Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.12.2006, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 07.12.2006, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 7. desember 2006 www.frikirkja.is Fríkirkjan Sunnudaginn 10. desember Sunnudagaskóli kl. 11 Aðventukvöld kl. 20 Flutt verður falleg aðventu- og jóladagskrá í tali og tónum. Allir alltaf velkomnir Fyrsti geisladiskur hinnar létt- leikandi hljómsveitar Bardukha hefur litið dagsins ljós eftir fjögurra ára litríkan feril Hljómsveitin Bardukha varð til fyrir hálfgerða tilviljun þegar snara þurfti upp fisléttri óraf- magnaðri og fjörmikilli tónlist í veislu sem haldin var til heiðurs Birgi Bragasyni bassaleikara hljómsveitarinnar. Þeir sem stóðu að þessu tónlistarverkefni voru slagverksleikarinn Steingrímur Guðmundsson, harmoniku- leikarinn Ástvaldur Traustason, Hjörleifur Valsson, fiðluleikari og umræddur Birgir sem var að fá á sig hnapphelduna. Í veislunni léku þeir eigin hræring af sígauna- og þjóðlagatónlist þar sem blandað var saman balknesku, slavnesku, persnesku og arabísku tónkryddi og hæfilegum skammti af íslenskum áhrifum. Tónlistin svínvirkaði og gleði gesta varð þvílík að menn töldu sig ekki hafa upplifað annað eins í langa hríð. Svo góður rómur var gerður að leik félaganna að þeir hættu á að prófa þetta spilverk sitt á almennum borgurum þessa lands og sagan endurtók sig. Það ætlaði allt að ganga af göflunum vægast sagt og orðspor Bardukha spurð- ist hratt út. Síðan hefur hverri tónveislunni verið snarað upp eftir aðra með all nokkru millibili, oftar en ekki á öldurhúsum, í einkasamkvæmum og heimahús- um eða samkomusölum og virðu- legum stofnunum innan eða utan höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa þeir félagar verið aufúsugestir í samkunduhúsum, kirkjum og tónleikasölum vítt og breitt um landið og komið hefur fyrir að þeim hefur verið boðið í lang- ferðir út fyrir landsteinana. Þá hafa þeir komið fram í sjónvarpi og útvarpi endrum og sinnum. Þó svo að tónlist Bardukha virðist vera niðurnjörvuð og hefðbundin þjóðlagamúsík með taktríkum sígaunablæ er ekki rétt að láta blekkjast. Þessir piltar láta gjarnan gamminn geysa, taka sér óspart skáldaleyfi og sleppa sér lausum í frjálsum og persónulegum einleiks spuna- köflum sem færa tónlistina í nýjar og óræðar víddir. Tónflutn- ingur Bardukha fær þar af leið- andi sinn eigin svip og einkenni og þess vegna hafa þeir félagar kosið að nefna tónlist sína Balzamer músík, til að forðast samlíkingar. Allir tengjast félagarnir Hafnarfirði á einhvern hátt, Ástvaldur og Hjörleifur búa í Hafnarfirði, Steingrímur er innfæddur og Birgir kenndi við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Bardukha á geisladiski Hljómsveitin stofnuð fyrir tilviljun Út er komin Saga Iðnskólans í Hafnarfirði, framsækins skóla í stöðugum vexti. Í bókinni er rakin saga skólans frá upphafi eða frá því að Páll Jónsson járnsmiður fékk Emil Jónsson, síðar forsætisráðherra til að standa fyrir námskeiðum fyrir iðnnema árið 1926, en tveimur árum síðar, þann 11. nóvember 1928 gengust iðnaðarmenn fyrir stofnun iðnaðarmannafélags og iðnskóla í Hafnarfirði. Í bókinni segir m.a. frá viðgangi skólans á árum áður, þeim breytingum sem átt hafa sér stað frá því að ríki og sveitarfélög tóku við menntun iðnnema og hvernig skólastarfið hefur vaxið og dafnað hin síðari ár. Þá er í upphafsköflum fjallað um iðn- nám fyrr á tíð og hvernig það tengist atvinnustarfsemi í Hafn- arfirði á liðnum öldum. Bókin er ríkulega myndskreytt og með ítarlegum nafnaskrám. Höfundurinn Lýður Björns- son, formaður skólanefndar skólans Björn Ingi Sveinsson og skólameistarinn Jóhannes Ein- arsson afhentu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamála- ráðherra fyrsta eintak af bókinni í Menntamálaráðuneytinu sl. fimmtudag. Saga Iðnskólans komin út Menntamálaráðherra fékk fyrstu bókina Björn Ingi Sveinsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Jóhannes Einarsson og Lýður Björnsson. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði (MIH) hefur síðustu misseri unnið að auknu samstarfi við Iðnskólann í Hafnarfirði á ýmsa vegu. Nú síðast, 4. desem- ber 2006, var undirritaður verk- samningur um að Iðnskólinn í Hafnarfirði taki að sér að smíða frístandandi gestahús við orlofs- hús MIH. Jóhannes Einarsson skólameistari Iðnskólans í Hafn- arfirði og formaður Meistara- félagsins Guðlaugur Adolfsson undirrituðu samninginn. Forráðamenn Iðnskólans í Hafnarfirði og Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði vona að með auknu samstarfi verði unnt að brautskrá enn betur menntaða og hæfari iðnaðar- menn í framtíðinni. Iðnskólinn smíðar gestahús Hrafnkell Marinósson, Guðlaugur Adolfsson, form. MIH, Jóhannes Einarsson, skólameistari Iðnskólans og Friðrik Ág. Ólafsson. Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2006, áður Bjartsýnisverðlaun Brøstes, voru afhent í Hafnar- borg á þriðjudaginn. Verðlauna- hafi ársins er hinn valinkunni tónlistarmaður og kórstjóri, Hörður Áskelsson. Alcan á Ís- landi er bakhjarl bjartsýnis- verðlaunanna, en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands er verndari þeirra og afhenti hann Herði verðlaunin, verðlaunagrip úr íslensku áli og eina milljón króna í verðlaunafé. Meðal þeirra sem áður hafa hlotið bjartsýnisverðlaunin eru nokkrir af fremstu listamönnum þjóðarinnar. Úr þeirra hópi má nefna Garðar Cortes (1981), Helga Tómasson (1984), Einar Má Guðmundsson (1988), Sig- rúnu Eðvaldsdóttur (1992), Karó- línu Lárusdóttur (1997), Björk Guðmundsdóttur (1999) og Andra Snæ Magnason (2002). Hörður Áskelsson hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin Forseti Íslands afhendir Herði Áskelssyni verðlaunin. Rannveig Rist, forseti Íslands og Hörður Áskelsson. Lj ós m .: S m ár i G uð na so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.