Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.06.2009, Side 6

Fjarðarpósturinn - 11.06.2009, Side 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 11. júní 2009 Víkingahátíðin í Hafnarfirði á vegum Fjörukráarinnar er elsta og stærsta hátíð sinnar tegundar sem haldin er á Íslandi. Síðan 1995 hefur Hafnarfjörður og Fjörukráin verið leikvöllur víkinga sem hafa í gegnum tíðina sýnt flesta þætti menningar víkingaaldar, siglingar, handverk, matargerð, leiki, sagnalist, bogfimi, bar - daga og tónlist. Hingað hafa komið og tekið þátt í því að heiðra minningu forfeðra okkar þúundir listamanna hvaðanæva að úr Evrópu og Ameríku í gegn um árin. Stundum hefur verið tilefni til að koma með óvænt innskot, stílbrot til að undirstrika enn frekar hvernig nútíminn og víkingar fortíðar geta verið saman í sátt og sam - lyndi og myndað sterka heild. Allt frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að allt sé sem upprunalegast, að hátíðar gest - um finnist sem þeir hafi verið færðir þúsund ár aftur í tímann og þeir eins og fyrir einhvers konar kraftaverk séu staddir á sumar kaupstefnu. Skip frá út - löndum hefur komið til hafnar og verið tekið í naust, vörur bornar á land og kaupmenn hafa tekið upp varning sinn og stundað kaupskap. Það er mikið um dýrðir, tónlist, trúðleikar og dansmeyjar, mungát góð eins og segir í fornum bókum og borð svigna undan kræsingum. Síðan þegar allt virðist leika í lyndi kastast í kekki, menn berast á banaspjót og í góðsemi vega menn hver annan. Á Víkingahátíðinni 2009 verður enn reynt að kynna til sög unnar nýja og ferska strauma, nýjar hetjur verða kallaðar til og reyndar ásamt gömlum kempum sem tryggir gestir hátíðarinnar þekkja. Alls má gera ráð fyrir að nú verði víkingar nær þrjú hundruð, íslenskir sem erlendir. Markað - urinn verður opinn alla hátíðar - dagana, frá klukkan 13 til 20, nema það verður lokað mánu - daginn 15. júní. Svo verða dansleikir flest kvöldin fram á morgun. Víkingahátíðin hefst á morgun Fjölskylduhátíð, listir, skemmtun, víkingar, glímumenn og fl. Fjölmargir listamenn taka þátt í hinni skemmtilgu Víkingahátíð. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Sl. fimmtudag var íþrótta - félögunum í Hafnarfirði, sem eru innan ÍBH, úthlutað styrkj - um til barna- og unglinga starfs úr sjóði sem er fjármagnaður af jöfnum framlögum Hafnar - fjarð ar bæjar og Alcan á Íslandi - ÍSAL sem eru nú 6 millj. kr. á hvorn aðila á ári skv. samningi við ÍBH. Samningurinn hvetur íþróttaf élögin til dáða að skila metn aðarfullu starfi í íþróttum barna- og unglinga. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári. Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi afhenti styrkinn í húsakynnum Alcan. 7,2 milljónir til íþróttafélaganna Veitt úr sjóði Hafnarfjarðarbæjar og ÍSAL Rannveig Rist afhendir Ragn - ari Hilmarssyni, Þyt, styrkinn. Styrkþegar og fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar, Alcan og ÍBH. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Er Fjarðarpósturinn besti auglýsingamiðillinn fyrir Hafnarfjörð? Hafnfirðingar lesa sitt blað og þar ná auglýsingar til lesendanna. Þurfir þú að ná til Hafnfirðinga – Hafðu þá samband! w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s auglýsingasími: 565 3066 auglysingar@fjardarposturinn.is Gangandi og hjólandi íbúar Hafnarfjarðar eru orðnir lang - þreyttir á tillitsleysi bíleigenda og algjöru sinnuleysi lögreglu. Gangandi vegfarendur og hjól - andi þurfa ítrekað að fara út á götu til að komast framhjá bíl - um sem lagt er á gangstéttar. Með þessu hrekja þeir líka börn - in út í hættuna á götunni en eng - inn vill eiga slys á samvisk unni. Eiga börnin að vera á götunni? Lesandi sendi þessa mynd frá Reykjavíkurveginum.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.