Fjarðarpósturinn - 29.06.2006, Qupperneq 8
Hanza-hópurinn kynnir á
næstunni tillögu að deiliskipu-
lagi fyrir sk. Kaupfélagshúsareit
þar sem gert er ráð fyrir
verslunarhúsnæði í sömu hæð og
aðliggjandi hús en tveimur
samstæðum turnum mun innar í
lóðinni og er húsið samtals 12
hæðir skv. tillögunni og samtals
um 8900 m² með 1850 m²
bílakjallara.
Nú er verið að ljúka við
hreinsun á lóðinni, Kaupfélags-
húsið hefur verið rifið en vonast
er eftir að framkvæmdir geti
hafist í lok ársins að sögn
Sigrúnar Þorgrímsdóttur fram-
kvæmdastjóra Hanza-hópsins.
Svertinginn sem til langs tíma
var í Hellisgerði er orðinn að
goðsögn. Einhverjir óprúttnir
náungar stálu honum fyrir
fjölmörgu árum og síðan hefur
ekki spurst til hans síðan – fyrr
en nú – eða hvað?
Á Jónsmessunótt mátti sjá
svertingjann á stalli sínum og
þesar ungu stúlkur á myndinni,
þær Tara og Íris Daðadætur voru
greinilega mjög hrifnar af
honum. En var þetta sá hinn eini
og sanni? Nei, því þegar betur
var að gáð kom í ljós að eyrun
voru ekki eins. Góðir og gegnir
Hafnfirðingar munu auðvitað að
það þurfit að snúa upp á eyrað á
honum til að hann lyfti hendinni
og gleypti peninginn sem settur
var í lófa hans. En á þessum nýja
var ekkert slíkt eyra.
Skv. áræðanlegum heimildum
Fjarðarpóstins mun þessi vera
upprunninn frá Ungverjalandi.
Og þeir virðast vera fleiri þarna
fyrir austan því ritstjóri
Fjarðarpóstins rakst á einn
slíkann í búð í Tékklandi og var
sá mjög líkur þeim úr Hellisgerði
en eyrun voru föst og því fékk
hann að halda sæti sínu á
glerhillunni í versluninni.
Aðfluttur svertingi í Hellisgerði á Jónsmessunótt
Gamli góði svertinginn sem gleypti peninga þekkist á eyrunum!
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 29. júní 2006
Við kunnum
að meta
eignina þína!
Frístunda-
skóli af
stað í haust
Tilraun í
Hraunvallaskóla og
Hvaleyrarskóla
Á fundi fræðsluráðs var
skýrsla starfshóps um heils-
dagsskóla lögð fram. en
bæjarstjórn samþykkti á fundi
sínum 13. júní sl. eftirfarandi
tillögu:
„Bæjarstjórn Hafnarfjarðar
samþykkir að næstkomandi
haust verði hafið tilrauna-
verkefni um frístundaskóla í
Hraunvallaskóla og Hvaleyrar-
skóla, sem miði að því að fella
frístundastarf nemenda inn í
„lengda viðveru“ eins og kost-
ur er. Starfið byggi á tillögum
starfshóps um heilsdagsskóla
og ítarlegri námskrá. Íþrótta-
og tómstundanefnd og
fræðsluráði er falið að undi-
rbúa verkefnið, í samvinnu við
skólastjórnendur í viðkomandi
skólum.“
Fræðslusviði var á fundi
fræðsluráðs falið að vinna
áfram að verkefninu í samráði
við íþrótta- og tómstundanefnd
og skólastjórnendur viðkom-
andi skóla.
Svertinginn góði úr Hellisgerði
Svertingi, sem ritstjóri Fjarðar-
póstsins rakst á í búið í Prag
fyrir stuttu.
Þessi ómálaði svertingi birtist í Hellisgerði á Jónsmessu mun vera ættaður frá Búdapest..
Sumarhátíð
Samfylkingarinnar
í Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn
föstudaginn 30. júní
Létt skógarganga kl. 18.
Grill og söngur hefst kl. 19.
Leikir fyrir unga sem aldna
Rúta í bæinn um klukkan 21.30.
Allir velkomnir að fagna árangri í
kosningunum og eiga saman
skemmtilega kvöldstund í skóginum.
H a f n a r f i r ð i
Tillaga að 12 hæða húsi
Hæð húss að Strandgötunni í eðlilegri götulínu
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Á leiðinni hvert?
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n