Fjarðarpósturinn - 11.06.2009, Side 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 11. júní 2009
OPNUM Á NÝJUM STAÐ
Erum flutt yfir götuna
specialsHljómsveitin
DANSLEIKIR
á Fjörukránni
Hljómsveit Rúnars Þórs
Specials sérhæfa sig í
sjöunda áratugnum
- Bítlunum, Stones og Pretty Things
Sérfræðingarnir lofa stanslausu stuði á Fjörukránni.
Smeygjum okkur í dansskóna og mætum tímanlega.
Björtum dögum lauk á
sunnu daginn, á sjálfan sjó -
manna daginn. Viðburðarríkt
hefur verið í bænum þessa 10
daga sem hátíðin stóð yfir,
tónleikar, sýningar, uppákomur,
ferðir og fl.
Sjómannadagurinn stendur
þó alltaf sjálfur fyrir sínu þó
fastir liðir eins og kappróður og
fl. hafi fallið niður í ár og
sömuleiðis var heiðrun sjó -
manna tekin burt úr dagskránni
á höfninni, mörgum til undr -
unar, enda snar þáttur í hefð -
inni. Hvalaskoðunarskipið Eld -
ing fór margar ferðir með troð -
fullt skipið í siglingu með
bæjarbúa og virðist áhugi fólks
á að komast út á sjó í stutta sigl -
ingu alls ekki minnka, síður en
svo og synd að fólk fái ekki
tækifæri á að fara með fiski -
skipum lengur.
Hafnarstjórnin bauð upp á
fiskisúpu í tilefni 100 ára
afmæli hafnarinnar og rann hún
ljúft ofan í gestina enda gómsæt
og heit. Formaður hafnar -
stjórnar hélt ávarp en var látinn
standa með gjallarhorn svo
boðskapurinn fór út og suður.
Hvort þetta átti að vera sniðugt
og í anda gamalla tíma að nota
gjallarhorn er óvitað en von -
andi taka menn ekki svona
ákvarðanir aftur.
Gestir fengu að sjá
ýmsar fisktegundir, fjöl -
listamenn voru á svæð inu,
boðið var upp á salibunu í
björgunarstól og sitt hvað
fleira.
Sjósókn er saga Hafnar -
fjarð ar og sjómanna -
dagurinn ætti eflaust að vera
stærsti hátíðis dagur bæjarins.
Líflegt á sjómannadeginum
Mikill áhugi alltaf fyrir að komast í siglingu
Elding sigldi margar ferðir með áhugasama Hafnfirðinga.
L
jó
s
m
.:
G
u
ð
n
i
G
ís
la
s
o
n
Sumir klifruðu til að komast upp
Fleyin voru misstór á sjónum.
Stígur Herlufsen og Þórður A. M
arteinsson spiluðu.
Börnin horfðu hugfangin á kynja
fiskana. Harmónikkufélagar þöndu nikkurnar.
Hafnarstjórnin brá upp svuntum
og gaf súpu hægri og vinstri.
Börnin fengu skemmtilega ferð í björgunarstól.
L
jó
s
m
y
n
d
ir
:
G
u
ð
n
i
G
ís
la
s
o
n