Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.01.2006, Page 3

Fjarðarpósturinn - 05.01.2006, Page 3
www.fjardarposturinn.is 11 Fimmtudagur 5. janúar 2006 Fréttasími: 565 4513 Auglýsingar: 565 3066 Úrslit: Handbolti Úrvalsdeild karla: Haukar - HK: 32-24 Körfubolti Úrvalsdeild karla: Haukar - Höttur: 76-85 Næstu leikir: Körfubolti 5. jan. kl 18.30, Ásvellir Haukar- UMFG (úrvalsdeild kvenna) 5. jan. kl 20.30, Ásvellir Haukar- UMFG (úrvalsdeild karla) 7. jan. kl. 18.15, Ásvellir HaukarTindastóll (bikarkeppni kvenna) 8. jan. kl. 19.15, Ásvellir Haukar- Þór, Ak. (bikarkeppni karla) Handbolti 7. jan. kl 16.15, Digranes HK - FH (úrvalsdeild kvenna) 11. jan. kl. 19.15, Kaplakriki FH - Fram (úrvalsdeild kvenna) 11. jan. kl. 19.15, KAheimilið KA/Þór - Haukar (úrvalsdeild kvenna) Íþróttir Kvennalið Hauka tekur nú þátt í Evrópukeppninni í hand- bolta í fyrsta sinn. Haukar taka á móti króatíska liðinu RK Podravka Vegeta á Ásvöllum á laugardaginn kl. 16 og á sunnudaginn kl. 17. Podravka, sem urðu Evrópu- meistarar 1996, er eitt sterkasta kvennalið Króatíu og unnu króatísku deildina 1993-2003 og bikarinn 1993-2004. Liðið lék til úrslita í Evrópu- keppni bikarhafa í fyrra enn tapaði fyrir Larvik frá Noregi. Í ár lék liðið í forkeppni Meistaradeildarinnar og komust í 2. umferð en tapaði þar fyrir Viborg frá Danmörku. Með góðum stuðningi og góðum leik ættu Haukastúlkur að geta veitt þessu liði harða keppni. Evrópuleikir um helgina á Ásvöllum Kvennalið Hauka í fyrstu Evrópukepnni sinni Gleðilegt ár kæru samborgarar. Já árið 2006 er runnið upp með öllum sínum vonum og vænt- ingum, ótrúlegt!! Ég vona að allir hafi notið jóla og áramóta, þó svo að kíló hafi bæst við hér og þar af þessu og hinu. Já, neyslan er mikil, ekki bara um jól og áramót, þó að hún aukist mjög á þeim tíma. Við hrúgum upp auka kílóum út um allt. Allt í rusli Já, neyslan nær hámarki um jól og áramót. Tunnur fyllast af pappír, öskjum, umbúðum, svína- hryggjum, rauðkáli og baunum og svo mætti lengi telja. Það flæð- ir rusl út um allt. Megnið af því sem við kaupum í Kringlunni, Smáralind og Bónus fer í ruslið, hugsið ykkur! Margar fjölskyldur eru með 2-3 tunnur yfirfullar!! Það endar með því að við verðum að fara að læra ruslasund til þess að fleyta okkur í gegnum ruslið og bjarga okkur frá drukknun, rusladrukknun. Í Hafnarfirði var jóla- og áramótaruslið 120 tonn. Já, 23 þúsund manns með að meðaltali 5 kg á mann af rusli á tíu dögum. Það er svolítið. Undir venjulegum kringumstæðum er meðal kílóa fjöldi um 3 kg á hvern íbúa. Hvort um sig er of mikið.Við þurfum að fara að tileinka okkur vistvermd og við getum auðveldlega byrjað á að flokka sorpið okkar. Hvar á að byrja Auðvelt er að byrja á að flokka blöð, fernur, plast, s.s sjampó- brúsa og málma. Nýlega hóf Gámaþjónustan útleigu á svo- kölluðum grænum tunnum, end- urvinnslutunnum. Þær eru mjög kærkomnar fyrir þá sem vilja flokka sorpið sitt en hafa ekki haft tök á því sökum plássleysis. Alla ofangreinda flokka má setja í endurvinnslutunnuna. Þetta er frábær kostur og hvet ég ykkur, Hafnfirðingar, til að tileinka ykkur þetta. Flokkaða ruslið í endurvinnslutunnunni er svo losað á fjögurra vikna fresti. Það er síðan pressað og selt til útlanda til endurvinnslu og segja þeir hjá Gámaþjónustunni að þetta sé arðbært. Leggjum okkar að mörkum. Staðið okkur vel í rusli Við Hafnfirðingar höfum staðið okkur vel í ruslinu miðað við mörg önnur sveita- félög. Við vorum ekk- ert yfir okkur bjartsýn á að sorphirða á tíu daga fresti myndi ganga upp, en sú var raunin og hefur varla verið neinum vandkvæðum bundin. Nágrannasveitafélögin hafa litið öfundar augum til okkar hvað þetta varðar, það er líka vistvænt að spara ferðir. Við verðum því að taka höndum saman og byrja að flokka sorpið, til að halda forystu okkar í sorpmálum. Byrja smátt og bæta svo flokkum við eftir getu. Endurvinnsla er að borga sig. Við skilum jörðinni hreinni til barna okkar. Okkur mun líka líða betur í allri neyslunni ef við hug- um að þessum þáttum og munum að við höfum jörðina bara að láni frá börnum framtíðarinnar. Fóstursvæði Ég vil í lokinn hnykkja á gömlu góðu lummunni sem á svo fylli- lega rétt á sér nú á tímum. „Hreinn bær okkur kær“ og deila með ykkur sögu um fóstur svæði. Í 7 ár hef ég átt mér fóstur svæði, það er það svæði sem ég týni rusl á. Svæðið er ekki stórt, stígur sem nær frá heimili mínu að næsta leikskóla, um 50-100 metrar. Ég fer þarna um einu sinni á dag, stundum sjaldnar, en ég týni allt rusl upp af stígnum og set það í tunnuna mína. Þetta er lítil athöfn sem er mér kær því að ég veit að ég er að gera jörðinni gott með þessu. Og líka partur í því af minni hálfu að skila henni hreinni. Að lokum kæru sam- borgarar, vil ég óska ykkur vel- farnaðar á nýju ári með von um vistvernd í verki. Lifið heil. Gleðilegt vistvænt ár Guðfinna Guðmundsdóttir Ungmennaráð Hafnarfjarðar harmar þá ákvörðun Strætó B.S. að taka ekki upp sérstakt staðgreitt ungmennagjald í nýrri gjaldskrá Strætó sem var tekin í gildi 1. janúar sl. Segir í ályktun fundar Ung- mennaráðs sl. þirðjudag að það sé til háborinnar skammar að ekki sé til þrep á milli barna- gjalds og fullorðinsgjalds, þar sem ungmenni eru stór hluti af viðskiptavinum Strætó. Ungmennaráðið furðar sig á því að ungmenni á aldrinum 13- 18 ára sem ekki hafa sömu réttindi og fullorðnir skuli vera látin greiða sem slíkir fyrir almenningssamgöngur. Ungmennaráð vill ungmennafargjöld Til háborinnar skammar að stjórn Strætó bs. hafi ekki tekið upp sérstakt gjald fyrir ungmenni FH-ingar tryggðu sér fyrir áramótin sigur á óopinberu Norðurlandamóti unglingaliða í handknattleik, Norden Cup, sem haldið var í Gautaborg í Svíþjóð. Á mótinu, sem á kepptu unglingar fæddir 1989 og 1990, spilaði FH til úrslita við sænska meistaraliðið IFK Tumba og hafði FH betur, 27:26, en FH- liðið, sem er bæði Íslands- og bikarmeistari, hefur átt frábæru gengi að fagna og hefur ekki tapað leik á Íslandi í þrjú ár! FH Norðurlanda- meistarar unglinga Sigruðu á Norden Cup í Gautaborg. Á gamlársdag var Íþróttamað- ur Hauka valinn í fjölmennri athöfn á Ásvöllum. Átta íþrótta- menn úr öllum deildum voru tilnefndir úr öllum deildum félagsins, karlar og konur: Frá Handknattleiksdeild Birkir Ívar Guðmundsson og Hanna Guðrún Stefánsdóttir. Frá Karatedeild Guðbjartur Ísak Ásgeirsson. Frá Knattspyrnu- deild Linda Rós Þorláksdóttir. Frá Körfuknattleiksdeild Helena Sverrisdóttir og Sævar Har- aldsson. Frá Skákdeild Heimir Ásgeirsson og frá Skíðadeild Hrólfur Smári Pétursson. Hina eftirsóttu viðurkenningu hlaut körfuknattleikskonan Hel- ena Sverrisdóttir sem hefur undanfarið verið í fremstu röð körfuknattleikskvenna landsins og unnið til ótal titla og viður- kenninga. Stjórn KKÍ valdi einróma Helenu Sverrisdóttur, Haukum körfuknattleikskonu ársins 2005. Meðaltöl Helenu tímabilið 2004-2005 í 1. deild kvenna: Stig: 22,8 Fráköst: 13,7 Stoð- sendingar: 6,9 Mínútur: 35,6. Helena Íþrótta- maður Hauka 2005 Einnig kjörin körfuknattleikskona ársins hjá KKÍ Ágúst þjálfar Haukana Ágúst S. Björgvinsson, sem þjálfað hefur kvennalið Hauka í körfuknattleik með góðum ár- angri tekur einnig við þjálfun karlaliðs Hauka af Predrag Bojo- vic en gengi liðsins hefur verið afar slakt í vetur. Örugglega verður hart barist. Helena Sverrisdóttir. L jó sm .: G u ð n i G ísla so n Pelsar teknir í misgripum Tveir svartir nylon-pelsar, annar stuttur, hinn síður, voru teknir í misgripum á jólafundi Félags eldri borgara í Hraunseli. Upplýsingar í síma 691 6063, 565 2647 eða í Hraunseli í s. 555 0142 10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 5. janúar 2006 565 3066 Auglýsingar sími: Lítil stúdíóíbúð í miðbænum, 25 m² til sölu, með eða án húsbúnaðar. Uppl. í síma 551 1324. 2ja, 3ja eða fjögurra herbergja íbúð óskast í 6 mánuði, mögul. á framlengingu. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í s. 660 1060. Hjón á besta aldri vantar 3ja - 4ra herbergja íbúð sem fyrst, helst í Hafnarfirði. Reglusemi og góð umgengni sjálfsögð. Meðmæli ef óskað er. Uppl. í s. 565 5719, 824 7744. Vegna flutnings er til sölu ritröð Almenna bókafélagsins, Saga mannkyns í 16 bindum, furuskápur úr Rúmfatalagernum, mjög stór og rúmgóður og Klik-Klak svefnsófi úr línunni. Selt ódýrt. Uppl. í s. 555 1534 og 848 5034 Glæsilegt vel með farið leðursófasett 3+1+1 til sölu. Verð kr. 50.000,00. Upplýsingar í síma 865 3809. Barngóð manneskja með bíl óskast til að sækja 3 ára dreng á leikskóla og sinna í nokkra klst. í senn 10-15 daga í mánuði + þrif 1 sinni í viku. Einungis reyklaus aðili kemur til greina. Upplýsingar í síma 866 7226 Gullúr fannst á göngustíg í Norðubænum á Gamlársdagsmorgunn. Eigandi getur vitjað úrsins í síma 863 9982, Pétur. Þú getur sent smáauglýsingar á a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T Tapað - fundið Barnagæsla Til sölu Íbúð óskast Húsnæði í boði Breiðband - Loftnet Gervihnattaþjónusta og sala Rafeindavirkjar. Loftnet IJ ehf. Sími 696 1991. Eldsneytisverð 4. janúar 2006 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía 108,3 106,3 Esso, Rvk.vegi 109,7 107,8 Esso, Lækjargötu 109,7 107,8 Orkan, Óseyrarbraut 108,2 106,2 ÓB, Fjarðakaupum 108,2 106,2 ÓB, Melabraut 108,3 106,3 Skeljungur, Rvk.vegi 109,7 107,8 Öll verð miðast við sjálfsafgreiðslu og eru fundin á vefsíðum olíufélaganna. Baðvarsla Íþróttahúsið í Kaplakrika vantar kvenkyns starfsmann við baðvörslu og þrif frá og með 9. janúar, í minnsta kosti hálft ár eða lengur. Vaktavinna. Nánari upplýsingar veittar í síma 821 4494, Geir. Mikil umræða hefur verið um málefni aldraðra að undanförnu. Nægir þar að vísa til áramóta- ávarpa forsetans og forsætisráð- herra. Viðfangsefnið hefur jafnvel verið enn áleitnara hér í Hafnar- firði en víðast hvar annars staðar, ekki síst vegna þeirrar aðstöðu sem ríkið býr öldruðum á Sólvangi. Þar vinnur starfsfólkið kraftaverk á hverjum degi við erfiðar aðstæður. Ég er þeirrar skoðun- ar að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga í þessum málaflokki sé stærsti vandinn sem við er að etja í málefnum aldr- aðra. Hluti af þjónustunni við þennan hóp er á hendi ríkisins, svo sem heimahjúkrun og bygg- ing og rekstur hjúkrunarheimila, á meðan annað, svo sem félagsleg heimaþjónusta, er á hendi sveitar- félaga. Ekki benda á mig! Þetta er afleitt fyrirkomulag, því það leiðir til þess að ríkið heldur að sér höndum og ýtir mál- unum yfir á sveitarfélögin, sem streitast á móti því að taka að sér verkefni sem heyra undir ríkis- valdið - nema tryggt sé að því fylgi tekjur til að standa undir kostnaði. Þessi togstreita bitnar síðan á þeim sem síst skyldi - hinum aldraða. „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur ítrekað og einróma lýst yfir vilja sínum til að taka þennan málaflokk yfir, en heilbrigðis- ráðuneytið ekki viljað ræða það. Undanfarnar vikur hefur þó verið í gangi uppbyggilegt starf í nefnd sem ráðherra skipaði til að gera tillögur um framtíðarfyrirkomu- lag öldrunarmála í bænum. Í henni eiga sæti fulltrúar ríkisins og tveir fulltrúar bæjarins. Ég treysti mér til að fullyrða að frá þessum hópi munu koma ítar- legar og góðar tillögur. Verði þeim fylgt eftir, mun það þýða gerbyltingu á stöðu eldri borgara í Hafnarfirði á næstu árum. Án þess að tillögurnar séu fullmótaðar, er ljóst að þær munu meðal annars fela í sér að auka þurfi þjónustu inni á heimilum aldraðra, bæði heimahjúkrun og heimaþjónustu. Til að undirstrika vilja og áform Samfylkingarinnar í þá veru, fluttu bæjarfulltrúar flokksins eftirfarandi tillögu á bæj- arstjórnarfundi 20. desember sl. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hefja átak sem miðar að því að gera öldruðum kleift að halda heimili með reisn eins lengi og kostur er og þeir kjósa sjálfir. Þetta felur í sér að auka þarf þá þjónustu sem veitt er á heimilum viðkomandi. Hryggstykkið í þeirri þjónustu er það góða samstarf sem hefur tekist milli heima- þjónustu og heima- hjúkrunar. Leitað verði leiða til að auka það enn frekar, með auk- inni samþættingu. Meðal þeirra þjón- ustuþátta sem huga þarf að til viðbótar við hefðbundna heima- þjónustu eru m.a. hirð- ing lóða á sumrin og snjómokstur á veturna. Sérstaklega verði hugað að því að rjúfa félagslega einangrun aldraðra. Áhersla á að ná til þeirra og fræða þá um þjónustu og félagsstarf verði aukin og hringi- og innlitsþjónusta verði skipulögð í samvinnu heima- þjónustu og heimahjúkrunar og leitað samstarfs við félög eins og Rauða Krossinn og trúfélög í því sambandi. Meta þarf þörf fyrir öryggis- hnappa og leita leiða til að koma þeim fyrir hjá sem flestum þeim sem á þurfa að halda. Jafnframt verði leitað leiða til að meta eigið húsnæði aldraðra með tilliti til breytinga sem hugsanlega þarf að gera á íbúðum til að gera viðkom- andi kleift að búa lengur í þeim. Unnið verði að þessum verk- efnum í samráði og samvinnu við Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið og leitað eftir sam- vinnu við fjármögnun verkefna. Með aðgerðum á borð við það sem hér er talið, má bæta lífsgæði aldraðra og auka verulega mögu- leika þeirra á sjálfstæðri búsetu. Unnið verði að frekari útfærslu þessa verkefnis í samráði við aldraða, m.a. á fyrirhuguðu „öld- ungaþingi“ og í framhaldinu í „Öldungaráði“.“ Full samstaða var um af- greiðslu tillögunnar í bæjarstjórn. Fulltrúar minnihlutans fluttu einnig tillögu um aukningu heimaþjónustu, þannig að það er breið samstaða um málið í bæjarstjórn. Fjölskylduráði hefur verið falið að vinna áfram að framgangi málsins. Ég vona að þó okkur finnist á stundum ganga hægt, þá sé heldur að þokast í áttina hér í Hafn- arfirði. Það krefst þess auðvitað að allir gangi í sömu átt og í takt. Viðfangsefnið er hafið yfir flokkadrætti og að því gefnu að efndir fylgi fyrirheitum úr heil- brigðisráðuneytinu um að leggjast á árarnar, þá er bjartara framundan. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs. Málefni aldraðra loks á dagskrá? Guðmundur Rúnar ÁrnasonRÆSTING - RÆSTING Bráðvantar skemmtilegan og duglegan einstakling í ræstingu tímabundið á hjúkrunarheimilið Sólvang í Hafnarfirði. Sveigjanlegur vinnutími. Vinsamlegast hafið samband og fáið nánari upplýsingar. Erla M. Helgadóttir hjúkrunarframkv.stjóri sími 590 6500 og erla@solvangur.is Eyðir þú meira um jólin en þú ætlaðir þér? Já 44% Nei 49% Ég veit það ekki 7% Taktu þátt á www.fjardarposturinn.is Heilsunudd Bæjarhrauni 2, 2h. Bjóðum upp á heilsunudd og höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun Upplýsingar og pantanir í símum 699 0858 og 692 0858 Erlendur M. Magnússon, heilsunuddari Lilja Petra Ásgeirsdóttir, hbs-jafnari 2www.fjardarposturinn.isFimmtudagur 5. janúar 2006 Víðistaðakirkja Sunnudagaskóli sunnudaginn 8. janúar kl. 11:00 Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12:00 súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13:00 Spil, spjall og kaffiveitingar. Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13:00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Allir velkomnir Sóknarprestur Gleðilegt ár og kærar þakkir fyrir liðna tíð. Allt þenst út, Hafnarfjörður þenst út, tísku- bílarnir verða stærri og stærri, starfslokasamn- ingarnir gildna og meira að segja alheimurinn þenst út ef ég á þá að skilja hvernig óendanlega stórt verður enn stærra. Einstaklingarnir sem þenjast út kaupa sé nú kort í líkamsræktar- stöðvum og sprikla sem aldrei fyrr og ein- hverjum tekst að minnka á ný en samviskan er a.m.k. friðuð. Kosningar til sveitarstjórna verða í maí og mun umræða í bænum litast eitthvað af því á næstu mánuðum. Guðmundur G.Gunnarsson bæjarstjóri nágranna okkar á Álftanesi ætlar að ljúka við gerð mjög umdeilds deiliskipulags á nýju miðsvæði en fresta framkvæmdum fram yfir kosningar svo kjósa megi um deiliskipulagið. Við Hafnfirðingar höfum ekki mikið verið að skipta okkur af eigin skipulagsmálnum og allra síst aðalskipulagsmálum. Þess vegna var blokkum klesst utan í Ásfjallið, þess vegna þrengir byggð að Ástjörninni, þess vegna er stór spennistöð í miðri íbúðabyggð á Völlum og þess vegna erum við í vandræðum með safn- og stofngötur í bænum. Bæjarbúar hafa reynsluna og námd við við- fangsefnin og eiga að koma skoðunum sínum á framfæri svo starfs- fólk bæjarins geti nýtt þær við vinnu sína. Vilja Hafnfirðingar stækka bæinn með því að byggja sunnan Straumsvíkur eða vilja menn byggja lengra upp með Krýsuvíkur- veginum í átt að útivistarsvæðunum? Hvort vilja menn samfellda eða sundurslitna byggð? „Íbúaþing“ um skipulagsmál mættu gjarnan vera á hverju ári og hver veit nema stjórnmálaflokkarnir lofi íbúaþingum - eins og síðast. Hafnarfjörður fyrir Hafnfirðinga – hvaðan sem þeir koma. Guðni Gíslason Franskt og freistandi – hádegistónleikar Í dag, fimmtudag kl. 12verða tónleikar í hádegistónleikaröð Hafnarborgar. Antonía Hevesi píanóleikara og organ- ista við Hafnarfjarðarkirkju, sem er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar, hefur að þessu sinni fengið með sér Hlín Pétursdóttur sópran og flytja þær frönsk lög og aríur. Tónleikarnir eru í boði Hafnarborgar - enginn aðgangseyrir. Þrettándagleði Á morgun, þrettándann verða jólin verða kvödd með dansi og söng á þrettándahátíð sem Hafnarfjarðarbær og Haukar standa fyrir við Ásbraut. Gengið verður í blysför frá Suður- bæjarlaug kl. 18.30á morgun að Ás- völlum í fylgd álfa, púka og jólasveina. Skemmtidagskrá hefst kl. 19 á svæðinu vestan við íþróttamiðstöðina. Brenna, söngur og glens verður milli Ásbrautar og Reykjanesbrautar og lýkur skemmt- uninni með veglegri flugeldasýningu í boði SPH um kl. 20. Kari Svensson í Hafnarborg Á laugardaginn kl. 15verður opnuð sýning í Hafnarborg á verkum færeyska listmálarans Kari Svensson. Listamað- urinn lýsir sjálfur verkum sínum á þann veg að þau séu undir sterkum áhrifum frá færeysku landslagi án þess að vera beinlínis landslagsmálverk heldur e.t.v. miklu fremur abstract expressioniskar, einhvers konar svipmyndir af hans eigin upplifun af landinu, sem hann segir vera ótæmandi uppsprettu fyrir myndefni. Sýningin sem ber yfirskriftina Flaches eða Svipmyndir stendur til 30. janúar. sunnudagurinn 8. janúar Gregorgs guðsþjónusta kl. 11 Ræðuefn: GRÆÐGIN Prestur: sr. Þórhallur Heimisson Forsöngvari: Svava Kristín Ingólfsdóttir Organisti: Bjartur Logi Guðnason Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma í safnaðarheimili. www.hafnarfjardarkirkja.is Útgefandi: Keilir ehf. Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Ritstjórn:565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Auglýsingar:565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Umbrot: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Prentun:Steinmark ehf. Dreifing:Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sjálfstæðismenn vilja hagræða í stjórnsýslunni Vilja fækka ráðum úr fimm í þrjú Í upphafi þessa kjörtímabils gerði meirihluti Samfylkingar umfangsmiklar breytingar á stjórnkerfi bæjarins og gerði svo enn nýjar breytingar í byrjun sumars 2003. Sjálfstæðisflokk- urinn varaði við þessum breyt- ingum og benti m.a. á að þær leiddu til aukinna útgjalda, skrif- ræðis og minni skilvirkni í störf- um bæjarfélagsins. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa við afgreiðslu fjárhagsáætlunar, tvö síðustu ár flutt tillögur um einföldun á stjórnkerfinu en meirihluti Sam- fylkingar í bæjarstjórn hefur fellt þær án efnislegrar umræðu. Sé gerður samanburður við önnur stór sveitarfélög eins og Kópavog, Akureyri og Garðabæ er augljóst að Samfylkingin í Hafnarfirði hefur valið að setja upp flókið, þungt og dýrt stjórnunarkerfi, segir í greinar- gerð með tillögum Sjálfstæðis- manna. Skipurit Hafnarfjarðar- bæjar ber þess skýrast vitni og er Hafnarfjörður með mun meiri og þar afleiðandi dýrari yfirbygg- ingu en t.d. Akureyri. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- manna gerðu eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam- þykkir að gera breytingar á stjórnkerfi Hafnarfjarðarbæjar til hagræðingar og til sparnaðar og til að auka á skilvirkni og samræmingu milli málaflokka. Ráðum bæjarins verði fækkað úr fimm í þrjú og verksvið nefnda verði endurskoðað.“ Ljóst má vera að þjónustu- og þróunarsviði í Hafnarfirði er of- aukið. Eðlilegt er að upplýsinga- mál, þjónusta við bæjarbúa og málefni atvinnu og þróunar (þ.m.t. ferðamál) séu á forræði stjórnsýslu bæjarins í bæjarráði. Sama gildir um uppbyggingu byggðar og þjónustu í miðbæ. Menningarmál eiga eðlilega heima á fjölskyldusviði og má leiða getum að því að þau hafi verið flutt frá fjölskyldusviði með breytingunni 2003 til að skapa núverandi þjónustu- og þróunarráði meiri verkefni. Þá eru sterk rök fyrir að mál- efni grunnskóla, leikskóla, tón- listarskóla og heilsdagsskóla séu samofin stjórnun og rekstri fjöl- skyldumála. Gert er ráð fyrir í þessum tillögum að starfandi sé skólanefnd á fjölskyldusviði með 5 fulltrúum og kæmi hún í stað Fræðsluráðs. Nú liggur fyrir tillaga um að sameina Fráveitu, Regnvatns- veitu og Vatnsveitu og færa yfir- stjórn þeirra beint undir bæjarráð og jafnframt er önnur tillaga um að sameina alla eignaumsýslu bæjarins í Eignasjóð Hafnar- fjarðar sem lúti einnig umsjár bæjarráðs. Báðar þessar tillögur eru í fullu samræmi við hug- myndir Sjálfstæðisflokksins sem fluttar hafa verið í tillöguformi í bæjarstjórn við afgreiðslu fjár- hagsáætlana s.l. 2 ára. Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafn- arfjarðar 1995-2015 vegna 5. og 6. áfanga íbúðabyggðar á Völl- um og athafnasvæðanna Sel- hraun norður og suður. – Aug- lýsing um deiliskipulag fyrir Selhraun Norður. – Auglýsing um deiliskipulag fyrir Selhraun Suður. – Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi Valla 6. áfanga. – Auglýsing um tillögu að deilis- kipulagi Valla 5. áfanga. Tillögurnar voru til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, frá 7. des. til 4. janúar. Nánari upplýsingar eru veittar á um- hverfis- og tæknisviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breyting- una og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 18. janúar 2006. Frestur til athugasemda Hægt að skila athugasemdum til 18. janúar: Hafnarfjarðarbær hefur hingað til greitt starfsmönnum sínum út laun fyrsta virka dag í hverjum mánuði. Bankar voru lokaðir 2. janúar og var því ekki mögulegt að greiða út laun þann dag. Samkvæmt launaseðli var út- borgunardagur 31. desember en starfsmönnum voru ekki greidd út launin fyrr en 3. janúar og kom þessi seinkun mörgum illa að sögn trúnaðarmanna á einum leikskóla bæjarins. www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 5. janúar 2006 Fjarðarskór – Firði • sími 555 4420 ÚTSALAN ER HAFIN 70% allt að afslát tur Leikfélag Hafnarfjarðar - æfingar hefjast á nýju barnaleikriti Fyrsti samlestur á nýju barnaleikriti sem LH hyggst setja á fjalirnar í mars verður haldinn í húsnæði Leikfélags Hafnarfjarðar í gamla Lækjarskóla við Skólabraut þriðjudaginn 10. janúar n.k. kl. 20. Mæting er öllum heimil og vill Leikfélagið hvetja alla þá sem áhuga hafa á leiklist, tónlist, búningagerð, sviðsmyndasmíð eða góðum félagsskap að mæta og taka þátt í þessu ævintýri með okkur. Leikritið sem sett verður á svið er unnið upp úr skáldsögu eftir Ole Lund Kirkegaard. Skáldsagan heitir á frummálinu Hodja fra Port og hefur hlotið nafnið Hodja og Töfrateppið í íslenskri þýðingu. Hér er um stórskemmtilegan efnivið að ræða og stefnir í hrífandi og skemmtilega barnasýningu. Óánægja með launa- útborgun Bæjarstarfsmenn fengu launin sín 3. janúar. Ný gjaldskrá Strætó bs. tók gildi 1. janúar 2006. Hefur gjald- skráin verið óbreytt frá 2003 en hækkar nú allt að 50%. Hjá tveimur hópum lækkar far- gjaldið, hjá ölruðum lækkar 20 miða spjald um 16,7% og hjá ungmennum lækkar 13 miða spjald um 3,8%. Mest hækka afsláttarfargjöld barna, um 50% og fargjöld öryrkja hækka um 35%. Töluverð gagnrýni hefur verið á þessa fargjaldahækkun þar sem talið er að hún verði til þess að fækka enn farþegum í strætisvögnum sem þó hefur fækkað verulega að undanförnu. Velta margir fyrir sér hvort þjónustan sé nægilega notenda- væn og bent er m.a. á að þeir sem ekki nota strætisvagna í dag eigi erfitt með að aðlaga sig að kerfinu. Ekki sé gefið til baka í vögnum líkt og gert er t.d. í Dan- mörku og ekki sé nægilega vel merkt á biðskýlum hvaða vagnar komi þar við svo þeir sem aka eða ganga framhjá læri leiðirnar ósjálfrátt. Þá kosti jafn mikið að aka á milli tveggja viðkomu- stöðva og að fara frá Hafnarfirði upp á Kjalarnes og nú upp á Akranes. Þá hefur verið bent á þann möguleika t.d. fyrir Hafnfirðinga að gera innanbæjarakstur gjald- frían, það hvetti til meiri notk- unar en nú sé vögnum ekið tóm- um og hálftómum lengi dags og því sé ekki af miklum tekjum að missa. Þegar blaðamaður Fjarð- arpóstsins spurði forstjóra Strætó hversu miklar tekjur væru af innanbæjarakstri í Hafnarfirði þá kom fram í svari hans að um slíkt hefði hann engar upplýsingar. Ný gjaldskrá Strætó bs.: Eitt far staðgreitt: 250 kr. +13,6% Farmiðaspjald (10 miðar): 2.000 kr. +20% Græna kortið (1 mánuður): 5.000 kr. +11% Gula kortið (2 vikur): 3.000 kr. +20% Rauða kortið (3 mánuðir): 11.500 kr. +9,5% Skólakortið (Gildir til 1. júní 2006): 25.000 kr. Ungmenni (12-18 ára, 13 miðar): 1.500 kr. -3,8% Öryrkjar ( 20 miðar): 1.500 kr. +35% Aldraðir ( 20 miðar): 1.500 kr. -16,7% Barnafargjöld (6-12 ára, eitt far): 75 kr. +25% Barnafargjöld (6-12 ára, 20 miðar): 750 kr. +50% Afsláttarfargjöld ungmenna gilda til 1. júní það ár sem þau verða 18 ára. Afsláttarfargjöld barna gilda til 1. júní það ár sem þau verða 12 ára. Aldraðir, 67 ára og eldri. Börn innan 6 ára aldurs greiða ekki fargjald. Allt að 50% hækkun hjá Strætó Hækkar mest hjá börnum og öryrkjum L jó sm .: G u ð n i G ís la so n Kennsla er hafin í nýju kennsluhúsnæði við Setbergs- skóla en þar er leikfimisalur og þrjár heimastofur. Stólar í fyrirlestrasal koma í hús í dag og er áætlað að formleg afhending verði eftir um vikutíma. Feðgar ehf. byggðu húsið fyrir Hafnarfjarðarbæ. Nýtt íþrótthús tekið í notkun L jó sm .: G u ð n i G ís la so n Frá jólaballi í nýja íþróttahúsinu við Setbergsskóla.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.