Fjarðarpósturinn - 11.06.2009, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 11. júní 2009
NÝTT SKIPULAG
Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og
byggingar laga nr. 73/1997 m.s.br., er hér aug -
lýst afgreiðsla bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á
eftir farandi deiliskipulagstillögu:
Nýtt deiliskipulag Öldugötu, Öldutúns 2-6,
Ölduslóðar 2-12 og Hringbrautar 1-15 í
Hafnarfirði.
Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr.
73/1997 m.s.br. hefur bæjarstjórn Hafnarfjarðar
samþykkt þann 25. nóvember 2008 tillögu að
nýju deiliskipulagi Öldugötu, Öldutúns 2-6,
Ölduslóðar 2-12 og Hringbrautar 1-15.
Málsmeðferð var skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997.
Að auki breytast mörk á deiliskipulagi Lækjar -
götu, Hringbrautar og Öldugötu í Hafnarfirði.
Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofan -
greind lög mæla fyrir um. Auglýsing um gildis -
töku deiliskipulagsins birtist í B-deild Stjórnar -
tíðinda þann 10. júní 2009.
Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar
Íþróttaskóli Hauka
sumarið 2009
Á föstudaginn, 12. júní, hefst Íþróttaskóli Hauka
Í boði eru íþrótta- og leikjanámskeið,
hálfan eða heilan dag,
fyrir börn á aldrinum 5-12 ára
Frekari upplýsingar og skráning á heimasíðu
Hauka: www.haukar.is - sumaríþróttaskóli
Skólastjórn
• Hádegismatur og ávaxtastund!
• Menntaðir leiðbeinendur!
• Eitthvað fyrir alla!
• Velferðarsjóður barna er styrktaraðili
Íþróttaskólans
Hafnarfjarðarbær og Fjarðar -
póst urinn hafa tekið höndum
saman og útnefna tré mánað -
arins í sumar. Kallað var eftir
ábendingum íbúa og var glæsi -
legur heggur - prunus padus -
við Siggubæ við Hellisgötu
einn af þeim og var hann valinn
tré maímánaðar.
Þetta er elsta lifandi tré
bæjar ins sem vitað er um. Í
grein inni „Trjárækt í Hafnar -
firði“ sem birtist í Garðyrkju -
ritinu 1980 ritar Gísli Sigurðs -
son: „Heggurinn í garði Sigríð -
ar Erlendsdóttur var gróður -
settur árið 1913. Plantan var
fengin frá Einari Helgasyni í
Gróðrarstöðinni. Einnig fékk
hún reyniviðarhríslur en þær
hafa ekki dafnað vel. Það var
ekki fyrr en 1926 að hún setti
niður lerkitrén, sem standa
hvort sínum megin við glugg -
ann á bænum.“
Heggurinn við Siggubæ er
ekki hávaxinn og ekki ósenni -
legt að það sem stendur af hon -
um í dag séu stofn- eða rótar -
skot af upprunalega trénu.
Heggurinn blómstrar í lok maí
eða byrjun júní hvítum útstæð -
um eða niðursveigðum blóm -
um í þéttum klasa.
Heggurinn er fallegt, stak -
stætt lítið tré með þéttri krónu.
Hentar vel í flesta garða vegna
smæð ar og fegurðar. Skugg -
þolinn og harðgerður.
Tré maímánaðar var heggur
Hafnarfjarðarbær og Fjarðarpósturinn útnefna tré mánaðarins í sumar
Guðfinna Guðmundsdóttir, form. umhverfisnefndar og Guðni
Gíslason, ritstjóri Fjarðarpóstsins afhenda Birni Péturssyni
bæjarminjaverði viðurkenningarskjal fyrir tré maímánaðar.
L
j
ó
s
m
.
:
B
e
r
g
l
i
n
d
G
u
ð
m
u
n
d
s
d
ó
t
t
i
r
Skógræktarfélag Íslands hef -
ur að eigin frumkvæði ráðist í
það verkefni að skapa störf
fyrir allt að 1000 manns í
tengsl um við uppgræðslu á
græn um svæðum skógræktar -
félaga landsins. Verkefnið er
unnið í samstarfi við Vinnu -
málastofnun, ríkið og sveitar -
félögin. Tilgangurinn með
þessu átaksverkefni er að skapa
sumarstörf fyrir fólk sem hefur
misst atvinnu sína og er tilbúið
til að eyða sumrinu við fjöl -
breytt og skemmtileg störf sem
tengjast skógrækt, gróður -
setningu, stígagerð og upp -
bygg ingu á grænum útivistar -
svæðum.
Í Hafnarfirði hefur Davíð
Arnar Stefánsson umsjón með
verkefninu. Hann segir í
samtali við Fjarðarpóstinn
verkefnið fara vel af stað.
Fimm manna hópur er þegar
byrjaður að stika gönguleiðir en
mögulegt er að ráða 25 manns
til viðbótar.
Gönguleiðir verða stikaðar
frá Hafnarfirði og upp að
Helgafelli auk tveggja leiða á
svæðinu milli Helgafells og
Hvaleyrarvatns. Hópurinn mun
einnig vinna að útplöntun trjáa
og segir Davíð Arnar þetta
tilvalið tækifæri fyrir þá sem
vilja komast út á vinnu mark -
aðinn í góðum hópi í frábæru
umhverfi upplands Hafnar -
fjarð ar. Verkefnið stendur í þrjá
mánuði og leggur Skóg ræktar -
félag Íslands til viðbótar upp -
hæð við atvinnuleysisbætur
þátttakenda.
Allir sem eru á atvinnu -
leysisbótum geta sótt um, ekki
aðeins Hafnfirðingar. Upp -
lýsing ar má fá hjá Skóg ræktar -
félagi Hafnarfjarðar eða Skóg -
ræktarfélagi Íslands en einnig
má sækja beint um hjá Vinnu -
málastofnun.
Atvinna í boði!
Útivist í upplandinu í þrjá mánuði
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n