Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.03.2009, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 26.03.2009, Blaðsíða 2
Stjórnmálaflokkarnir, þeir sem við treystum fyrir stjórnum landsins skiluðu allir taprekstri á árinu 2007. Er það gæfulegt? Og kannski ekki skrýtið að illa fór þegar þeir sem stjórna geta ekki haft auga með eigin fjárhag. Hitt vekur athygli hverjir styrkja flokkana. Sumir flokk - arnir voru svo ráðvilltir að þeir kölluðu á Neyðar línuna og fengu þar stuðning. Svo má reyna að rýna í það af hverju ákveðin fyrirtæki styrkja en önnur ekki. Hvers vegna eru um 80% þeirra hafnfirsku fyrirtækja sem styrkja stjórnmálaflokkana tengd byggingariðnaði? Hafa þau notið sérstakrar velvildar fyrir stuðninginn? Þetta minnir mig á styrktarlínusöfnun lögreglufélagsins sem sendi félagsmenn í fullum skrúða til að safna styrktarlínum. Auðvitað fengu þeir rífandi undirtektir og gátu bætt góðum arði ofan á arð af sölu óskilamuna. Nú fer brátt að vora þó eflaust eigi eftir að grána og hvítna ofan á hálfgrænt grasið. Fólk er hvatt til að klippa trjágróður við gangstéttar og stíga og leitað er af félögum til að safna rusli í bæjar - landinu gegn greiðslu. Fjölmargir hafa haft samband við mig og kvartað undan hundaskít, síðast póstur í miðbænum sem segir þetta versna ár frá ári. Hvað er það með hundaeigendur? Eru þeir ver upp aldir en hundarnir? Þeir hafa flestir farið á hlýðninámskeið svo kannski ætti Hafnarfjarðarbær að skylda hundaeigendur á slík námskeið líka vilji þeir halda hund. Undarlegasta áráttan er þegar hundaskít er troðið í plastpoka og honum svo hent við gangstíga eins og borið hefur á við Hvaleyrarvatn. Vonandi eru flestir hundaeigendur þó til friðs og afbragðs þegnar. Það eru þeir fáu sem gefa skít í umhverfið. Hvað líður nýju lögreglusamþykktinni? Liggur hún og safnar ryki í dómsmálaráðuneytinu? Hvað líður reglugerð um innheimtu sekta sem setja átti til að auðvelda sektarinnheimtu þeirra sem leggja bílum sínum ólöglega? Nóg er af brotunum þar sem ökumenn vanvirða svæði gangandi vegfarenda. Hvað ætlar Hafnarfjarðarbær að gera? Þessi svæði fá ekki einu sinni að vera í friði við skóla bæjarins og nærtækast að benda á Setbergsskóla. Guðni Gíslason 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 26. mars 2009 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Í dag, fimmtudaginn 26. mars: Fullorðinsfræðsla kl. 20 Orgelkynning með tóndæmum Guðmundur Sigurðsson, kantor, kynnir eiginleika Sauer- Scheffler orgelsins nýja. Allir velkomnir. Sunnudaginn 29. mars, Boðunardag Maríu: Fermingar kl. 10.30 og 14 Prestar: Sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Kjartan Jónsson Kantor: Guðmundur Sigurðsson. Kór: Barbörukórinn í Hafnarfirði. Sunnudagaskóli á sama tíma í Strandbergi Þriðjudaginn 31. mars kl. 12.15: Orgeltónleikar Björn Steinar Sólbergsson, organisti í Hallgrímskirkju og skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar leikur á Sauer - Scheffler orgel Hafnarfjarðarkirkju Þriðjudagur 31. mars kl. 17.30: Kyrrðarstund með kristinni íhugun Umsjón: Sigríður Hrönn Sigurðardóttir, guðfræðingur TÖLVUHJÁLPIN Tek að mér vírushreinsanir, viðgerðir, uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum Mæti í heimahús Sanngjarnt verð Sími 860-7537 Fræðst um Þórisvatn Í kvöld fimmtudag kl. 20, mun Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, fræða gesti á fræðslufundi Stangaveiðifélags Hafn ar fjarðar um Þórisvatn o.fl. Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - mynda safn Íslands mynd Woody Allen Crimes and Misdemeanors. Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik - mynda safnið Beitiskipið Potemkin (1925) eftir Sergei M. Eisenstein. Síðasta sýningarhelgi Nú er síðasti möguleiki á að sjá sýningu Helga Gíslasonar, Verund, í Hafnarborg en sýningunni lýkur um helgina. Síðdegisdjass Síðdegisdjass - Egill Ólafsson, Björn Thoroddsen og Jón Rafnsson sunnu daginn 29. mars kl. 15 í Hafnarborg í samstarfi við Mann lifandi – aðgangur ókeypis. Tónleikar Tríó Reykjavíkur Tríó Reykjavíkur verður með tónleika í Hafnarborg á sunnudaginn kl. 20 þar sem fluttur verður Silungakvintett Schuberts. Tríóið skipa Guðný Guð - mundsdóttir, fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Peter Máté píanóleikari. Gestir tríósins verða þau Helga Þórarinsdóttir víóluleikari og Richard Korn kontrabassaleikari. Aðalfundur Aðalfundur Félags eldri borgara í Hafnarfirði verður haldinn fimmtu - daginn 26. mars kl. 14 í Hraunseli. Syngjandi páskabingó Kór Flensborgarskóla stendur fyrir syngjandi páskabingói þriðju dag inn 31. mars kl. 19.30 í sal Flens borgar - skóla. Fjöldi stórra vinninga. Kórinn syngur í hléinu. Ókeypis að gangur. Spjöldin á 500 kr. LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Árangur með Herbalife Aukin orka - Betri líðan Gerður Hannesdóttir gsm 865-4052 ghmg@internet.is Pantaðu frían prufupakka! Heilsuvörur; fituminnkandi, gegn appelsínuhúð fyrir konur, vörn fyrir liðamót, nitric oxide, orku- o.fl. Ég leita að samstarfsaðila við innflutning á Nansilver sokkum og undirfatnaði sem bæta húðvanda. Skype:NanoRadim,truckrapidoil@volny.cz HEILSUNUDDARI í Hress: 841 0968 Nudd, heilsunudd, heilsumeðferð 19.-31. mars kr. 3.900,- Aðeins bak: kr. 1.990,-Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 í kvöld, fimmtudag 26. mars kl. 20 10 leiðir til lífshamingju Námskeið til að auka lífsgæði. Leiðbeinandi sr. Þóhallur Heimisson. Markmiðið er að styrkja fólk á þeim erfiðu tímum sem nú ganga yfir, auka mönnum bjartsýni og kraft og kenna þeim að lífið opnar nýjar dyr þegar þær gömlu lokast. Námskeiðin eru öllum opin óháð trúfélagsaðild og lífsskoðunum og ókeypis. www.astjarnarkirkja.is SAUMAKONA í Hafnarfirði - földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 mánud. og miðvikud. kl. 17-19 Sími 867 2273 Auglýsingasími: 565 3066

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.