Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.01.2006, Síða 2

Fjarðarpósturinn - 05.01.2006, Síða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 5. janúar 2006 Víðistaðakirkja Sunnudagaskóli sunnudaginn 8. janúar kl. 11:00 Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12:00 súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13:00 Spil, spjall og kaffiveitingar. Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13:00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Allir velkomnir Sóknarprestur Gleðilegt ár og kærar þakkir fyrir liðna tíð. Allt þenst út, Hafnarfjörður þenst út, tísku- bílarnir verða stærri og stærri, starfslokasamn- ingarnir gildna og meira að segja alheimurinn þenst út ef ég á þá að skilja hvernig óendanlega stórt verður enn stærra. Einstaklingarnir sem þenjast út kaupa sé nú kort í líkamsræktar- stöðvum og sprikla sem aldrei fyrr og ein- hverjum tekst að minnka á ný en samviskan er a.m.k. friðuð. Kosningar til sveitarstjórna verða í maí og mun umræða í bænum litast eitthvað af því á næstu mánuðum. Guðmundur G. Gunnarsson bæjarstjóri nágranna okkar á Álftanesi ætlar að ljúka við gerð mjög umdeilds deiliskipulags á nýju miðsvæði en fresta framkvæmdum fram yfir kosningar svo kjósa megi um deiliskipulagið. Við Hafnfirðingar höfum ekki mikið verið að skipta okkur af eigin skipulagsmálnum og allra síst aðalskipulagsmálum. Þess vegna var blokkum klesst utan í Ásfjallið, þess vegna þrengir byggð að Ástjörninni, þess vegna er stór spennistöð í miðri íbúðabyggð á Völlum og þess vegna erum við í vandræðum með safn- og stofngötur í bænum. Bæjarbúar hafa reynsluna og námd við við- fangsefnin og eiga að koma skoðunum sínum á framfæri svo starfs- fólk bæjarins geti nýtt þær við vinnu sína. Vilja Hafnfirðingar stækka bæinn með því að byggja sunnan Straumsvíkur eða vilja menn byggja lengra upp með Krýsuvíkur- veginum í átt að útivistarsvæðunum? Hvort vilja menn samfellda eða sundurslitna byggð? „Íbúaþing“ um skipulagsmál mættu gjarnan vera á hverju ári og hver veit nema stjórnmálaflokkarnir lofi íbúaþingum - eins og síðast. Hafnarfjörður fyrir Hafnfirðinga – hvaðan sem þeir koma. Guðni Gíslason Franskt og freistandi – hádegistónleikar Í dag, fimmtudag kl. 12 verða tónleikar í hádegistónleikaröð Hafnarborgar. Antonía Hevesi píanóleikara og organ- ista við Hafnarfjarðarkirkju, sem er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar, hefur að þessu sinni fengið með sér Hlín Pétursdóttur sópran og flytja þær frönsk lög og aríur. Tónleikarnir eru í boði Hafnarborgar - enginn aðgangseyrir. Þrettándagleði Á morgun, þrettándann verða jólin verða kvödd með dansi og söng á þrettándahátíð sem Hafnarfjarðarbær og Haukar standa fyrir við Ásbraut. Gengið verður í blysför frá Suður- bæjarlaug kl. 18.30 á morgun að Ás- völlum í fylgd álfa, púka og jólasveina. Skemmtidagskrá hefst kl. 19 á svæðinu vestan við íþróttamiðstöðina. Brenna, söngur og glens verður milli Ásbrautar og Reykjanesbrautar og lýkur skemmt- uninni með veglegri flugeldasýningu í boði SPH um kl. 20. Kari Svensson í Hafnarborg Á laugardaginn kl. 15 verður opnuð sýning í Hafnarborg á verkum færeyska listmálarans Kari Svensson. Listamað- urinn lýsir sjálfur verkum sínum á þann veg að þau séu undir sterkum áhrifum frá færeysku landslagi án þess að vera beinlínis landslagsmálverk heldur e.t.v. miklu fremur abstract expressioniskar, einhvers konar svipmyndir af hans eigin upplifun af landinu, sem hann segir vera ótæmandi uppsprettu fyrir myndefni. Sýningin sem ber yfirskriftina Flaches eða Svipmyndir stendur til 30. janúar. sunnudagurinn 8. janúar Gregorgs guðsþjónusta kl. 11 Ræðuefn: GRÆÐGIN Prestur: sr. Þórhallur Heimisson Forsöngvari: Svava Kristín Ingólfsdóttir Organisti: Bjartur Logi Guðnason Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma í safnaðarheimili. www.hafnarf jardark i rkja. is Útgefandi: Keilir ehf. Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Umbrot: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sjálfstæðismenn vilja hagræða í stjórnsýslunni Vilja fækka ráðum úr fimm í þrjú Í upphafi þessa kjörtímabils gerði meirihluti Samfylkingar umfangsmiklar breytingar á stjórnkerfi bæjarins og gerði svo enn nýjar breytingar í byrjun sumars 2003. Sjálfstæðisflokk- urinn varaði við þessum breyt- ingum og benti m.a. á að þær leiddu til aukinna útgjalda, skrif- ræðis og minni skilvirkni í störf- um bæjarfélagsins. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa við afgreiðslu fjárhagsáætlunar, tvö síðustu ár flutt tillögur um einföldun á stjórnkerfinu en meirihluti Sam- fylkingar í bæjarstjórn hefur fellt þær án efnislegrar umræðu. Sé gerður samanburður við önnur stór sveitarfélög eins og Kópavog, Akureyri og Garðabæ er augljóst að Samfylkingin í Hafnarfirði hefur valið að setja upp flókið, þungt og dýrt stjórnunarkerfi, segir í greinar- gerð með tillögum Sjálfstæðis- manna. Skipurit Hafnarfjarðar- bæjar ber þess skýrast vitni og er Hafnarfjörður með mun meiri og þar afleiðandi dýrari yfirbygg- ingu en t.d. Akureyri. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- manna gerðu eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam- þykkir að gera breytingar á stjórnkerfi Hafnarfjarðarbæjar til hagræðingar og til sparnaðar og til að auka á skilvirkni og samræmingu milli málaflokka. Ráðum bæjarins verði fækkað úr fimm í þrjú og verksvið nefnda verði endurskoðað.“ Ljóst má vera að þjónustu- og þróunarsviði í Hafnarfirði er of- aukið. Eðlilegt er að upplýsinga- mál, þjónusta við bæjarbúa og málefni atvinnu og þróunar (þ.m.t. ferðamál) séu á forræði stjórnsýslu bæjarins í bæjarráði. Sama gildir um uppbyggingu byggðar og þjónustu í miðbæ. Menningarmál eiga eðlilega heima á fjölskyldusviði og má leiða getum að því að þau hafi verið flutt frá fjölskyldusviði með breytingunni 2003 til að skapa núverandi þjónustu- og þróunarráði meiri verkefni. Þá eru sterk rök fyrir að mál- efni grunnskóla, leikskóla, tón- listarskóla og heilsdagsskóla séu samofin stjórnun og rekstri fjöl- skyldumála. Gert er ráð fyrir í þessum tillögum að starfandi sé skólanefnd á fjölskyldusviði með 5 fulltrúum og kæmi hún í stað Fræðsluráðs. Nú liggur fyrir tillaga um að sameina Fráveitu, Regnvatns- veitu og Vatnsveitu og færa yfir- stjórn þeirra beint undir bæjarráð og jafnframt er önnur tillaga um að sameina alla eignaumsýslu bæjarins í Eignasjóð Hafnar- fjarðar sem lúti einnig umsjár bæjarráðs. Báðar þessar tillögur eru í fullu samræmi við hug- myndir Sjálfstæðisflokksins sem fluttar hafa verið í tillöguformi í bæjarstjórn við afgreiðslu fjár- hagsáætlana s.l. 2 ára. Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafn- arfjarðar 1995-2015 vegna 5. og 6. áfanga íbúðabyggðar á Völl- um og athafnasvæðanna Sel- hraun norður og suður. – Aug- lýsing um deiliskipulag fyrir Selhraun Norður. – Auglýsing um deiliskipulag fyrir Selhraun Suður. – Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi Valla 6. áfanga. – Auglýsing um tillögu að deilis- kipulagi Valla 5. áfanga. Tillögurnar voru til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, frá 7. des. til 4. janúar. Nánari upplýsingar eru veittar á um- hverfis- og tæknisviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breyting- una og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 18. janúar 2006. Frestur til athugasemda Hægt að skila athugasemdum til 18. janúar:

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.