Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.04.2007, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 12.04.2007, Blaðsíða 3
Góðan daginn Lúðvík. Hvað hefur þú verið bæjarstjóri lengi? Síðan í júní 2002 eða bráðum í 5 ár. Hvernig er að vera bæjarstjóri? Það er gefandi starf og fjöl - breytt Enginn dagur er eins. Lang ir vinnudagar enn gaman að þeir eru gefandi. Hvað finnst þér mikilvægast að gera sem bæjarstjóri? Að eiga gott samstarf og samráð við íbúana um okkar upp byggingu og framþróun bæjar félagsins og að koma góð - um verkum í framkvæmd og tryggja að bæjarfélagið bjóði uppá góða þjónustu við alla sína íbúa Hvernig vilt þú hafa bæinn okkar? Lifandi og fallegan og að við höldum í þann sjarma og andrúmsloft sem hefur verið einkenni bæjarins í bráðum 100 ár Hvernig er dagur í lífi bæjar - stjóra? Ert þú til í að lýsa einum degi? Þeir eru jafnólíkir og þeir eru margir, sem er kannski það skemmtilegasta við þetta fjöl - breytta en líka annasama starf. Í gær á mánudegi var ég mættur á fund í framkvæmdaráði bæjar ins kl. 8.15 og þurfti að síðan að fara í Félagsmálaráðuneytið kl. 10.30 þar sem vinnuhópur sem ráðherra skipaði fyrir stuttu var að halda sinn síðasta fund. Ég náði að líta við í hádeginu heima sem gerist alltof sjaldan. Eftir hádegi tók ég á móti íbúum sem áttu erindi við mig hingað í ráðhúsið og gekk jafnframt frá ýmsum málum sem verða á dag - skrá í bæjarráði n.k. fimmtudag. Ég fór úr ráðhúsinu kl. 16.30 og átti fund með félögum mínum í Samfylkingunni, aðal- og varabæjarfulltrúum. Á þeim fundi vorum við til klukkan. rúmlega sex og fórum yfir ýmis verkefni og framkvæmdamál hjá bæjarfélaginu. Ég kom heim rétt fyrir kvöldfréttir á Stöð 2. Þannig var sá dagur og það besta var að ég átti laust kvöld aldrei þessu vant. Á hverju hefur þú áhuga? Öllu félagsstarfi og íþróttum. Ég hef gaman af að ferðast og lesa mér til gamans. Hver er uppáhaldstónlistin þín? Róleg tónlist með góðum takti. Hver er uppáhalds liturinn þinn? Rauður. Takk fyrir móttökurnar. Dagur Gunnarsson og Aron Birgisson. www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 12. apríl 2007 Hraunseli, Flatahrauni 3 og hefst kl. 20.30 Félagsmiðstöðin Hraunsel • 555 0142, 555 6142 Munið vef félagsins: www.febh.is Dansleikur eldri borgara síðasta vetrardag miðvikudaginn 18. apríl Allir vel komn - ir á opið hús hjá Stanga - veiðifélaginu Flugustangir og lækir Í kvöld, fimmtudag verður síðasta almenna opna hús vetrarins hjá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar og verður margt til fróðleiks og skemmtunar. Jón V. Óskarsson kemur í heimsókn til að kynna Joa - kim´s flugustangir, en þær hafa átt ört vaxandi vinsældum að fagna. Einnig kemur Guð - mundur Örn sem hefur verið leiðsögumaður í ýmsum ám og kynnir hann Hróarslæk sem er rétt austan við Hellu, og einnig Affallið sem er í Landeyjum. Þessar ár hafa verið í ræktun hjá At lands fiski og hefur veiðst vel af laxi og sjóbirting í þeim. Þá eru fluguhnýtarar SVH minntir á að í kvöld er síðasti skiladagur fyrir hnýtinga sam - keppnina. Opna húsið verður í sal félagsins að Flatahrauni 29 og hefst kl. 20. Allir eru vel komnir og alltaf heitt á könn unni. Fríkirkjan Sunnudagur 15. apríl Sunnudagsskóli kl. 11 Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30 Allir velkomnir www.frikirkja.is Höfnin styrkir Fjölsmiðjuna Fær frí hafnargjöld Hafnarfjarðarhöfn hefur orðið við óskum Fjöl smiðj - unnar um að felld verði niður hafnargjöld af skólaskipi sam - takanna sem hefur heimahöfn í Hafnarfirði. Þá hefur Hitaveita Suður - nesja veitt vilyrði fyrir styrk í formi rafmagns til skipsins í höfn. Bubbi heldur tónleika í Fríkirkjunni Bubbi Morhens verður með tónleika á sumardaginn fyrsta kl. 20.30 í Fríkirkjunni í Hafn - ar firði. Bubbi mun spila bæði nýtt efni í bland við eldra efni. Það er umboðsskrifstofan Prime sem stendur fyrir tón - leik unum en skrifstofan flutti nýlega á Strandgötu 11 hér í bæ. Miðar verða seldir við innganginn. Margrét Gauja kaus gegn stækkun Var hún ein bæjar - fulltrúa S á móti? Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi (S) hefur ein bæjarfulltrúa Samfylkingar - inn ar gefið upp afstöðu sína í ál versmálinu. Hún upplýsti í beinni útsendingu að hún hafi kos ið gegn stækkuninni. Ekki að það hafi komið á óvart enda fagnaði hún með félögum í Sól í Straumi eftir að úrslitin lágu fyrir. Lúðvík hvatti til sameiningar við sveitarfélagið Voga Bæjarstjórinn, Lúðvík Geirs - son hefur ekki viljað gefa upp afstöðu sína og hefur hann sagt óeðlilegt að hann gerði það, það væri afskipti af lýðræðinu. Lúðvík hvatti hins vegar opin - berlega til þess að bæjar búar segðu já í kosningu um sam - einingu Hafnar fjarðar bæjar og sveitarfélagsins Voga. Vef-Þjóðviljinn er einn þeirra miðla sem hefur fjallað um afstöðuleysi Sam fylkingar - manna í Hafnarfirði, sjá 5. apríl á www.andriki.is Dansinn dunar frá kl. 20.30-24 Capri tríó leikur Hjartanlega velkomin! Á laugardaginn kl. 14 verður opnuð fyrir almenning sýning í Menningarsalnum á Hrafnistu í Hafnarfirði á ljósmyndum sem Árni Gunnlaugsson tók á ár un - um 1960-1992 af eldri Hafn - firðingum, oftast á förnum vegi. Myndir Árna eru úr safni 612 ljósmynda úr þriggja binda bókinni „Fólkið í Firðinum“ en þar er að finna ýmsan fróðleik um fólkið og húsin sem sjást á myndunum. Sýningin, sem stendur fram í júní, er öllu opinm og aðgangur ókeypis. Fólkið í Firðinum Árni Gunnlaugsson sýnir ljósmyndir á Hrafnistu Jens Davíðsson, smiður í Dverg á einni af myndum Árna. Krafist er dugnaðar, árverkni, stundvísi og samviskusemi. Lágmarksaldur 18 ár eða fædd 1989 eða fyrr. Viljum ráða bæði stráka og stelpur í sumarstörfin. Vinsamlega sendið allar nauðsynlegar upplýsingar, s.s. nafn, kennitölu, heimilisfang, skóla, fyrri störf og nafn og símanúmer meðmælanda á gasfelagid@simnet.is eða Gasfélagið ehf, Straumsvík, 220 Hafnarfjörður Gasfélagið ehf., Straumsvík óskar að ráða fólk í fastar stöður og til sumarstarfa Fagriklettur HF-123, áður Arn ar SH-157 í Hafnarfjarðarhöfn. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Viðtal við bæjarstjórann Dagur og Aron, nemendur í fjölgreinanáminu tóku viðtal við Lúðvík Geirsson Dagur Gunnarsson og Aron Birgisson taka viðtal við Lúðvík.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.