þáttur hefja göngu sína þar sem lífi einnar aðalper- sónunnar er fylgt eftir. Hvaða persóna er það? Átta ára og gal 100.000 kr. Alexander Viðar Pálsson gaf til tækjakaupa fyrir barnaþjálfun hjá Sjúkraþjálfaranum ehf. Sjúkraþjálfaranum ehf, Strand- götu 75 í Hafnarfirði, barst á dögunum peningagjöf að upphæð kr. 100.000 frá Alexander Viðari Pálssyni til tækjakaupa fyrir bama- þjálfunina á staðnum. Alexander Viðar er 8 ára og einn fjölmargra bama sem hefur verið í reglulegri sjúkraþjálfun í Sjúkraþjálfaranum. Nú eru um 15 ár síðan bama- sjúkraþjálfun hófst hjá fyrirtækinu og nú í dag er hún stór hluti af starfseminni. Gjöf Alexanders Við- ars mun án efa nýtast vel til kaupa á sérhæfðum tækjum til þjálfunar bama og þakkar starfsfólk honum og fjölskyldu hans fyrir rausnarlega gjöf. _________________ Alexander Viðar með Björgu Guðjónsdóttur þjdlfara sínum. Búa til forvarnar- auglýsingar Samtök félagsmiðstöðva vinnur gegn vímuefnum Samfés, samtök félagsmið- stöðva og íþrótta- og tómnefhd Hafnarfjarðar stóðu fyrir for- vamar- og kvikmyndasmiðju um síðustu helgi í Hvaleyrarskóla. A smiðjuna komu unglingar víðs vegar að af landinu til að búa til forvamarauglýsingar í kvik- myndasmiðju. Unglingamir fengu fræðslu og kynningu á því hvemig best er að standa að aug- lýsingagerð þar sem að áróður gegn neyslu vímuefna er mark- miðið. Samvinna var höfð við ýmsa aðila sem em að vinna að for- vamar- og auglýsingamálum bæði til að fá upplýsingar um skaðsemi vímuefna og einnig til að fræðast um það hvemig er best að búa til auglýsingar sem að ná til fólks/jafnaldra og skila tilætluðum árangri. Unglingamir vom að sögn mjög ánægðir með árangurinn. Enn skemmt! Ótrúlegt er að glœsileg listaverkfái ekki að vera ífriði eins og þetta í Hellisgerði en einn stilkurinn hefur verið sveigður niður. Eru þeir sem gera slíkt beðnir að hugsa sinn gang og virða bœinn sinn. Mikil stemmning í lækiarskðla Gizmo 2003, glæsileg tískusýning Hún er allt önnur og glæsilegri aðstaðan sem nemendur Lækjar- skóla hafa nú til félagsstarfs síns. A föstudaginn héldu 8., 9. og 10. bekkingar mikla hátíð sem þeir nefhdu Gizmo 2003 en þetta er glæsileg tískusýning þar sem það nýjasta í unglingafatnaðinum er kynnt. Hljómsveitin Fíkn spilaði við góðar undirtektir og nemendur höfðu skreytt húsnæðið og not- uðu ljóskastarar og „græjur“ til að gera kvöldið sem áhrifaríkast. Handboltinn Karlar,- Suðurriðill: Urslit ÍBV-Haukar 27-30. FH-Breiðablik 36-25. Stjaman-Haukar 30-27. ÍR-Haukar 36-30. FH-HK 27-29 Konur: FHog Haukarkeppaá laugardaginn í Kaplakrika 1. nóv. kl. 14, Kaplakriki FH-Haukar FH liðið er í 3. sæti með 10 stig en Haukar í 4. sæti með 9 stig svo búast má við spenn- andi leik í Kaplakrika. Körfuboltinn Haukar-ÍR 92-61 Tindastóll-Haukar 99-70 Síðastliðinn fimmtudag fóm Haukar norður og kepptu við Tindastól en Tindastóll vann leikinn nokkuð ömggt 99-70. Stigahæstir hjá Haukum vom Sævar Haraldsson með 17 stig og Mike Manciel með 15 stig. Á sunnudagskvöld unnu Haukar sigur á IR á Ásvöllum, 92-61. Hjá Haukum skoraði Mike Manciel 33 stig og tók 16 fráköst, Sævar Haraldsson skoraði 20 stig, gaf 10 stoð- sendingar og tók 6 fráköst á aðeins 22 mín. Næsti leikur Hauka er á föstudagskvöld gegn Grinda- vík og svo á sunnudaginn fá Haukar Tindastól í heimsókn kl. 20. Sá leikur er fyrri viður- eign þessara liða í 8-liða úr- slitum bikarkeppninna og hefst hann kl. 18. Haukar em sem stendur í 3. sæti deildarinnar með 6 stig eftir 4 leiki. Næstuleikir 31. okt. kl.19.15 Grindavík: UMFG - Haukar Síðastliðinn fimmtudag kom Þór frá Akureyri í heimsókn á Ásvelli. Leikurinn endaði 103- 39 Haukastúlkum í vil og var Helena Sverrisdóttir allt í öllu og skoraði 49 stig. Pálína Gunn- laugsdóttir skoraði 25 stig. Næsti leikur Hauka er í kvöld heima gegn Hamri í 2. deild kvenna og hefst hann kl. 19.15 og á sunnudagskvöld eiga þær heimaleik gegn 1. deildarliði KR en sá leikur er fyrri leikur þessara liða í 8-liða úrslitum Hópbílabikars kvenna og hefst hann kl. 18. Haukar em efstir í 2. deild kvenna. Skjálftaruið Kleifarvatn Jarðskjálftahrina hófst við norðvestanvert Kleifarvatn kl. 20.30 á þriðjudagskvöld. Stærsti skjálftinn það kvöld var um 2,5 stig á Richter og varð hann klukkan 21.38. Flestir skjálft- anna urðu nálægt miðju vatnsins og þvert út frá henni.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.