Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.06.2006, Qupperneq 6

Fjarðarpósturinn - 29.06.2006, Qupperneq 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 29. júní 2006 Cranionudd Heilsunudd og cranio Bæjarhraun 2, 2. hæð Upplýsingar og pantanir í símum 699 0858 og 692 0858 Erlendur M. Magnússon, heilsunuddari Lilja Petra Ásgeirsdóttir, hbs-jafnari Vantar íbúð á leigu. Skilvís, reglusöm og reyklaus. Upplýsingar í s. 692 7279. Til sölu vegna flutninga: leðursófasett 3+2+1 frá GP á 45 þús, 2m dökkt borðstofuborð 20 þús, skiptikommóða 5 þús, barnarúm o.fl. Uppl. í s. 663 0089 e. kl.18. Grænir strigaskór með hvítum doppum voru teknir úr skó- geymslunni í Suðurbæjarlauginni. Þetta eru uppáhaldskór 9 ára stúlku og þeirra er sárt saknað. Skórnir eru nr. 32 eða 33. Skónum má skila í Suðurbæjarlaugina eða láta vita af þeim í s. 693 4034. Lítil stúlka tapaði taumúsinni Diddalínu, uppáhaldsleikfanginu sínu í Hellisgerði á sunnudag. Diddilína er í bleikum kjól og bleikum ballettskóm. Finnandi vins. láti vita í s. 565 1078. Fyrir viku fannst vídeo upptökuvél liggjandi Hamraberginu. Þeir sem kannast við vélina eða geta bent á eiganda hennar, hafið samband við Má í síma 660 8950. Svartur og hvítur kettlingur villtist að heiman af Hringbraut s.l. þriðjudag, er inniköttur og var ekki með ólina sína á sér. Ef einhver hefur orðið var við hann vinsamlegast hafið samband i síma 822 8429. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T Tapað - fundið Húsnæði óskast Húsnæði óskast Breiðband - Loftnet Gervihnattaþjónusta og sala Rafeindavirkjar. Loftnet IJ ehf. Sími 696 1991. HEILSA Í FYRIRRÚMI innst sem yst – Finndu muninn! H E R B A L I F E Halla - 895 7414 sjálfstæður dreifingaraðili www.arangur.is/halla Á Hafnarfjarðarbær að leggja áherslu á að endurbæta Hellisgerði? Já 90% Nei 3% Taktu þátt á www.fjardarposturinn.is Þann 19. júní sl. hittust í Hell- isgerði á milli 30 og 40 konur til að stofna Hjólreiðafélag hafn- firskra kvenna. í undirbúnings- hópi voru Eiríksína Ásgrímsdótt- ir, Helga Ragnheiður Stefáns- dóttir og Valgerður Halldórs- dóttir. Stofnhátíð var haldin í blíð- skaparveðri á pallinum í Hellis- gerði og síðan var haldið af stað í hjólaferð um bæinn. Ólafía Hrönn leikkona var á staðnum sá um upphitun og frumflutti sér- stakt lag tileinkað félaginu við gítarundirleik og söng við- staddra. Margar voru mættar í bleiku í tilefni 19. júní dagsins. Fram- haldið er frjáls mæting á mánu- dagskvöldum kl. 20 við Hafnar- borg þaðan sem farið er í létta hjólaferð. Gaman, útivera og hreyfing kvenna í Hafnarfirði er eitt af markmiðunum en í stjórn voru kosnar formaður Eiríksína Ás- grímsdóttir, formaður, Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, vara- formaður Valgerður Halldórs- dóttir, ritari og Ágústa var kjörin gjaldkeri og Steinunn Guðna- dóttir meðstjórnandi. Hjólreiðafélag hafnfirskra kvenna Hittast við Hafnarborg á mánudögum kl. 20 Margsinnis hafa myndir verið birtar af bílum uppi á gang- stéttum, inni á túnum eða í stæð- um fatlaðra. Finnst mörgum með ólíkindum hversu illa gengur að venja Hafnfirðinga af slíkum ósið en svo virðist sem lög- gæslan sinni því með hangandi hendi eða takmörkuðu afli að sekta þá sem svo augljóslega brjóta lögin og verulega á rétti annarra bæjarbúa og gesta. Þegar menn fá að komst upp með svona augljós brot svo allir sjái til spyrja sumir sig hvort þá hjaðni virðing fyrir öðrum lögum og reglum í okkar sam- félagi. Eru engin takmörk? Virðingaleysið fyrir lögum og reglum með ólíkindum Þessum dugði ekki eitt fatlað stæði - hann þurfti tvö! Sjö FH-ingar tóku þátt í Evrópubikarkeppni landsliða sem fór fram í Banská Bysrica í Slóvakíu um þar síðustu helgi og stóðu sig mjög vel. FH-ingar fengu fern verðlaun af þeim fimm sem Ísland fékk. Silja Úlfarsdóttir sigraði í 400 m grindahlaupi á 57,98 sek, hún varð önnur í 200 m hlaupi og jafnaði sinn besta árangur 24,02 sek, varð sjötta í 100 m grinda- hlaupi á 14,32 sek og hljóp í báðum boðhlaupunum og urðu sveitirnar í 5. og 6. sæti. Björn Margeirsson varð annar í 1500 m hlaupi á 3.50,04 mín og fjórði í 800 m hlaupi á 1.52,20 mín. þá hljóp hann í 4x400 m boðhlaupi og varð sveitin í 6. sæti. Björgvin Víkingsson varð þriðji í 400 m grindahlaupi á 53,18 sek. Þá hljóp hann í 4x400 m boðhlaupi og varð sveitin í 6. sæti. Bergur Ingi Pétursson varð fjórði í sleggjukasti og kastaði hann 61,23 m. Ragnheiður Anna Þórsdóttir varð fimmta í kringlukasti og kastaði 43,76 m. Jónas Hlynur Hallgrímsson varð sjötti í spjótkasti og bætti sinn besta árangur og kastaði 66,61 m. Þá var Óli Tómas Freysson í 4x100 m boðhlaupssveit Íslands sem varð í sjötta sæti. Óli Tómas keppti í aukahlaupi á laugard- eginum og hljóp á 11,10 sek sem er hans besti árangur. Stóðu sig vel með landsliði í frjálsum Sjö FH-ingar á Evrópukepnni landsliða Um helgina fór fram frjáls- íþróttahátíð Gogga Galvaska fyrir 14 ára og yngri á Varm- árvelli í Mosfellsbæ. Um 250 börn og unglingar frá 14 félög- um kepptu á mótinu en þar af voru 35 FH-ingar. FH sigraði í heildar stiga- keppninni með samanlagt 451 stig, Breiðablik varð í öðru sæti með 330,5 stig og ÍR varð í þriðja sæti með 325,5. FH sig- raði einnig stigakeppni pilta (13-14 ára) með 180 stigum og Stráka (11-12 ára) með 138 stigum. Telpurnar (13-14 ára) urðu í þriðja sæti með 74,5 stig og Stelpurnar (11-12 ára) einnig í þriðja sæti með 58,5 stig. Að sögn Daða Rúnars Jónssonar gefur þessi árangur glögga mynd af því góða barna- og unglingastarfi sem unnið er innan deildarinnar og ekki sé hægt að segja annað en að framtíðin sé björt. „Keppendur okkar fóru á pall í flestum greinum og stóðu saman sem ein heild.“ FH sigraði á Gogga Galvaska í frjálsum Fjör hjá yngstu keppendunum Varasöm skilti enn uppi Þrátt fyrir ábendingar í síðasta Fjarðarpósti að auglýsingaskilti ASÍ á Strandgötunni séu sum allt of lág og hættuleg vegfarendum eru þau enn á sínum stað, viku síðar. Vegfarendur hafa sveigt eitt skiltið frá enda hefur fólk rekið sig í þau og slasast. Hvernig virkar hafnfirska stjórnsýslan. Hver ber ábyrgð? Bæjarfulltrúinn og upplýsinga- fulltrúi ASÍ, Guðmundur R. Árnason fékk ábendingu um málið strax en ekkert gerist! Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.