Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.03.2006, Page 6

Fjarðarpósturinn - 02.03.2006, Page 6
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðbæ fagnaði sínum mönnum í Stjörnunni er þeir lögðu Hauka nokkuð örugglega í bikarúrslitaleik karla á laugar- daginn. Gunnar lék með FH í handknattleik við mjög góðan orðstýr enda hafnfirskur áður en hann gerðist embættismaður í Garðabæ, fyrst íþróttafulltrúi en hefur unnið sig örugglega upp. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði og fyrrum formaður Hauka óskaði Gunnari til ham- ingju með sigurinn og bar sig vel þó margir Haukamenn væru niðurlútir eins og Eiður Arnarson og Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildarinnar sem eru til hægri við þá Gunnar og Lúðvík. Theodór Sigurðsson, FH þjálfarinn góðkunni brosti hins vegar út í bæði, kannski bara vegna þess að sonur hans, Arnar Freyr þjálfar hjá Stjörn- unni? FH-ingurinn fagnaði sínum Stjörnumönnum Haukar lágu fyrir Stjörnunni í bikarúrslitaleik karla Tillitsleysi Alltof algengt Alltof algengt er að öku- menn sem ekki hafa til þess leyfi leggi í stæði fatlaðra eins og þessi gerir. Þeir einir mega leggja í merkt stæði fatlaðra sem eru með til þess gert skilti á áberandi stað á framrúðu bílsins. Hvað skyldi ökumaður þessa bíls hafa verið að hugsa? Væri ekki liðið úti á götu! Um þessar mundir er verið að lagfæra niðurföll við hraðahindranir við Setbergs- skóla. Er það hið mesta þarfa- verk og ein hraðahindrun hefur verið endurnýjuð og nýtt niðurfall sett ofan við hana en áður endaði hraðahindrunin rétt við rennusteininn og nýttu ökumenn sér það til að losna við að hægra hjólið færi á hraðahindrun. Það skapaði hættu þar sem börn voru að koma frá skólanum og að gangbrautinni. Aðeins neðar í götunni er búið að grafa upp niðurfallið og færa en í fleiri daga hafa steinar og möl verið á gangstígnum þar sem hann kemur að gangbrautinni. Þetta er algjör óþarfi og skapar hættu, ekki síst fyrir eldra fólk í skammdeginu. Hætt við samræmd stúdentspróf Menntamálaráðherra hefur ákveðið að fella niður sam- ræmd stúdentspróf í fram- haldsskólum í núverandi mynd. Stefnir ráðherra að því að leggja fram á vorþingi frumvarp þar sem lagt verður til að fella úr gildi ákvæði 24. gr. laga nr. 80/1996 um fram- haldsskóla. 6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 2. mars 2006 L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Verkefnin sem bæjarfélagið okkar stendur frammi fyrir eru mjög skýr - að ná framúrskarandi árangri í rekstri og uppbygg- ingu þjónustu í Hafnarfirði. Það er auðvelt að ná góðum árangri en framúrskar- andi árangur næst ein- ungis með því að tryggja framboð á þjónustu sem mætir raunverulegum þörf- um fólks. Þjónusta þarf að mæta raunverulegri þörf Nýr frambjóðandi Samfylk- ingar ritar grein í Fjarðarpóstinn fyrir nokkru og fjallar þar um verkefni sem henni finnst spenn- andi að ráðast í á næsta kjörtímabili, s.s. innleiðingu for- skólanáms Tónlistarskólans í grunnskóla og uppbyggingu Frí- stundaskóla. Hún fer stórum orðum um að nú sé tækifæri til verka. En dokum aðeins við. Hverjir hafa ráðið forgangsröðun verkefna s.l. 4 ár? Er það ekki sami hópur Samfylkingarfólks og frambjóðandinn nýi kallar nú til verka? Svona orðræða gengur alls ekki upp. Bæjarbúar trúa henni ekki. Þörf hafnfirskra fjöl- skyldna fyrir samþættingu íþrótta, lista- og tómstunda við hefðbundinn skóladag er ekki ný þörf heldur gömul. Og tillögur frambjóðandans eru alls ekki nýjar, það sýna dæmin: • Sjálfstæðisflokkur hafði á stefnuskrá sinni fyrir kosningar 2002 að móta heildstæðan skóla- dag með tengingu íþrótta, tómstunda og listnáms í beinu framhaldi af skólastarfi. Þróun þess starfs hófst með tómstunda- skóla í Áslandsskóla haustið 2001. • Í tíð meirihluta Sjá l fs tæðis f lokks 1998-2002 var for- skólanám Tónlistar- skólans sem hluti af hefðbundnu skóla- starfi staðreynd. Hugmyndir Sjálf- stæðisflokks um uppbyggingu þjón- ustu og tillögur um frekari þróun voru skýrar árið 2002 og í samræmi við þörf hafnfirskra fjölskyldna fyrir þjónustu. Það er því miður að 4 árum seinna sé bæjarfélagið enn á sama byrjun- arreitnum hvað varðar uppbygg- ingu forskólanáms og sam- þættingu íþrótta og tómstunda við hefðbundinn skóladag. Skortur á framtíðarsýn, vilja og krafti til verka af hálfu núverandi meirihluta Samfylkingar hefur þannig reynst hafnfirskum börnum dýrkeypt. Heildstæð þjónusta kallar á nýjan meirihluta Hraði nútímasamfélags og úti- vinnandi foreldrar kalla á heild- stæðari og fjölbreyttari þjónustu fyrir fjölskyldur. Þessi hraði hefur líka kallað fram þörf meðal margra fyrir að einfalda líf sitt og njóta þjónustu í sínu nánasta umhverfi. Hafnfirskar fjöl- skyldur vilja samfelldan vinnu- dag og meiri tíma til samvista. Við sem bjóðum okkur fram til þjónustu við bæjarfélagið þurf- um að muna að uppbygging þjónustu til framtíðar þarf að mótast af framsýni og taka mið af fyrirsjáanlegri þróun og þörf- um fólks fyrir aðstöðu og að- gengi að þjónustu á næstu árum og áratugum. Sýn okkar Sjálf- stæðismanna um framtíð Hafnarfjarðar er skýr. Við viljum stuðla að því að hér byggist upp samfélag þar sem einstaklingar geta fengið þá þjónustu sem þeir þarfnast í sínu eigin nærum- hverfi. Við viljum einfalda en skilvirka stjórnsýslu, val um þjónustu og þátttöku íbúa í ákvarðanatöku. Ef við ætlum að ná framúr- skarandi árangri skiptir máli að Hafnfirðingar sjálfir móti þá þjónustu sem þeir vilja að sveitarfélagið veiti. Þess vegna er næsta stóra verkefni nýr meiri- hluti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Höfundur skipar fjórða sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Fjölskyldan velur nýjan meirihluta fyrir Hafnarfjörð Samfylkingin úr takti við þarfir hafnfirskra fjölskyldna María Krsitín Gylfadóttir Ævintýrin gerast enn Ferð fyrir rómantíska Á miðöldum fóru Íslendingar algerlega á mis við byggingu varanlegra mannvirkja eins og halla og kastala. Meðan forfeður okkar hrófluðu upp mismunandi lágreistum moldarkofum voru stórkostleg mannvirki byggð suður í Evrópu, þótt sum þeirra yrðu reyndar rifin seinna til að hafa nægjanlegt tilhoggið grjót í venjuleg heimili almennings. Sem betur fer standa þó allmargir kastalar og hallir enn uppi um miðbik Evrópu, og er búið í nokkrum þeirra. Jafnvel hefur gistiaðstöðu verið komið upp í sumum hallanna, eins og t.d. Schloss Hohenstein við borg- ina Coburg í norðanverðu Bay- ern. Coburg er einmitt þekkt fyrir eitt stærsta miðaldavirki Evrópu, þar sem Martin Luther var m.a. haldið föngnum um tíma. Nú gefst tækifæri fyrir þá, sem vildu gjarnan hafa upplifað þessa rómantísku tíma og tekið þátt í lífi riddaranna, kóngafólksins og aðalsins, að fara í ævintýraferð til Bayern í maí með Ferðaskrif- stofunni Ísafold sem er í Suð- urhrauni, www.isafoldtravel.is. Fararstjóri verður Jón Baldur, sem þekkir mjög vel til þessa svæðis í Þýskalandi. Til að kynna þessa ferð og til að tengja hana við bjórinn sem Bayern er þekkt fyrir, „fljótandi brauð“ skv. mál- venju þarlendra, mun Jón Baldur standa við bjórdæluna í Fjöru- kránni frá kl 18 í kvöld, fimmtu- dag. Fyrsti bjórinn er í boði Ísa- foldar en eftir það verður hann seldur á hálfvirði fram til kl. 19.30.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.