Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.01.2006, Síða 8

Fjarðarpósturinn - 05.01.2006, Síða 8
www.fjardarposturinn.is 5Fimmtudagur 5. janúar 2006 © F ja rð a rp ó st u ri n n /H ö n n u n a rh ú si ð – 0 6 0 1 Helstu forgangsverkefni ársins 2006 •Hraunvallaskóli, nýr þriggja hliðstæðu grunnskóli, fjögurra deilda leikskóli og íþróttasalur, allt í einni byggingu. Fyrsti áfangi skólans verður tekinn í notkun í haust. Fullbyggður verður skólinn stærsti skóli bæjarins. •Framkvæmdir við stækkun Flensborg- arskólans eru í fullum gangi og verður að fullu lokið í haust fyrir nýtt skólaár. Samhliða verða gerðar breytingar á eldri húsum skólans. Gjörbylting í allri aðstöðu fyrir nemendur og kennara. •Nýr íþróttasalur og kennsluaðstaða við Setbergsskóla verður tekin í notkun nú í janúar. •Leikskólinn Hjalli verður stækkaður um 2 deildir og jafnframt verður stjórnunar- álma skólans stækkuð. Tilbúið í haust. •Stækkun á aðstöðu í Leikskólanum Kató verður tekin í notkun nú í byrjun árs. •Hönnun og framkvæmdir hefjast við nýjan leikskóla og fyrstu bekki grunn- skóla í tengslum við um 200 nýjar námsmannaíbúðirnar á Völlum. Leik- skólinn tekinn í notkun á næsta ári •Framkvæmdir hefjast við byggingu nýrrar Sundmiðstöðvar á Völlum, þar sem meðal annars á að vera 50 m inni- laug. Þetta er samstarfsverkefni með Sundfélaginu og Firði, íþróttafélagi fatl- aðra. Sundmiðstöðin verður um 5.500 fermetrar að stærð. Sundlaugin verði tekin í notkun undir lok árs 2007. Verkið unnið í alútboði og lokið á næsta ári. •Framkvæmdir hefjast við byggingu félags- og búningsaðstöðu, frjálsíþrótta- hús og áhorfendastúku í Kaplakrika í samvinnu við FH. Gert er ráð fyrir að mannvirkin verði fullbyggð á árunum 2007 og 2008. •Farið verður af stað með verklegar framkvæmdir við endurbyggingu og lagfæringar Bungalowsins við Vestur- götu sem móttöku- gesta- og safna- húss. Framkvæmdum verður lokið að fullu fyrir 100 ára kaupstaðarafmæli bæjarins 2008. •Á árinu 2006 verður haldið áfram upp- byggingu gervigrassæfingavalla fyrir börn og unglinga í samstarfi við KSÍ. Búið er að taka þrjá slíka í notkun, en stefnt er að því að koma upp völlum við alla grunnskóla bæjarins. •Dagvist fyrir minnissjúka í Drafnarhús- inu sem er rými er fyrir 20 einstaklinga verður tekin í notkun í byrjun þess árs. Þörfin er afar brýn en Hafnarfjarðarbær kostar endurbætur á húsnæði og leigu, en rekstur er að öðru leyti í höndum heilbrigðisráðuneytis. •Ný heilsugæslustöð í verslunarmiðstöð- inni Firði opnar í byrjun ársins. Viðræð- ur eru í gangi við heilbrigðisráðuneyti um næstu áfanga varðandi heilsugæslu og hjúkrunarheimili á Völlum þar sem fráteknar lóðir eru til staðar. •Fráveituframkvæmdum verður haldið áfram af fullum krafti og lokið við lagn- ingu aðalæðar og uppbyggingu hreinsi- og dælustöðvar og útrás við Hraunavík og jafnframt við nýja dælustöð við Norðurgarð. Stóráfanga þessa verkefn- is er nýlega lokið þegar útrás var opnuð út fyrir nýju fyllingarnar í Suðurhöfninni. •Undirbúningi að útfærslu og fram- kvæmdum við nýja stofnæð Vatnsveit- unnar úr Kaldarárbotnum eða Straums- seli verður framhaldið en gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við það verk- efni verði um 500 m.kr. á næstu 5 ár- um. •Gatnagerðarframkvæmdir verða fyrir um 2 milljarða á árinu 2006 í nýjum íbúðasvæðum á Völlum og Áslandi og atvinnusvæðum á Völlum og Hellna- hrauni. Þar hefur verið úthlutað lóðum fyrir hátt í 1000 nýjar íbúðir. •Ásókn í lóðir undir atvinnuhúsnæði hefur aldrei verið jafnmikil. Bæjastjórn úthlutaði skömmu fyrir jól lóðum á nýjum atvinnusvæðum samtals um 270 þús. ferm. Það landrými samsvarar um 38 stórum knattspyrnuvöllum. •Haldið verður áfram uppbyggingu við þéttingu byggðar á miðbæjarsvæðinu. Þar verða stærstu verkefnin á Norður- bakka þar sem framkvæmdir eru komnar af stað og eins á olíutanka- svæðinu á Hvaleyrarholti þar sem fram- kvæmdir munu hefjast snemma á komandi ári. Á þessum tveimur svæð- um verða um 800 nýjar íbúðir. •Lokið verður framkvæmdum við bygg- ingu Hvaleyrarbakka í nýju Suðurhöfn- inni. Áhersla á skóla og æskulýðsmál Sú mikla vinna sem starfsmenn og stjórnendur bæjarfélagsins hafa lagt á sig í því að mæta óskum og eftirspurn varðandi uppbyggingu og framkvæmdir í bæjarfélaginu hefur skilað ótví- ræðum árangri en þessi mikla drift í bænum mun treysta og efla allt mannlíf og samfélag í Hafnarfirði í komandi framtíð. Aukið svigrúm sem hefur skap- ast til frekari þjónustu við íbúa vegna bættrar afkomu bæjar- félagsins hefur verið og verður með aukinni viðbót á árinu 2006, sérstaklega varið til þróunar og innra starfs í grunn- og leik- skólum og til að auka enn frekar við æskulýðs- og íþróttamál með hækkun aldursmarka í 12 ár við niðurgreiðslu æfinga- og félags- gjalda. Hér er um ræða viðbót- arframlög hátt í 200 milljónir króna. Það sem skiptir þó ekki minnstu er að samhliða þessari bættu þjónustu við íbúa Hafnar- fjarðar og öflugu sókn og upp- byggingu á öllum sviðum hefur skuldasöfnun sveitarfélagsins verið stöðvuð. Bætt rekstraraf- koma og hagstæðar aðstæður í gengismálum hafa verið nýttar til að greiða verulega niður skulda- byrði sveitarfélagsins með skipu- legri og markvissri skulda- stýringu og létta þannig verulega undir rekstri sveitarfélagsins á komandi árum. Þetta er árangur sem svo sannarlega er ástæða til að fagna sérstaklega og allir bæjarbúar geta lýst ánægju sinni með. Bjart framundan í Hafnarfirði Hafnarfjörður er eftirsóttur og áhugaverður búsetustaður í huga allra landsmanna. Það skiptir afar miklu því við daglega stjórn og rekstur bæjarfélagsins er horft til þess að veita góða og metnaðar- fulla þjónustu þar sem við erum í öflugri samkeppni við okkar nágrannabæi og einnig okkar ná- grannalönd um að fá til bæjarins bæði nýja íbúa og ný atvinnu- tækifæri. Við höfum staðið okkur vel í þeirri samkeppni og það er full ástæða til að þakka af heilum hug öllum þeim starfsmönnum Hafn- arfjarðarbæjar og öðrum íbúum sem hafa lagt sitt af mörkum við að skapa og byggja upp þessi sóknarfæri og þann árangur sem náðst hefur. Það er bjart fram- undan hér í Hafnarfirði í vaxandi og kröftugu bæjarfélagi. Ég færi bæjarbúum öllum mín- ar bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og þakka jafnframt fyrir ánægju- legt samstarf og samvinnu á liðn- um árum. Megi nýtt ár verða okkur öllum og bæjarfélaginu okkar bæði farsælt og til framfara á öllum sviðum. Höfundur er bæjarstjóri. Hafnarfjarðarbær er það sveit- arfélag á Íslandi sem er nú í hvað mestri sókn og hefur styrkt fjár- hagslega stöðu sína með af- gerandi hætti á síðustu árum. Niðurstöður árs- reikninga nýliðinna ára sýna með skýrum hætti að það meginmarkið sem stefnt hefur verið að við rekstur og fjár- málstjórn sveitarfélag- ins á þessu kjörtímabili hefur náðst í öllum lykilatriðum. Áfram verður haldið á sömu braut framfara og framkvæmda á nýju ári. Stórframkvæmdir í skólamál- um og aukin og bætt þjónusta í grunnskólunum hafa verið helstu framkvæmdaverkefni Hafnar- fjarðarbæjar síðustu árin og sú verður einn- ig raunin á árinu 2006. Heildarframlag Hafn- arfjarðarbæjar til ný- framkvæmda Eigna- sjóðs Hafnarfjarðar í leik-, grunn- og fram- haldsskólum verður samtals um 1.045 milljónir króna en heildarfjárfestingar nettó með gatnagerð á nýjum íbúða- og atvinnusvæðum verða tæplega 2,8 milljarðar kr. 6www.fjardarposturinn.isFimmtudagur 5. janúar 2006 Esso Lækjargötu – Laus störf – Olíufélagið ehf. leitar að þjónustulipru og samviskusömu framtíðarfólki til starfa á Esso í Lækjargötu. Fólk á besta aldri er hvatt til að sækja um. Eftirfarandi störf eru í boði: •Almenn afgreiðsla - úti og inni Nánari upplýsingar veitir starfsþróunardeild Olíufélagsins í síma 560 3300. Einnig er hægt að sækja um á www.esso.is © F ja rð a rp ó stu rin n /H ö n n u n a rh ú sið – 0 6 0 1 Færum bókhald fyrir aðila í atvinnurekstri og lögaðila. Sjáum um uppgjör og skattskil. Vönduð vinna og persónuleg þjónusta. Reykjavíkurvegi 60, s. 565-2189, 863-2275 Framkvæmdir og framfarir á nýju ári Lúðvík Geirsson Fjórir hegrar virðast hafa haldið til í skurðum við Urriða- kotsvatn í vetur. Þeir voru á flögri rétt fyrir áramót þegar Árni Áskelsson var þar á ferð. Hegri er ekki mjög algengur fugl hér en hefur oftar sést á sumrin. Allar upplýsingar um hegrana eru vel þegnar. Hegrar við Urriðakotsvatn L jó s m .: F ja rð a rp ó s tu rin n - Á rn i Á s k e ls s o n Svipmynd úr jólaþorpinu L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 5. janúar 2006 Ýsa var það heillin Fjölmenni var á íþróttahátíð Hafnarfjarðar í Íþróttahúsinu við Strandgötu 28. desember sl. þar sem Auðun Helgason knatt- spyrnumaður úr FH var krýndur Íþróttamaður Hafnarfjarðar. Auðun varð m.a. Íslandsmeistari 2005 með M.fl. karla FH í knattspyrnu, fastur liðsmaður í landsliði Íslands, kjörinn besti leikmaður Landsbankadeildar- innar í ár af Morgunnblaðinu og valinn besti varnarmaður í efstu deild og í lið ársins af KSÍ. Með framgöngu sinni og ástundun er Auðun mikil og góð fyrirmynd ungra íþróttamanna. Þrettán afreksmenn fengu sér- staka viðurkenningu fyrir árang- ur og frammistöðu í sínum íþróttagreinum á þessu ári: Björn Þorleifsson, Björk - tae kwon do. Þórey Edda Elísdóttir, FH - frjálsar íþróttir. Auðun Helgason, FH - knattspyrna. Ragnar Ingi Sigurðsson, FH - skylmingar. Ólöf M. Jónsdóttir, Keilir - golf. Birkir Í. Guðmundsson, Haukar - handknattleikur. Hanna G. Stefánsdóttir, Haukar - handknattleikur. Helena Sverrisdóttir, Haukar - körfuknattleikur. Hafsteinn Æ. Geirsson, Þytur - siglingar. Örn Arnarson, SH - sund. Andri Jónsson, BH - tennis. Atli Guðmundsson, Sörli - hestaíþróttir. Sigurþór Jóhannesson, SÍH - skotfimi. Á íþróttahátíðinni voru veittar viðurkenningar til 565 íþrótta- manna, allra þeirra sem urðu Íslandsmeistarar (440) og bikar- meistarar (120) með félögum sínum auk sérstakra viður- kenninga fyrir norðurlanda- meistaratitla (5). Þá voru einnig veittir styrkir í viðurkenningarskyni frá Hafnar- fjarðarbæ til þeirra íþróttafélaga sem unnið hafa Íslands- eða bikarmeistaratitill í efstu flokk- um á árinu, alls níu hópa og nam styrkupphæðin 300 þús. kr. fyrir hvern titil. Þá var úthlutað til íþróttafélaganna samkvæmt samningi Hafnarfjarðarbæjar, Alcan og ÍBH vegna íþróttastarfs 16 ára og yngri með tilliti til menntunarþáttar þjálfara og námskrárgerðar. Styrkupphæðin samkvæmt samkomulaginu var 3,6 millj. kr. Á hátíðinni afhenti formaður ÍBH, ÍSÍ bikarinn sem er veittur fyrir framúrskarandi íþróttastarf og að þessu sinni varð Fim- leikafélagið Björk fyrir valinu en gríðarleg sprenging hefur orðið í starfsemi félagsins síðustu ár. Auðun Helgason íþróttamaður Hafnarfjarðar Afreksmennirnir þrettán sem fengu viðurkenningu fyrir frammistöðu í sínum íþróttagreinum á þessu ári L jó s m .: K ri s tj a n a Þ ó rd ís Á s g e ir s d ó tt ir L jó s m .: K ri s tj a n a Þ ó rd ís Á s g e ir s d ó tt ir Ólafur Haukur Magnússon, fomaður Bjarkar og Ellert Schram forseti ÍSÍ. Ungir dansarar úr Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar sýndu dans. L jó s m .: K ri s tj a n a Þ ó rd ís Á s g e ir s d ó tt ir Virkuðu forvarnirnar? Róleg áramót Óhætt er að segja að áramótin hafa verið róleg í umdæmi lögreglunnar á Álfta- nesi, í Garðabæ og Hafnarfirði. Fjöldi fóks kom að brennum, sem haldnar voru í öllum sveitarfélögunum og fór þar allt fram slysalaust og með friði. Einnig var rólegt eftir að nýja árið var gengið í garð. Fá útköll bárust lögreglu vegna ölvunar, en tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur Bjuggu til stensla Ágæt þátttaka var á námskeiði í stenslagerð í Gamla bókasafninu í síðustu viku. Fosti „Jack“ Gunnarsson kenndi og var árangurinn framar væntingum. Þrír þátttakendanna við verk hópsins. www.fjardarposturinn.is 7 Fimmtudagur 5. janúar 2006 Hver og einn fær leiðsögn í tækjunum og sérsniðna æfingaáætlun. Við bjóðum upp á ókeypis prufutíma sem fer fram undir leiðsögn þjálfara. Panta þarf tímann. 16 ára aldurstakmark. Nautilus heilsurækt • Suðurbæjarlaug Hafnarfirði • sími 565 3080 Árskort í líkamsrækt og sund á tilboðsverði aðeins 23.990 kr. fullt verð 29.990 kr. Tilboðið gildir til 6. febrúar 2006 © H ö n n u n a rh ú sið /F P – 0 6 0 1

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.