Fjarðarpósturinn - 05.01.2006, Síða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 5. janúar 2006
Við kunnum
að meta
eignina þína!
Áfram Haukar!
FJÖRÐUR
Fjarðargötu 13-15
Móttaka lækna og hjúkrunarfræðinga
Slysa- og bráðaþjónusta
Opið kl. 8-16 virka daga, síðdegisvakt kl. 16-18 virka daga
Sími: 540-9400
Heilsugæslan Fjörður
Heimilislæknarnir Guðrún Gunnarsdóttir, Gunnsteinn Stefánsson og Vilhjálmur Ari Arason
flytjast frá Heilsugæslunni Sólvangi. Skráðir skjólstæðingar þeirra munu flytjast sjálfkrafa yfir í
nýju stöðina og fá þjónustu þar og þurfa því ekki að skrá sig sérstaklega. En óski þeir eftir
að nýta sér þjónustu Heilsugæslunnar Sólvangi áfram býðst þeim að skrá sig þar.
Við opnun tekur Guðrún Inga Benediktsdóttir heimilislæknir til starfa á Heilsugæslunni Firði.
Auk þess munu heimilislæknarnir Jörundur Kristinsson og Benjamín Bjartmarsson
taka til starfa á Heilsugæslunni Firði innan nokkurra mánaða.
Íbúum með lögheimili á Álftanesi og í Hafnarfirði býðst að nýskrá sig á stöðina
frá opnun hennar með því að fylla út eyðublað og afhenda í móttöku heilsugæslustöðvarinnar.
Vinsamlega leitið til starfsfólks stöðvarinnar sé frekari upplýsinga þörf
í síma 540-9400
Heimasíða www.hr.is
Okkur er mikil ánægja að kynna fyrir íbúum Álftaness og Hafnafjarðar
nýja heilsugæslustöð í miðbæ Hafnarfjarðar sem verður opnuð 9. janúar 2006.
Opið hús verður laugardaginn 28. janúar 2006 kl. 11:00 - 14:00
VERIÐ VELKOMIN
Hin nýja heilsugæslustöð mun hafa aðsetur á 3. og 4. hæð í norðurturni
verslunarmiðstöðvarinnar Firði (rauða lyftan) og þar verður almenn læknis- og
hjúkrunarþjónusta, síðdegisvakt, mæðravernd, ungbarnavernd, rannsóknarþjónusta,
bólusetningar og einnig verður skólaheilsugæslu og heimahjúkrun sinnt.
F.h. starfsfólks Heilsugæslunnar Firði
Guðrún Gunnarsdóttir, Ingibjörg Ásgeirsdóttir,
yfirlæknir hjúkrunarforstjóri
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins