Fjarðarpósturinn - 04.04.2007, Blaðsíða 4
„Ertu fylgjandi eða andvígur
stækkun álversins samkvæmt
fyrir liggjandi deiliskipulags til -
lögu?“ Svona hljóðaði spurn -
ingin í kosningunum á laugar -
dag. Þetta gerist þó bæjarstjórn
hafi velt þeirri ákvörðun sinni til
íbúanna, að ákveða að auglýsa
deiliskipulagstillöguna með lög -
formlegum hætti eins og kemur
fram í bókun bæjarstjóra hér á
eftir og samþykkt bæjar stjórnar.
Samþykkt bæjarstjórnar snér -
ist um það hvort kynna ætti
bæjarbúum og öðrum þeim sem
að málinu kunna að koma
tillöguna og kalla eftir athuga -
semdun innan tilskilins frests.
Umræðan í bæjarfélaginu
snér ist hins vegar um það að vera
með eða á móti stækkun álvers -
ins og fæstir sem Fjarðar -
pósturinn hefur rætt við hafa
getað sagt rétt til um það hvernig
spurningin hljóðaði. Hafa sumir
jafnvel sagst hafa sett kross við
já eða nei án þess að lesa
spurninguna.
Samþykkt bæjarstjórnar
Svona samþykkti bæjarstjórn
Hafnarfjarðar 30. janúar sl. með
10 atkvæðum gegn 1:
„Bæjarstjórn Hafnarfjarðar
samþykkti að tillaga Arkís að
deili skipulagi vegna stækkunar
álversins í Straumsvík dags.
15.01.07 verði auglýst skv. 25.
grein skipulags- og bygg ingar -
laga nr. 73/1997 með fyrirvara
um niðurstöðu væntanlegrar at -
kvæðagreiðslu meðal íbúa í
Hafnarfirði um deiliskipulags -
tillöguna.“
Bæjarfulltrúar D-lista bókuðu
þá m.a.:
„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis -
flokksins samþykkja að tillagan
um deiliskipulag vegna stækk -
unar Álvers Alcan verði auglýst
með þeim hætti sem fram kemur
enda þótt það sé óvenjuleg
málsmeðferð. Það liggur hins
vegar fyrir að meirihluti Sam -
fylkingar hefur ákveðið að vísa
deiliskipulaginu til íbúakosn -
ingar.“
Lúðvík Geirsson lét bóka:
„Bæj ar fulltrúar Sam fylkingar -
innar benda á að þessi samþykkt
bæjarstjórnar tekur til þess að
heimila að auglýsa deili skipu -
lags tillöguna með fyrir vara
um niðurstöðu atkvæða -
greiðslu bæjarbúa, en gert er
ráð fyrir því að fram fari kosning
um tillöguna þann 31. mars n.k.
og fá þá Hafnfirðingar tæki -
færi til að samþykkja eða
synja því hvort hún fari í lög -
formlegt ferli. (leturbr. FP)
Langur aðdragandi
Mál þetta er búið að hafa
langan aðdraganda og þó svo
flestir hafi myndað skoðun sína á
umhverfissjónarmiðum er ljóst
að ástæður afstöðu fólks voru
mjög mismunandi. Það sem
vakti hins vegar eftirtekt var
hversu seint umræðan fór af stað
sem olli því að kosning fór svo
seint fram sem raun bar vitni.
4 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 4. apríl 2007
Spurning dagsins:
Stundar þú
líkamsrækt?
Nemendur Fjölgreinanáms
Lækj arskóla brugðu sér í
Rúm fatalagerinn í Smáranum
til að leggja fyrir spurningu
dags ins.
Steinar Sörensson:
Það fer lítið fyrir
því núna. Annars er
ég einkaþjálfari.
Unnur
Óttarsdóttir:
Jóga og sund
Bergdís Guðna dóttir, mynd-
og textílkennari
Fjölnámsins
Nei, en ég geng
mikið.
Ívar
Ívarsson:
Jú, júdó
Kristján Þórðarsson:
Ég trimma með
Moggann kl. 3 á
nóttunni.
Margir litu ekki á spurninguna!
Ósamræmi í samþykkt bæjarstjórnar og spurningar í kosningu
Frá kjörfundi í Íþróttahúsinu við Strandgötu
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n
Glæsileg þátttaka í íbúakosn -
ingum um stækkun álversins í
Straumsvík endurspeglar skýrt
þann breiða stuðning sem er við að
íbúar fái í auknum mæli að koma
beint að stórum ákvörðunum sem
skipta miklu um þróun
sam félagsins. Kosn ing -
arnar voru eðlilegt
framhald þess að árið
2002 setti Samfylk ingin
inn ákvæði í sam þykktir
Hafnar fjarð arbæjar sem
tryggja að bæjar stjórn
beri að leggja þau mál
sem hún álítur vera
mjög þýðingarmikil fyr -
ir bæjarfélagið í dóm
kjósenda. Í kosningunum 2006
sagði Sam fylkingin í Hafnarfirði
skýrt að þannig yrði staðið að verki
þegar stækkun álversins í Straums -
vík væri annars vegar. Íbúar
Hafnar fjarðar hafa sýnt stuðning
sinn við þessa stefnu í tvígang á
einu ári. Fyrst með því að velja
Sam fylk inguna áfram til forystu í
síðustu bæjarstjórnarkosningum og
ekki síður um sl. helgi þegar nær
80% íbúa bæjarins mæta á kjör -
stað.
Fleiri sem aðhyllast
íbúakosningar
Í aðdraganda kosninganna
heyrð ust úrtöluraddir frá póli -
tískum andstæðingum Sam fylk -
ingarinnar um þetta mikil væga
skref. Nú eftir að niður stöð ur liggja
fyrir hoppa ráðamenn annarra
flokka á lýðræðis vagn inn. Það er
vissulega kostur að við urkenna
loks að þessi að ferða fræði sem
markaði eftir minnan leg þáttaskil í
íslenskum stjórn málum muni
verða notuð æ oftar hér á landi.
Stjórn lyndið og ráðríkið verð ur á
undanhaldi. For maður Fram sókn -
ar flokksins hefur hins -
vegar ekki ennþá áttað
sig á stöð unni og mun
þurfa nokk urn tíma til
að skilja út á hvað íbúa -
kosningar ganga.
Stærstu fjölmiðlar
lands ins hafa þó fellt
sinn dóm – aðferðar -
fræði bæja r stjórnar
Hafn arfjarðar og bæjar -
fulltrúa er lofuð.
Í kosningum er kosið um val -
kosti. Valið í þessum kosningum
var erfitt, enda skiptar skoðanir.
Fjölmargt kom til og fjölmargir
blönduðu sér í umræðuna. Jafnvel
bændur við Þjórsá. Gagnrýnt hefur
verið að seðlabankastjóri, Davíð
Oddsson, blandaði sér í um ræðuna
með umdeildum hætti aðeins
tveimur dögum fyrir kjör dag. Hin
mikla þátttaka í kosn ingunni sýnir
hinsvegar áhuga bæjarbúa á því að
fá að tjá hug sinn um mikilvæg
mál. Lýðræðið spyr ekki hvort
mjótt hafi verið á mun um, heldur
aðeins hver úrslitin urðu.
Nú mun fyrirtækið endurmeta
stöðuna
Ég hef haldið því fram í að drag -
anda kosninganna að fyrir tækið
Alcan þyrfti að fá alla hluti á hreint
áður en það tilkynnti með form -
legum hætti að það ætlaði að fara
fram með breytingar eða stækkun í
Straumsvík. Eitt af því var hvort
möguleikar væru fyrir hendi í nýju
deiliskipulagi. Margt í hag -
kvæmnilíkani fyrirtækisins gaf það
til kynna og það kom fram ítrekað
hjá yfirstjórnendum fyrirtækisins í
Kanada að mögu leikar til frekari
þróunar væru álit legir.
Ljóst er að fyrirtækið mun skoða
sína stöðu og meta mögu leika til
frekari framþróunar með vísan til
þeirrar niðurstöðu sem nú liggur
fyrir en ljóst er að framlögð
deiliskipulagstillaga að stækkun ar -
áformum mun ekki ná fram að
ganga samkvæmt ákvörð un íbúa
bæjarins.
Þakkarvert framlag fjölmargra
Það ber að þakka öllum þeim
sem komu að þessum stærstu íbúa -
kosningum landsins. Sérstak lega
ber að þakka starfsmönnum
Hafnarfjarðarbæjar sem unnu að
verkefninu og fyrirtækinu Capa -
cent sem sá um kynningar. Starfs -
fólki Alcan sem lagði á sig ómælda
upplýsingavinnu. Gras rótar sam -
tökin Hagur Hafnar fjarðar og Sól í
Straumi, sem sköpuðu lýð ræðis -
lega umræðu. Fjölmiðlum öllum,
líkt og Fjarðarpóstinum og fjöl -
miðladeild Flensborgarskóla. Ekki
hvað síst ber að þakka öllum þeim
Hafnfirðingum sem sýndu málinu
áhuga og kusu. Þeir sýndu það og
sönnuðu að Hafnarfjörður er
framsækinn bær.
Höfundur er forseti
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.
Að loknum íbúakosningum
Gunnar
Svavarsson
Hafnarfjarðarbær gerir í raun
engar athugasemdir við um -
hverfis mat vegna stækkunar
álvers ins í Straumsvík og í um -
sögn er nær eingöngu fjallað um
skipulagslega þætti. Ýmsir hafa
áhyggjur af aukinni mengun sem
óhjákæmilega fylgir þrátt fyrir
bætta tækni og árangur í meng -
unarvörnum.
Helst hafa menn áhyggjur af
krabba meins valdandi efnum
sem gætu verið í útblæstrinum.
Örfáir mættu á kynningarfund
í Íþróttahúsinu við Strandgötu og
virðist sem þessi gríðarlega
stækkun álversins hafi farið
framhjá mönnum og kannski
hafi menn verið of uppteknir við
að gera athugasemdir við álver í
Reyðarfirði.
Upplýsingastjóri Alcan á Ís -
landi segir ekkert ráðið um það
hvort farið verður út í stækkun
ál versins og matsskýrslan sé
einn af þeim þáttum sem notaður
er til að sjá hvort stækkun sé
hag kvæm.
Enn sé ekki búið að taka
ákvörðun um það hvort af
stækkuninni verður og þá hversu
mikilli en ekki þurfi slík ákvörð -
un að taka langan tíma.
Sjá nánar á bls. 3.
á tuttug
asta
ári!
www. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s
25. tbl. 20. árg. 2002
Fimmtudagur 27. júní
Upplag 7.500 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði
Algjört áhugaleysi á
stækkun álversins?
Stækkun um 270% – Frestur til að skila athugasemdum lýkur á morgun!
Í hraununum austan álversins eru margar minjar búskapar fyrri
tíma og hér má sjá eina vörðu sem hefur vísað mönnum veginn.
L
jó
s
m
.:
G
u
ð
n
i
G
ís
la
s
o
n
Leikskólabörn
í skógarferð
Það skein gleði út úr leik -
skólabörnunum sem fengu að
skoða aðstöðuna hjá Skóg rækt -
unarfélaginu og sagði Stein ar
Björgvinsson, starfs maður skóg -
ræktarinnar frá leynd ar dóm um
skógarins.
Öll um 5 ára börnum á leik -
skólum er boðið en þessi börn
voru frá Norðurbergi og Víði -
völlum.
www. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s
30. tbl. 24. árg. 2005
Fimmtudagur 11. ágúst
Upplag 7.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði
Þó nokkur umræða hefur verið
meðal bæjarbúa um hugsanlega
stækkun álvers Alcan í Straums-
vík sem gæti orðið gríðarleg. Í
dag er framleiðslugeta um 170
þús. tonn á ári en í samþykktu
umhverfismati er gert ráð fyrir
allt að 460 þús. tonn á ári.
Við kynningu á umhverfis-
matinu í júní 2002 mættu aðeins
10-15 manns en kynningin var
illa auglýst hér í bæ og virðist
sem íbúar séu að vakna af
Þyrnirósarsvefni og hafa nú fyrst
áhyggjur af stækkun álversins.
Fullyrt er að mengun frá
álverinu verði innan allra við-
miðunarmarka utan þynningar-
svæðis og tillaga að þynn-
ingarsvæði fyrir báða stækk-
unaráfangana falli að núverandi
svæði takmarkaðrar ábyrgðar
sem þýðir að ekkert íbúasvæði
verði á svæði þar sem hætta sé á
mengun.
Einar Bjarnason, íbúi í Hafnar-
firði krafðist kosninga um málið
í grein í Fjarðarpóstinum fyrir
skömmu og Lúðvík Geirsson,
bæjarsjóri hefur sagt að það geti
alveg komið til greina en
fulltrúar Alcan undrast ef setja
eigi leikreglur eftir á en félagið
hafi farið eftir öllum reglum við
undirbúning stækkunarinnar.
Fallegur regnbogi yfir Sléttuhlíðinni. Horft frá gamla Kaldárselsveginum í norðurátt.
Er tími
skemmtiferða-
skipanna
kominn?
Tvö skip komu í sumar
Margir telja að hægt sé að fá
skemmtiferðaskip í auknum
mæli til Hafnarfjarðar. Ekkert
liggur þó fyrir um hvort þau geti
í framtíðinni lagst að Norð-
urbakka og svo virðist sem fleira
þurfi að koma til en hafnarað-
staða. Þá virðast menn telja sig
vera í Reykjavík þó skip komi
hingað og í áætlun skipanna er
Hafnarfjörður hvergi nefndur.
Sjá bls. 9
Stækkun álvers
Alcan veldur ugg
Bæjarstjóri segir að kosningar um stækkun komi til greina
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n
Af forsíðu Fjarðarpóstsins
27. júní 2002.
Af forsíðu Fjarðarpóstsins
11. ágúst 2005.
Skuggamyndun, bílastæða -
mál, vindsveipir, aðgengi og
aldur íbúanna var meðal þess
sem rætt var um á fjörugum
forstigskynn ingar fundi um til -
lögur að 10 hæða húsi á Strand -
götu 26-30 á mánu daginn.
Að Strandgötu yrðu skv.
tillögum Glámu-Kím, þrjár
hæðir en tveir turnar risu upp úr
byggingunni, nokkuð frá götu,
samtal 10 hæðir eða nokkuð
hærra en turnarnir í Firði.
Í húsinu er gert ráð fyrir
tæplega 4000 fermetrum fyrir
verslun og þjónustu á 3 hæðum
og 34 íbúðum fyrir eldri, eldri
borgara eins og kynnt var á
fundinum.
Fjölmargar fyrirspurnir og
athugasemdir komu fram og
m.a. var spurt hort þetta væri
forsmekkurinn að því sem
koma skyldi, háhýsi í mið -
bænum en gildandi deil i skipu -
lag gerir ráð fyrir 4 hæða versl -
unar- og íbúðarhúsi.
Vilja byggja 10 hæða hús í stað
4 hæða húss við Strandgötu
Fjölmenni á forstigskynningu í Hafnarborg
Horft frá suðurneda Strandgötu.
Ágúst, Dagur og Hrannar.