Fjarðarpósturinn - 19.06.2009, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Föstudagur 19. júní 2009
Auglýs ing í F jarðarpóst inum borgar s ig !
Auglýsingasími: 565 3066
María Ólafsdóttir
Leirlist/Myndlist
Lilja Bragadóttir
Myndlist
Linnetsstíg 2 - 220 Hafnarfirði
Sími: 5650955 - www.galleríthors.net
Opið virka daga frá kl. 11-18.
Laugardaga frá kl. 11-14.
gallerí
Gleðjum með
íslensk
ri list
Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is
Hemlar
Fjölskylduhjálp Íslands veitir
mataraðstoð til einstaklinga og
fjölskyldna en sl. haust var mat
og fatnaði úthlutað til 125-150
einstaklinga og fjölskyldna. Nú
fá 300-350 einstaklingar og
fjölskyldur aðstoð í viku hverri
og fer hópurinn fjölg andi. Því
gengur hratt á matarsjóð Fjöl -
skyldu hjálpar inn ar en mörg
fyrir tæki hafa veitt samtök unum
ómetanlega hjálp í gegn um
tíðina með því að gefa mat vöru
en það dugar orðið skammt.
Styrktarfélagið Hönd í Hönd
fyrir hönd Fjölskylduhjálpar
Íslands hefur hrint af stað
landssöfnum með sölu á barm -
merkjum undir slagorðinu
„Nýtt Ísland“. Merkið er selt á
1000 kr. og hefur ungt fólk
tekið að sér að selja merkin og
er þessa dagana að ganga í hús
og bjóða merkið til sölu. Vonast
félagsmenn Fjölskylduhjálpar
Íslands til að Hafnfirðingar og
Álftnesingar taki vel á móti
sölu fólki.
Landssöfnun Fjölskylduhjálpar
Á Íþróttahátíð ÍSÍ í byrjun júlí
1990 var fyrsta kvenna hlaupið
haldið á Íslandi. Reynslan af
slíkum viðburðum á Norður -
lönd um hafði verið góð, þ.e.
kvennahlaup féllu konum í geð.
Þau gáfu þeim tækifæri til að
hreyfa sig án keppni og vera í
góðum félagsskap. Kvenna -
hlaupið hófst á Vífilstaðatúni í
Garðabæ. Hlaupaleiðirnar voru
tvær, önnur 2 km en hin 5 km.
Hvorki meira né minna en 2300
konur mættu í Garðabæinn til
þess að taka þátt í hlaupinu. Á
sjö öðrum stöðum á landinu var
efnt til kvennahlaups. Síðan þá
hefur þátttakan í hlaupinu aukist
verulega frá ári til árs. ÍSÍ hefur
stöðugt fjölgað þeim stöðum
sem hlaupið fer fram á og víða
erlendis hlaupa íslenskar konur
eins og hér heima.
Kvenna hlaupið er
stærsti árlegi íþrótta -
viðburður almennings
á Íslandi. Það hefur
hvatt konur til að bæta
heilsu sína með hóf -
legri hreyf ingu og
heilbrigðum lífs hátt -
um. Með þátttöku í
hlaupinu hafa konur
verið ungu kynslóð -
inni til fyrirmyndar.
Árlegur viðburður
Eftir fyrsta hlaupið árið 1990
ákvað framkvæmdastjórn ÍSÍ
að hlaupið skyldi framvegis
haldið árlega. Jafnframt var
ákveðið að það skyldi fara fram
sem næst 19. júní, þeim merkis -
degi í íslenskri kvennasögu. Á
þeim degi árið 1915 fengu
íslensk ar konur kosningarétt
eftir langa baráttu.
Öflug hvatning
Kvennahlaupið hefur ávallt
verið hvatning til kvenna um að
stunda líkamsrækt reglulega.
Það er nauðsynlegt að hvetja
konur til að hreyfa sig þegar
sam keppnin um tómstundir er
mikil og sterk. Vinnuálag
kvenna er mikið og verður því
að huga að leiðum til að vernda
heilsuna og auka líkamsþrekið.
Yngri konur sem
eldri þurfa að finna
sér líkamsrækt við
hæfi. Þá er árangur
tryggður. Hver kona
verður að leggja inn í
heilsu bankann, ann -
ars er hætt við ýms um
vandamálum svo sem
beinþynningu sem er
vax andi heilsu fars -
vanda mál kvenna á
efri árum. Í líkamsrækt og íþrótta -
iðkun felst vörn gegn henni.
Hvað hefur áunnist?
Ýmislegt hefur breyst í heilsu -
verndarmálum frá því fyrsta
hlaupið fór fram. Fræðsla um
mataræði og hreyfingu hefur
aukist til muna. Einnig hefur
andlegri líðan fólks verið meiri
gaumur gefin. Líkamsræktar -
stöðvar bjóða upp á mikla fjöl -
breytni í líkamsrækt. Sundstaðir
og íþróttahús laða almenning til
sín með ýmsum hætti. Útivera
hvers konar, venjulegar göngur
og stafganga, skokk, golf og
fjallgöngur njóta vaxandi vin -
sælda. Svona mætti lengi telja.
Allt eru þetta lóð á vogarskálar
sem hvetja til heilsuræktar. Allir
eiga helst að hreyfa sig daglega.
Mikilvægast er að líkamsrækt sé
skemmtileg. Það er lykillinn að
reglubundinni hreyfingu og að
árangur skili sér. Minnt skal á að
hlaupið hefur tengst samtökum
og baráttumálum fyrir bættri
heilsu landsmanna, þ.e. Lýð -
heilsu stöð, beinvernd og í ár
árveknisátaki um brjóstakrabba -
mein.
Að lokum
Það er ekki tilviljun að Garða -
bær er vagga kvennahlaupsins.
Leikfimikonur á mínum vegum
skoðuðu á sínum tíma mynd -
band frá Finnlandi sem sýndi
kvennahlaup í Helsinki. Áhugi
vaknaði strax hjá þeim að koma
svipuðu hlaupi á hér á landi.
Neist inn var kviknaður. Hug -
mynd in fékk byr undir báða
vængi og kvennahlaupið varð til.
Sjálfboðaliðar frá Stjörnunni
og bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa
lagt mikið til undirbúnings
hlaups ins hverju sinni. Sam -
staða og gleði hefur alltaf ein -
kennt hlaupið. Það hefur aukið
veg okkar Garðbæinga.
Til hamingju með tvítugs af -
mælið!
Lovísa Einarsdóttir,
samskiptafulltrúi á Hrafnistu.
Kvennahlaupið 20 ára
Vonast eftir 20 þúsund konum í kvennahlaupið á laugardaginn
Frá Kvennahlaupinu við Hrafnistu 2006.
L
jó
s
m
.:
G
u
ð
n
i
G
ís
la
s
o
n
Lovísa
Einarsdóttir
Valnefnd í Garðaprestakalli,
Kjalarnesprófastsdæmi, ákvað
á fundi sínum þriðjudaginn 9.
júní sl. að leggja til að sr. Hans
Guðberg Alfreðsson verði skip -
að ur prestur í Garðaprestakalli
með sérstaka þjónustuskyldu
við Bessastaðasókn. Fimm
sóttu um em bættið.
Embættið veitist frá 1. sept -
ember nk. Biskup Íslands
skipar í embættið til fimm ára
að fenginni umsögn valnefndar.
Valnefnd skipa níu fulltrúar
Garða sóknar og Bessa staða -
sóknar ásamt prófasti Kjalar -
ness prófastsdæmis.
Starfsaðstaða sr. Hans Guð -
bergs verður í Safnaðar heim -
ilinu við Brekkuskóga 1 á
Álfta nesi.
Nýr prestur í Bessastaðasókn
Hans Guðberg Alfreðsson.
Sólstöðuhátíð Fjöru kráar inn -
ar, Víkingahátíðinni lauk á
miðvikudag og nýtti fólk sér
góða veðrið og fylgdist með
bardögum, hljóðfæraleik, söng
og handverksfólki að störfum.
Var fjölmennt enda líflegt að
ganga um á meðal víkinga sem
buðu þræla til sölu og föluðust
jafnvel eftir góðum ungum
mönnum til kaups. Ekki virtist
þeim verða ágengt í því og varð
blaðamaður vitni að því þegar
eiginkona hafnaði góðu boði í
eiginmanninn.
Víkingahátíðin setur ávallt
sterkan svip á bæinn enda lifa
víkingarnir sig inn í hlutverk
sín og þá mátti sjá á gangi víða
um bæinn, versla og skoða sig
um eins og hverjir aðrir ferða -
menn en stór hluti víkinganna
kemur erlendis frá.
Góð þátttaka á víkingahátíð
Ýmsar gersemar listamanna og handverksfólks
Margir lágu í valnum eftir harðan bardaga.
L
jó
s
m
y
n
d
ir
:
G
u
ð
n
i
G
ís
la
s
o
n